Lífið

Lauf­ey tróð upp á Coachella

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Laufey klæddist hvítu þegar hún flutti tvö lög með Los Angeles fílaharmóníunni.
Laufey klæddist hvítu þegar hún flutti tvö lög með Los Angeles fílaharmóníunni. Getty

Tónlistarkonan Laufey tróð upp á geysivinsælu útihátíðinni Coachella um helgina. Þar flutti hún nýútgefið lag fyrir framan stóran hóp áhorfenda.

Coachella tónlistarhátíðin er tveggja helga útihátíð sem haldin er í Kaliforníu ár hvert. Mannskari flykkist út í eyðimörkina til að hlusta að njóta tónlistar en margar af skærustu stjörnum hafa troðið upp á hátíðinni. Meðal þeirra sem spiluðu þessa helgina var tónlistarfólkið Lady Gaga, Charli XCX, Benson Boone og Green Day.

Íslenska tónlistarkonan Laufey kom einnig fram með Los Angeles fílharmóníunni og söng þar lagið Silver lining, en lagið var gefið út 3. apríl auk tónlistarmyndbands. Þetta var því í fyrsta skipti sem Laufey flutti lagið fyrir framan áhorfendur. Hún söng einnig eitt af vinsælustu lögunum sínum, From the Start.

Laufey sýndi frá tónleikunum á Instagram síðunni sinni.

„Fyrsti flutningur á Silver lining og það var við sólsetur með Gustavo Dudamel og LA fílharmóníunni. Þvílíkur draumur! Sjáumst í næstu viku,“ skrifaði tónlistarkonan við færsluna.

Laufey, sem er einungis 25 ára, hefur notið mikilla vinsælda víða um heim en til að mynda var hún kjörin ein af konum ársins hjá tímaritinu Time. Þá hlaut hún Grammy-verðlaun fyrir rúmu ári síðan fyrir í flokki hefðbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífu sína Bewitched.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.