Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2025 10:53 Alexander Stubb, forseti Finnlands, á þemaþingi Norðurlandsráðs í síðustu viku. Hann er liðtækur kylfingur og spilaði golf með Bandaríkjaforseta á dögunum. Magnus Fröderberg/norden.org Forseti Finnlands telur að Norðurlöndin ættu að leggja áherslu á góð samskipti við Bandaríkin til þess að tryggja að þau fari ekki í „ranga átt“. Hann sagðist ekki trúaður á að Bandaríkin segðu skilið við NATO þegar íslenskur þingmaður spurði hann út í framtíð vestræna varnarsamstarfsins. Blikur hafa verið á lofti um framtíð Atlantshafsbandalagsins eftir forsetaskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs. Stjórn repúblikana hefur sagt Evrópuríkjum að varnir Evrópu séu ekki lengur forgangsmál hennar. Þá vakti ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu og taka undir málflutning stjórnvalda í Kreml um stríðið ugg í brjósti evrópskra ráðamanna. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Alexander Stubb, forseta Finnlands hvort Bandaríkin væru enn traustur bandamaður á þemaþingi Norðurlandaráðs þar sem öryggis- og varnarmál voru í öndvegi í síðustu viku. Vísaði hún til „ólíðandi“ orðræðu vestanhafs í garð Grænlendinga og Dana en Bandaríkjastjórn hefur ítrekað lýst því yfir að hún ætli að komast yfir danska landssvæðið með einum eða öðrum hætti að undanförnu. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði Stubb út í sambandið við Bandaríkin.Magnus Fröderberg/norden.org Stubb, sem hafði spilað golf með Bandaríkjaforseta á Flórída skömmu áður, sagði að allir yrðu að skilja að samband Bandaríkjanna og Evrópu væri að breytast. Breytingar væru alltaf erfiðar og ógnvekjandi en Norðurlöndin þyrftu að ákveða hvernig þau ætluðu að bregðast við. Að hans dómi ættu Norðurlöndin að rækta góð tengsl við Bandaríkjastjórn og tryggja að hún verði áfram virk í NATO. „Af því sem ég hef heyrt og af samræðum mínum við bandaríska forsetann sé ég engar vísbendingar frá alvörugefnu fólki um að Bandaríkin yfirgefi NATO,“ sagði finnski forsetinn. Hafa ýmislegt fram að færa Norðurlöndin gætu hvert og eitt eflt tengslin við Bandaríkin og hefðu ýmislegt fram að færa. „Á þessari stundu hef ég mikla trú á að við ættum að vinna með Bandaríkjunum til að tryggja að þau fari ekki í ranga átt,“ sagði Stubb. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninn á NATO og bandalagsríki Bandaríkjanna þar, sérstaklega vegna þess að hann telur þau ekki leggja nógu mikið fé til eigin varna. Á fyrra kjörtímabili hans frá 2017 til 2021 ræddi hann um að draga Bandaríkin út úr NATO. Hann hótaði einnig að koma ekki aðildarríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau en það er grundvallarforsenda varnarbandalagsins að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Bandaríkin NATO Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Blikur hafa verið á lofti um framtíð Atlantshafsbandalagsins eftir forsetaskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs. Stjórn repúblikana hefur sagt Evrópuríkjum að varnir Evrópu séu ekki lengur forgangsmál hennar. Þá vakti ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu og taka undir málflutning stjórnvalda í Kreml um stríðið ugg í brjósti evrópskra ráðamanna. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Alexander Stubb, forseta Finnlands hvort Bandaríkin væru enn traustur bandamaður á þemaþingi Norðurlandaráðs þar sem öryggis- og varnarmál voru í öndvegi í síðustu viku. Vísaði hún til „ólíðandi“ orðræðu vestanhafs í garð Grænlendinga og Dana en Bandaríkjastjórn hefur ítrekað lýst því yfir að hún ætli að komast yfir danska landssvæðið með einum eða öðrum hætti að undanförnu. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði Stubb út í sambandið við Bandaríkin.Magnus Fröderberg/norden.org Stubb, sem hafði spilað golf með Bandaríkjaforseta á Flórída skömmu áður, sagði að allir yrðu að skilja að samband Bandaríkjanna og Evrópu væri að breytast. Breytingar væru alltaf erfiðar og ógnvekjandi en Norðurlöndin þyrftu að ákveða hvernig þau ætluðu að bregðast við. Að hans dómi ættu Norðurlöndin að rækta góð tengsl við Bandaríkjastjórn og tryggja að hún verði áfram virk í NATO. „Af því sem ég hef heyrt og af samræðum mínum við bandaríska forsetann sé ég engar vísbendingar frá alvörugefnu fólki um að Bandaríkin yfirgefi NATO,“ sagði finnski forsetinn. Hafa ýmislegt fram að færa Norðurlöndin gætu hvert og eitt eflt tengslin við Bandaríkin og hefðu ýmislegt fram að færa. „Á þessari stundu hef ég mikla trú á að við ættum að vinna með Bandaríkjunum til að tryggja að þau fari ekki í ranga átt,“ sagði Stubb. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninn á NATO og bandalagsríki Bandaríkjanna þar, sérstaklega vegna þess að hann telur þau ekki leggja nógu mikið fé til eigin varna. Á fyrra kjörtímabili hans frá 2017 til 2021 ræddi hann um að draga Bandaríkin út úr NATO. Hann hótaði einnig að koma ekki aðildarríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau en það er grundvallarforsenda varnarbandalagsins að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Bandaríkin NATO Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira