Íslenski boltinn

Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna

Sindri Sverrisson skrifar
Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari eftir óhemju spennandi titilbaráttu við Val á síðustu leiktíð.
Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari eftir óhemju spennandi titilbaráttu við Val á síðustu leiktíð. vísir/Diego

Vísir var með beina útsendingu frá kynningarfundi fyrir Bestu deild kvenna í fótbolta þar sem meðal annars var  greint frá spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna deildarinnar um lokastöðuna í haust.

Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Deloitte í Kópavogi og má sjá upptöku af fundinum hér að neðan.

Klippa: Kynningarfundur Bestu kvenna 2025

Helena Ólafsdóttir fór yfir spána og einnig yfir könnun á meðal leikmanna um ýmislegt tengt komandi leiktíð.

Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta bikarmeisturum Vals í kvöld í Meistarakeppni KSÍ en fyrsta umferðin í Bestu deildinni er svo næsta þriðjudag og miðvikudag.

Fyrsta umferð Bestu deildar

Þriðjudagur 15. apríl:

  • 18.00 Breiðablik - Stjarnan
  • 18.00 Þróttur - Fram

Miðvikudagur 16. apríl:

  • 18.00 Tindastóll - FHL
  • 18.00 Valur - FH
  • 18.00 Víkingur - Þór/KA

Tengdar fréttir

Félögin spá Víkingum titlinum

Víkingar munu hrifsa til sín Íslandsmeistaratitilinn að nýju í haust en Vestramenn og nýliðar ÍBV falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir.

Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur

Helmingur leikmanna Bestu deildar karla er hrifnari af gervigrasi en venjulegu grasi. Mikill meirihluti vill myndbandsdómgæslu í deildinni, aðeins 5% leikmanna eru hvorki í annarri vinnu né námi með fótboltanum, og langflestir telja Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×