Skipar starfshóp um dvalarleyfi Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 15:03 Þorbjörg Sigríður ætlar að taka til hendinni hvað dvalarleyfi varðar. Vísir/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að gert sé ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögugerð sinni til dómsmálaráðherra 1. júlí 2025. Hópinn skipa: Edda Bergsveinsdóttir, formaður, frá dómsmálaráðuneytinu Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun Arnar Sigurður Hauksson, varamaður, frá dómsmálaráðuneytinu „Við höfum allt of litla yfirsýn yfir dvalarleyfismálin. Við verðum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum og kanna hvernig best sé að samræma dvalarleyfi við þau. Þetta kerfi hefur að mörgu leyti verið í ólestri undanfarin ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kominn tími til að yfirfara það. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og er þess fullviss að hún muni leiða til góðs fyrir land og þjóð. Það er ánægjulegt að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í þessum málum undanfarin sjö ár,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Tvöfaldaðist á fjórum árum Erlendum ríkisborgurum sem hingað flytjast hafi fjölgað ár frá ári og ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins séu engin undantekning. Ekki sé gert ráð fyrir öðru en að sú þróun muni halda áfram. Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafi tvöfaldast milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234. Það sama megi segja um umsóknir um ríkisborgararétt, sem hafi ríflega tvöfaldast á sama tímabili. Markmiðið með starfshópnum sé að ná betri yfirsýn yfir þá hópa sem hér sækja um dvalarleyfi, það er þróun á fjölda og samsetningu dvalarleyfishafa sem og hvernig íslensk stjórnsýsla hafi verið í stakk búin til þess að takast á við verulega aukningu umsókna undanfarin ár. Skoða hverjir eru útsettir fyrir hagnýtingu Eins hafi ráðherra hug á að ná betri yfirsýn yfir þær áskoranir sem málaflokkurinn standi frammi fyrir, bæði með hliðsjón af viðkvæmum hópum og hvaða dvalarleyfi teljist sérstaklega útsett fyrir misnotkun og hagnýtingu þeirra einstaklinga sem um þau sækja. „Við höfum til dæmis ekkert sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur og ég tel að nauðsynlegt sé að breyta því,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að gert sé ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögugerð sinni til dómsmálaráðherra 1. júlí 2025. Hópinn skipa: Edda Bergsveinsdóttir, formaður, frá dómsmálaráðuneytinu Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun Arnar Sigurður Hauksson, varamaður, frá dómsmálaráðuneytinu „Við höfum allt of litla yfirsýn yfir dvalarleyfismálin. Við verðum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum og kanna hvernig best sé að samræma dvalarleyfi við þau. Þetta kerfi hefur að mörgu leyti verið í ólestri undanfarin ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kominn tími til að yfirfara það. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og er þess fullviss að hún muni leiða til góðs fyrir land og þjóð. Það er ánægjulegt að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í þessum málum undanfarin sjö ár,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Tvöfaldaðist á fjórum árum Erlendum ríkisborgurum sem hingað flytjast hafi fjölgað ár frá ári og ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins séu engin undantekning. Ekki sé gert ráð fyrir öðru en að sú þróun muni halda áfram. Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafi tvöfaldast milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234. Það sama megi segja um umsóknir um ríkisborgararétt, sem hafi ríflega tvöfaldast á sama tímabili. Markmiðið með starfshópnum sé að ná betri yfirsýn yfir þá hópa sem hér sækja um dvalarleyfi, það er þróun á fjölda og samsetningu dvalarleyfishafa sem og hvernig íslensk stjórnsýsla hafi verið í stakk búin til þess að takast á við verulega aukningu umsókna undanfarin ár. Skoða hverjir eru útsettir fyrir hagnýtingu Eins hafi ráðherra hug á að ná betri yfirsýn yfir þær áskoranir sem málaflokkurinn standi frammi fyrir, bæði með hliðsjón af viðkvæmum hópum og hvaða dvalarleyfi teljist sérstaklega útsett fyrir misnotkun og hagnýtingu þeirra einstaklinga sem um þau sækja. „Við höfum til dæmis ekkert sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur og ég tel að nauðsynlegt sé að breyta því,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira