Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2025 14:41 Svuntan sem er til sölu er bleik sem en liturinn var í miklu uppáhaldi hjá Bryndísi Klöru heitinni. Minningarsjóður Bryndísar Klöru Birgisdóttur styrktist um átta milljónir króna í gær þegar góðgerðarpitsa Domino's seldist upp. Aldrei hefur góðgerðarpitsan selst jafn fljótt upp. Með fram pitsusölu eru bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins til sölu í Kringlunni. Bryndís Klara, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, lést eftir hnífsstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í fyrra. Foreldrar hennar ákváðu að láta andlát hennar verða til góðs og var stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru undir yfirskriftinni „Látum kærleikann sigra“. „Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig,“ segir á heimasíðu sjóðsins. Góðgerðarpitsa Domino’s er í ár seld til styrktar sjóðnum. Sala pítsunnar hófst á mánudaginn og seldist upp um áttaleytið í gærkvöldi. „Hráefnisvinnslan okkar hefur farið í að koma hráefni í allar verslanir svo hægt verði að bjóða upp á góðgerðarpitsuna í dag,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino‘s. Sala á pitsunni hefst aftur klukkan þrjú í dag. „Þau sem vilja styrkja sjóðinn og kaupa góðgerðarpitsuna geta því gert það í dag,“ segir hann. Aldrei áður selst upp á tveimur dögum Góðgerðarpitsan er árlegt samstarfsverkefni Domino's og Hrefnu Sætran. Pitsan var fyrst á matseðli árið 2013 og er nú til sölu í 12. skipti. Á þeim tíma hafa samtals safnast um 65 milljónir til ýmissa góðra málefna, en á hverju ári rennur öll sala pitsunnar óskipt til valins góðgerðarfélags – hver einasta króna. Ásmundur segir pitsuna aldrei hafa selst upp á tveimur dögum. Miðað við viðtökurnar þá gæti farið svo að góðgerðarpitsan seljist aftur upp og ekki verði til hráefni á landinu til að anna eftirspurn. „Við höfum safnað rúmum 8 milljónum og við vonum að við náum að safna yfir 10 milljónum,“ segir hann. Selja svuntur í Kringlunni til styrktar sjóðnum Auk Góðgerðarpitsunnar hafa verið framleiddar fallegar, bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins, sem verða seldar í Kringlunni vikuna 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir endast. Bleikur var einmitt uppáhaldslitur Bryndísar Klöru, en andvirðið af sölu svuntunnar rennur einnig beint í minningarsjóðinn. „Markmið minningarsjóðsins er að styðja við verkefni sem vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samstaða er í forgrunni. Við viljum búa í samfélagi þar sem kærleikurinn ræður ríkjum“ segir Guðrún Inga Sívertsen, formaður minningarsjóðsins. „Þess vegna skiptir samstarfið við Domino’s okkur miklu máli, í raun er þetta ómetanlegt framtak hjá þeim – því með hverri pitsu sem seld er í hennar nafni, minnumst við hennar og stöndum saman um að bæta samfélagið okkar,“ segir Guðrún Inga. Hjálparstarf Stunguárás við Skúlagötu Veitingastaðir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira
Bryndís Klara, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, lést eftir hnífsstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í fyrra. Foreldrar hennar ákváðu að láta andlát hennar verða til góðs og var stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru undir yfirskriftinni „Látum kærleikann sigra“. „Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig,“ segir á heimasíðu sjóðsins. Góðgerðarpitsa Domino’s er í ár seld til styrktar sjóðnum. Sala pítsunnar hófst á mánudaginn og seldist upp um áttaleytið í gærkvöldi. „Hráefnisvinnslan okkar hefur farið í að koma hráefni í allar verslanir svo hægt verði að bjóða upp á góðgerðarpitsuna í dag,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino‘s. Sala á pitsunni hefst aftur klukkan þrjú í dag. „Þau sem vilja styrkja sjóðinn og kaupa góðgerðarpitsuna geta því gert það í dag,“ segir hann. Aldrei áður selst upp á tveimur dögum Góðgerðarpitsan er árlegt samstarfsverkefni Domino's og Hrefnu Sætran. Pitsan var fyrst á matseðli árið 2013 og er nú til sölu í 12. skipti. Á þeim tíma hafa samtals safnast um 65 milljónir til ýmissa góðra málefna, en á hverju ári rennur öll sala pitsunnar óskipt til valins góðgerðarfélags – hver einasta króna. Ásmundur segir pitsuna aldrei hafa selst upp á tveimur dögum. Miðað við viðtökurnar þá gæti farið svo að góðgerðarpitsan seljist aftur upp og ekki verði til hráefni á landinu til að anna eftirspurn. „Við höfum safnað rúmum 8 milljónum og við vonum að við náum að safna yfir 10 milljónum,“ segir hann. Selja svuntur í Kringlunni til styrktar sjóðnum Auk Góðgerðarpitsunnar hafa verið framleiddar fallegar, bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins, sem verða seldar í Kringlunni vikuna 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir endast. Bleikur var einmitt uppáhaldslitur Bryndísar Klöru, en andvirðið af sölu svuntunnar rennur einnig beint í minningarsjóðinn. „Markmið minningarsjóðsins er að styðja við verkefni sem vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samstaða er í forgrunni. Við viljum búa í samfélagi þar sem kærleikurinn ræður ríkjum“ segir Guðrún Inga Sívertsen, formaður minningarsjóðsins. „Þess vegna skiptir samstarfið við Domino’s okkur miklu máli, í raun er þetta ómetanlegt framtak hjá þeim – því með hverri pitsu sem seld er í hennar nafni, minnumst við hennar og stöndum saman um að bæta samfélagið okkar,“ segir Guðrún Inga.
Hjálparstarf Stunguárás við Skúlagötu Veitingastaðir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira