McIlroy fór stórkostlega af stað þegar keppni hófst í dag og varð sá fyrsti til að fara fyrstu fimm holurnar allar á þremur höggum. Hann bætti svo um betur og fór sjöttu holuna einnig á aðeins þremur höggum.
Rory's start at the Masters 😮
— PGA TOUR (@PGATOUR) April 12, 2025
3 on Hole 1
3 on Hole 2
3 on Hole 3
3 on Hole 4
3 on Hole 5
3 on Hole 6
McIlroy is the first player in Masters history to start a round with six consecutive 3s or better on the scorecard. pic.twitter.com/e7Yrp6fwdM
McIlroy tók forystuna af Bryson DeChambeau þegar hann vippaði boltanum ofan í aðra holuna og hefur haldið sér í efsta sætinu í allan dag.
Sigur á Masters myndi koma McIlroy í allra efstu hillu kylfinga. Masters er eina stórmótið sem hann hefur ekki unnið og þarf að vinna til að klára svokallað Grand Slam, sem er Masters, PGA, US Open og The Open.
Hann yrði sá sjötti í sögunni til að vinna öll fjögur stórmótin og er í góðri stöðu til að gera það. Fjórum höggum á undan næstu mönnum þegar hann nálgast fimmtándu holuna en eftir er auðvitað allur lokadagur keppninnar á morgun.
Eagle on No. 15 launches Rory McIlroy into a four-shot lead. #themasters pic.twitter.com/ri6fA5yO7O
— The Masters (@TheMasters) April 12, 2025