Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2025 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Ég fæ reglulega spurningar frá fólki sem glímir við afleiðingar ýmissa heilsukvilla eða býr við langvinn veikindi. Skiljanlega hafa veikindi áhrif á kynlöngun en þau geta líka haft mikil áhrif á sjálfsmyndina okkar. Hér er ein spurning frá lesanda: „Hefur þú einhver ráð til að ná upp kynlöngun aftur í kjölfar líkamlegra veikinda? Ég er langveik og á oft erfitt með að finna löngun til að stunda kynlíf með makanum mínum þó mig langi til þess.“ - 29 ára kona. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan. Þegar við veikjumst gleymist stundum að taka umræðuna um áhrif veikindanna á kynlöngun og kynlíf. Þó að við séum að takast á við flókin veikindi er kynlíf enn mikilvægur hluti af lífinu! Ef þú hefur tök á því getur verið gagnlegt að ræða við lækni eða sálfræðing um hvernig veikindin hafa haft áhrif á kynlöngun þína. Það getur verið hjálplegt að ræða við lækni eða sálfræðing um áhrif langvinna veikinda á kynhvötina. Getty Það getur verið hjálplegt að skilja tenginguna betur og skoða hvernig þú getur mætt sjálfri þér betur í kjölfar veikindanna. Þú mátt vera með langvinn veikindi og vera kynvera Jafnvel á dögum þar sem þér finnst þú vera eins langt frá því að vera kynvera og hugsast getur ertu ennþá kynvera. Spurningin er, getur þú endurskoðað hugmynd þína um það hvað það er að vera kynvera? Taktu sérstaklega með inn í skilgreininguna þinn nýja veruleika eða þína líkamlegu getu. Þinn líkami þarf ekki að vera fullfrískur, verkjalaus, gallalaus, án ummerkja um veikindin til að þú getir upplifað unað og verið kynferðisleg. Langvinn veikindi hafa gjarnan áhrif á sjálfs- og líkamsímyndina okkar og hvet ég þig til að vinna að því að bæta sýn þína á þér og þínum líkama. Það getur verið hjálplegt að endurskoða aðeins hugmyndir um hvernig kynvera maður eigi að vera! Getty Mikilvægt að ræða hlutverkin Eruð þið föst í hlutverkunum: Umönnunaraðili og sjúklingur? Þegar maki veikist gerist það að við dettum í hlutverkin sjúklingur og umönnunaraðili. Þessi hlutverk geta verið nauðsynleg þegar annar aðilinn er að takast á við erfið veikindi og þarf umönnun eða stuðning frá maka. Hins vegar hafa þessi hlutverk áhrif á kynlöngun. Hvernig breytist kynlöngun gagnvart maka þegar við upplifum viðkomandi sem umönnunaraðila? Finnst þér sjálfri snúið að fara úr hlutverki sjúklingsins yfir í hlutverk elskanda? Ræðið þessi hlutverk ef þið kannist við þau og leggið ykkur fram við að búa til rými þar sem þið eruð ekki í þessum hlutverkum. Gerðu eitthvað fyrir maka þinn til að snúa þessu við þannig að þú fáir að hlúa að honum. Sendu skýr skilaboð um að þó svo að þú sért með langvinn veikindi þarf maki ekki að hvíla í þessu hlutverki stöðugt. Daðrið og leyfið ykkur að vera kynferðisleg þegar þið eruð saman, þó að það leiði ekki yfir í samfarir. Hér fjalla ég um hvernig megi kveikja á sér fyrir sig: Nokkrir punktar að lokum: Mættu þér með mildi. Þú ert ekki biluð eða brotin, það er skiljanlegt að kynlöngun breytist þegar líkaminn er verkjaður eða ólíkur sér. Það gerir þig ekki að minni kynveru. Taktu pressuna af. Kynlíf þarf ekki að snúast um samfarir eða fullnægingar. Það má vera mjúkt, hægt og byggt á því sem þinn líkami er til í. Það er mikilvægt að mæta þér eins og þú ert í dag! Það er mikilvægt að hlusta á líkamann og taka pásur eða stoppa eftir þörfum. Það er í góðu lagi að finna fyrir löngun, daðra en geta ekki stundað kynlíf. Það má alltaf skipta um skoðun! Æfðu það í daglegu lífi að setja fókus á unað. Farðu í heitt bað og njóttu þess að finna fyrir vatninu, borðaðu matinn þinn hægar og taktu vel eftir bragðinu, tiltu þér út í sólina og finndu fyrir henni á húðinni, hlustaðu á tónlist sem ýtir undir unað og vellíðan. Mundu að kynlöngun er oft viðbragð, hún kviknar stundum ekki fyrr en þú finnur fyrir því sem kveikir á þér. Kynlöngun er oft viðbragð við heitum koss eða snertingu. Passaðu þig á því að vera ekki að bíða eftir því að kynlöngun kvikni fyrst áður en þú leyfir þér að detta í heitann koss. Stundum er ágætt að skipuleggja tíma fyrir nánd og sjá hvort líkaminn vakni upp við nánd og snertingu, ef ekki allt í góðu! Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Hér er ein spurning frá lesanda: „Hefur þú einhver ráð til að ná upp kynlöngun aftur í kjölfar líkamlegra veikinda? Ég er langveik og á oft erfitt með að finna löngun til að stunda kynlíf með makanum mínum þó mig langi til þess.“ - 29 ára kona. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan. Þegar við veikjumst gleymist stundum að taka umræðuna um áhrif veikindanna á kynlöngun og kynlíf. Þó að við séum að takast á við flókin veikindi er kynlíf enn mikilvægur hluti af lífinu! Ef þú hefur tök á því getur verið gagnlegt að ræða við lækni eða sálfræðing um hvernig veikindin hafa haft áhrif á kynlöngun þína. Það getur verið hjálplegt að ræða við lækni eða sálfræðing um áhrif langvinna veikinda á kynhvötina. Getty Það getur verið hjálplegt að skilja tenginguna betur og skoða hvernig þú getur mætt sjálfri þér betur í kjölfar veikindanna. Þú mátt vera með langvinn veikindi og vera kynvera Jafnvel á dögum þar sem þér finnst þú vera eins langt frá því að vera kynvera og hugsast getur ertu ennþá kynvera. Spurningin er, getur þú endurskoðað hugmynd þína um það hvað það er að vera kynvera? Taktu sérstaklega með inn í skilgreininguna þinn nýja veruleika eða þína líkamlegu getu. Þinn líkami þarf ekki að vera fullfrískur, verkjalaus, gallalaus, án ummerkja um veikindin til að þú getir upplifað unað og verið kynferðisleg. Langvinn veikindi hafa gjarnan áhrif á sjálfs- og líkamsímyndina okkar og hvet ég þig til að vinna að því að bæta sýn þína á þér og þínum líkama. Það getur verið hjálplegt að endurskoða aðeins hugmyndir um hvernig kynvera maður eigi að vera! Getty Mikilvægt að ræða hlutverkin Eruð þið föst í hlutverkunum: Umönnunaraðili og sjúklingur? Þegar maki veikist gerist það að við dettum í hlutverkin sjúklingur og umönnunaraðili. Þessi hlutverk geta verið nauðsynleg þegar annar aðilinn er að takast á við erfið veikindi og þarf umönnun eða stuðning frá maka. Hins vegar hafa þessi hlutverk áhrif á kynlöngun. Hvernig breytist kynlöngun gagnvart maka þegar við upplifum viðkomandi sem umönnunaraðila? Finnst þér sjálfri snúið að fara úr hlutverki sjúklingsins yfir í hlutverk elskanda? Ræðið þessi hlutverk ef þið kannist við þau og leggið ykkur fram við að búa til rými þar sem þið eruð ekki í þessum hlutverkum. Gerðu eitthvað fyrir maka þinn til að snúa þessu við þannig að þú fáir að hlúa að honum. Sendu skýr skilaboð um að þó svo að þú sért með langvinn veikindi þarf maki ekki að hvíla í þessu hlutverki stöðugt. Daðrið og leyfið ykkur að vera kynferðisleg þegar þið eruð saman, þó að það leiði ekki yfir í samfarir. Hér fjalla ég um hvernig megi kveikja á sér fyrir sig: Nokkrir punktar að lokum: Mættu þér með mildi. Þú ert ekki biluð eða brotin, það er skiljanlegt að kynlöngun breytist þegar líkaminn er verkjaður eða ólíkur sér. Það gerir þig ekki að minni kynveru. Taktu pressuna af. Kynlíf þarf ekki að snúast um samfarir eða fullnægingar. Það má vera mjúkt, hægt og byggt á því sem þinn líkami er til í. Það er mikilvægt að mæta þér eins og þú ert í dag! Það er mikilvægt að hlusta á líkamann og taka pásur eða stoppa eftir þörfum. Það er í góðu lagi að finna fyrir löngun, daðra en geta ekki stundað kynlíf. Það má alltaf skipta um skoðun! Æfðu það í daglegu lífi að setja fókus á unað. Farðu í heitt bað og njóttu þess að finna fyrir vatninu, borðaðu matinn þinn hægar og taktu vel eftir bragðinu, tiltu þér út í sólina og finndu fyrir henni á húðinni, hlustaðu á tónlist sem ýtir undir unað og vellíðan. Mundu að kynlöngun er oft viðbragð, hún kviknar stundum ekki fyrr en þú finnur fyrir því sem kveikir á þér. Kynlöngun er oft viðbragð við heitum koss eða snertingu. Passaðu þig á því að vera ekki að bíða eftir því að kynlöngun kvikni fyrst áður en þú leyfir þér að detta í heitann koss. Stundum er ágætt að skipuleggja tíma fyrir nánd og sjá hvort líkaminn vakni upp við nánd og snertingu, ef ekki allt í góðu! Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira