Íslenski boltinn

Fyndnar hár­greiðslur lykillinn að betri mætingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sandra María Jessen klár með Línu langsokks greiðsluna.
Sandra María Jessen klár með Línu langsokks greiðsluna.

Anna Svava Knútsdóttir heldur áfram að gefa leikmönnum í Bestu deild kvenna ráð til þess að auka gæði deildarinnar og fá fleira fólk á völlinn.

Nýjasta útspil hennar er fyndnar hárgreiðslur. Þær hafa alltaf slegið í gegn.

Klippa: Fyndnar greiðslur er lykillinn

Leikmenn Þórs/KA fá alvöru þjálfun frá Önnu Svövu í auglýsingunni og útkoman er ansi góð.

Besta deild kvenna hefst þann 15. apríl næstkomandi og verður í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×