Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 11:33 Scottie Scheffler klæðir hér Rory McIlroy í græna jakkann í gærkvöldi. Getty/Richard Heathcote Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tryggði sér sigur í Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi eftir dramatískan sigur í umspili. Með þessu hafði náði hann að loka alslemmu golfsins, það er vinna öll fjögur risamótin sem eru auk Mastersmótsins, PGA-meistaramótið, Opna breska meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Það er óhætt að segja að slíku nái ekki margir. Í raun er McIlroy aðeins sjötti meðlimurinn í hópnum og sá fyrsti til að bætast í hann í 25 ár. McIlroy hafði beðið lengi eftir sigri í Mastersmótinu því hann vann hinn þrjú risamótin á árunum 2010 til 2014. Hann var því búinn að bíða í ellefu ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið árin 2012 og 2014, hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2011 og hann vann Opna breska meistaramótið árið 2014. Nú varð hann fyrsti nýi meðlimurinn í alslemmuhópnum síðan að Tiger Woods sem komst þangað með því að vinna bæði Opna bandaríska og Opna breska meistaramótið sumarið 2000. Þar á undan hafði Jack Nicklaus náði þessu árið 1966 en hinir meðlimir alslemmuhópsins eru Gary Player (1965), Ben Hogan (1953) og Gene Sarazen (1935). View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) View this post on Instagram A post shared by Jay on SC (@jayonsc) Masters-mótið Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Með þessu hafði náði hann að loka alslemmu golfsins, það er vinna öll fjögur risamótin sem eru auk Mastersmótsins, PGA-meistaramótið, Opna breska meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Það er óhætt að segja að slíku nái ekki margir. Í raun er McIlroy aðeins sjötti meðlimurinn í hópnum og sá fyrsti til að bætast í hann í 25 ár. McIlroy hafði beðið lengi eftir sigri í Mastersmótinu því hann vann hinn þrjú risamótin á árunum 2010 til 2014. Hann var því búinn að bíða í ellefu ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið árin 2012 og 2014, hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2011 og hann vann Opna breska meistaramótið árið 2014. Nú varð hann fyrsti nýi meðlimurinn í alslemmuhópnum síðan að Tiger Woods sem komst þangað með því að vinna bæði Opna bandaríska og Opna breska meistaramótið sumarið 2000. Þar á undan hafði Jack Nicklaus náði þessu árið 1966 en hinir meðlimir alslemmuhópsins eru Gary Player (1965), Ben Hogan (1953) og Gene Sarazen (1935). View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) View this post on Instagram A post shared by Jay on SC (@jayonsc)
Masters-mótið Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira