Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2025 12:30 Guðmundur Ari segir mikla stemningu í Samfylkingunni eftir gott gengi síðustu mánuði. Flokkurinn heldur landsfund um helgina og fagnar 25 ára afmæli á sama tíma. Vísir/Vilhelm Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins. „Það má eiginlega segja að það sé grasrótardagskrá í dag það sem er verið að vinna að stefnubreytingum, lagabreytingum og að kjósa í forystu flokksins. Á morgun er 25 ára afmælishátíð Samfylkingarinnar en í ár eru 25 ár síðan Samfylkingin var stofnuð. Þar munum við eiga samtal um öryggis- og varnarmál og við aðila vinnumarkaðarins og einnig fagna þessum fyrstu hundrað dögum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sterkir fulltrúar landsbyggðarinnar Klukkan fjögur í dag hefst kynning á frambjóðendum í stjórn. Kristrún Frostadóttir formaður er ein í framboði til embættisins og Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður, er sömuleiðis einn í framboði til endurkjörs. Tveir sækjast eftir stöðu ritara - Guðný Birna Guðmundsdóttir oddviti flokksins í Reykjanesbæ og Gylfi Þór Gíslason formaður verkalýðsmálaráðs flokksins og lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum. „Arna Lára sem var kjörin inn á þing gat ekki haldið áfram sem ritari flokksins samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þannig að það eru tveir öflugir fulltrúar af landsbyggðinni að bjóða sig fram þar. Þannig að það verður spennandi að sjá hvað gerist þar.“ Jón Grétar Þórsson gjaldkeri flokksins sækist eftir endurkjöri og hefur enginn boðið sig fram á móti honum. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra fyrir flokkinn, sækist þá eftir að verða formaður framkvæmdastjórnar - sem Guðmundur Ari var áður. Tímamót Fundurinn verður opinn öllum á morgun - svo lengi sem pláss leyfir. Guðmundur Ari gerir ráð fyrir fjölmenni. „Við gerum nú ráð fyrir fjölmennri samkomu og það er mikil stemning í flokknum eftir gott gengi síðustu vikur og mánuði. Þannig að við gerum ráð fyrir góðri stemningu um helgina,“ segir Guðmundur Ari. „Þetta eru tímamót og það er ákaflega ánægjulegt að geta fagnað þeim með því að vera stærsti flokkur landsins, vera með forsætisráðherra og í ríkisstjórn.“ Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57 Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20 Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Það má eiginlega segja að það sé grasrótardagskrá í dag það sem er verið að vinna að stefnubreytingum, lagabreytingum og að kjósa í forystu flokksins. Á morgun er 25 ára afmælishátíð Samfylkingarinnar en í ár eru 25 ár síðan Samfylkingin var stofnuð. Þar munum við eiga samtal um öryggis- og varnarmál og við aðila vinnumarkaðarins og einnig fagna þessum fyrstu hundrað dögum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sterkir fulltrúar landsbyggðarinnar Klukkan fjögur í dag hefst kynning á frambjóðendum í stjórn. Kristrún Frostadóttir formaður er ein í framboði til embættisins og Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður, er sömuleiðis einn í framboði til endurkjörs. Tveir sækjast eftir stöðu ritara - Guðný Birna Guðmundsdóttir oddviti flokksins í Reykjanesbæ og Gylfi Þór Gíslason formaður verkalýðsmálaráðs flokksins og lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum. „Arna Lára sem var kjörin inn á þing gat ekki haldið áfram sem ritari flokksins samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þannig að það eru tveir öflugir fulltrúar af landsbyggðinni að bjóða sig fram þar. Þannig að það verður spennandi að sjá hvað gerist þar.“ Jón Grétar Þórsson gjaldkeri flokksins sækist eftir endurkjöri og hefur enginn boðið sig fram á móti honum. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra fyrir flokkinn, sækist þá eftir að verða formaður framkvæmdastjórnar - sem Guðmundur Ari var áður. Tímamót Fundurinn verður opinn öllum á morgun - svo lengi sem pláss leyfir. Guðmundur Ari gerir ráð fyrir fjölmenni. „Við gerum nú ráð fyrir fjölmennri samkomu og það er mikil stemning í flokknum eftir gott gengi síðustu vikur og mánuði. Þannig að við gerum ráð fyrir góðri stemningu um helgina,“ segir Guðmundur Ari. „Þetta eru tímamót og það er ákaflega ánægjulegt að geta fagnað þeim með því að vera stærsti flokkur landsins, vera með forsætisráðherra og í ríkisstjórn.“
Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57 Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20 Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57
Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20
Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59