„Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. apríl 2025 21:01 Unnur Birna var fjórða íslenska stúlkan til að sigra keppnina Ungfrú Heimur. Getty/China Photos „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn, ég var aldrei fyrir þessa prinsessuleiki. Að vera með krullað hár, naglalakk og í háum hælum var ekkert fyrir mig. Þetta er ekki ég í eðli mínu. Ég var bara að moka skít í hestunum, þar leið mér best,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur hjá Coripharma og Ungfrú heimur 2005. Unnur Birna var gestur í viðtalsliðnum Hvar ertu nú? í morgunþættinum Brennslan í morgun. Hún rifjaði upp tímann þegar hún bar sigur úr býtum sem Ungfrú heimur árið 2005. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var Unnur Birna fjórða íslenska konan sem ber titilinn ungfrú heimur. Áður hafa Guðrún Bjarnadóttir, árið 1962, Hólmfríður Karlsdóttir, árið 1985, og Linda Pétursdóttir, árið 1988, skartað kórónunni eftirsóttu. Lítið fyrir þennan heim Unnur Birna segir fegurðarsamkeppnir á þessum tíma og áratugina áður hafi verið „á allt öðru leveli.“ Hún fékk demanta sem voru virði einar milljónar króna, ferðatöskur, snyrtivörur, auk þess að hafa borðað frítt á veitingastaðnum Nings í heilt ár. „Auðvitað var þetta gaman og skemmtileg tækifæri í kringum þetta, og í kjölfar þessara ára opnuðust margar spennandi dyr,“ segir Unnur og heldur áfram: „Ég tók þessu sem einhvers konar hlutverki. Ég hafði verið mikið á sviði, bæði í dansi og leiklist, og var danskennari í mörg ár. Ég var mikið í leiklist og einhvern veginn hugsaði ég: Heyrðu, ég get gert þetta líka. Svo gerðist þetta óvænt og var ekkert sérstakt markmið að vinna þessa stóru keppni, þó auðvitað tek ég ekki þátt í henni án þess að stefna á sigur. Ég gerði greinilega allt bara rétt á þeim tíma,“ segir hún og hlær. Spurð hvernig líf hennar hafi verið eftir sigurinn segir Unnur Birna að árið eftir hafi einkennst af ferðalögum og þátttöku í opinberum viðburðum. „Ég var að vinna fyrir Miss World Limited í heilt ár, var meira og minna í London, var með aðgang að eigin hótelherbergi, og fór í 30-40 ferðir á ári. Þetta var mikið ferðalag og ég þurfti að leggja námsferilinn til hliðar á meðan,“ útskýrir hún. Vinnan fólst mest í því að taka þátt í góðgerðarviðburðum og opinberum heimsóknum. Fjölskyldulíf og padel Í dag hefur Unnur Birna komið sér upp fallegu heimili og starfar sem lögfræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Coripharma. Hún er gift Pétri Rúnari Heimissyni, og þau gengu í hjónaband 26. júlí 2014. Þau eiga samtals fjögur börn. Núna einbeitir hún sér að fjölskyldulífi, starfsframa og áhugamálum sínum, eins og hot-jóga og padel. „Ég vil meina að ég sé að æfa padel. Við erum með þjálfara, við erum ekkert að grínast,“ segir Unnur Birna og hlær. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ungfrú Ísland Brennslan FM957 Padel Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Unnur Birna var gestur í viðtalsliðnum Hvar ertu nú? í morgunþættinum Brennslan í morgun. Hún rifjaði upp tímann þegar hún bar sigur úr býtum sem Ungfrú heimur árið 2005. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var Unnur Birna fjórða íslenska konan sem ber titilinn ungfrú heimur. Áður hafa Guðrún Bjarnadóttir, árið 1962, Hólmfríður Karlsdóttir, árið 1985, og Linda Pétursdóttir, árið 1988, skartað kórónunni eftirsóttu. Lítið fyrir þennan heim Unnur Birna segir fegurðarsamkeppnir á þessum tíma og áratugina áður hafi verið „á allt öðru leveli.“ Hún fékk demanta sem voru virði einar milljónar króna, ferðatöskur, snyrtivörur, auk þess að hafa borðað frítt á veitingastaðnum Nings í heilt ár. „Auðvitað var þetta gaman og skemmtileg tækifæri í kringum þetta, og í kjölfar þessara ára opnuðust margar spennandi dyr,“ segir Unnur og heldur áfram: „Ég tók þessu sem einhvers konar hlutverki. Ég hafði verið mikið á sviði, bæði í dansi og leiklist, og var danskennari í mörg ár. Ég var mikið í leiklist og einhvern veginn hugsaði ég: Heyrðu, ég get gert þetta líka. Svo gerðist þetta óvænt og var ekkert sérstakt markmið að vinna þessa stóru keppni, þó auðvitað tek ég ekki þátt í henni án þess að stefna á sigur. Ég gerði greinilega allt bara rétt á þeim tíma,“ segir hún og hlær. Spurð hvernig líf hennar hafi verið eftir sigurinn segir Unnur Birna að árið eftir hafi einkennst af ferðalögum og þátttöku í opinberum viðburðum. „Ég var að vinna fyrir Miss World Limited í heilt ár, var meira og minna í London, var með aðgang að eigin hótelherbergi, og fór í 30-40 ferðir á ári. Þetta var mikið ferðalag og ég þurfti að leggja námsferilinn til hliðar á meðan,“ útskýrir hún. Vinnan fólst mest í því að taka þátt í góðgerðarviðburðum og opinberum heimsóknum. Fjölskyldulíf og padel Í dag hefur Unnur Birna komið sér upp fallegu heimili og starfar sem lögfræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Coripharma. Hún er gift Pétri Rúnari Heimissyni, og þau gengu í hjónaband 26. júlí 2014. Þau eiga samtals fjögur börn. Núna einbeitir hún sér að fjölskyldulífi, starfsframa og áhugamálum sínum, eins og hot-jóga og padel. „Ég vil meina að ég sé að æfa padel. Við erum með þjálfara, við erum ekkert að grínast,“ segir Unnur Birna og hlær. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Ungfrú Ísland Brennslan FM957 Padel Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira