Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 11:32 Rory McIlroy og Bryson DeChambeau voru saman í lokahollinu á Mastersmótinu en töluðu ekkert saman á öllum hringnum. getty/Richard Heathcote Rory McIlroy og Bryson DeChambeau voru saman í síðasta hollinu á Mastersmótinu í golfi á lokadeginum en annar þeirra sá til þess að samskiptin þeirra á milli voru engin. DeChambeau náði forskotinu af McIlroy eftir fyrstu tvær holurnar á sunnudaginn en gaf svo eftir á meðan McIlroy fór alla leið og tryggði sér sinn fyrsta græna jakka. DeChambeau átti ekki góðan dag og endaði í fimmta sæti fjórum höggum á eftir McIlroy. Eftir mótið var DeChambeau spurður út í samskiptin við McIlroy á lokahringnum. Þá kom í ljós að McIlroy lokaði á öll samskipti milli þeirra. Hvernig var McIlroy á lokahringnum var spurningin sem DeChambeau fékk. „Ekki hugmynd. Hann talaði ekki eitt orð við mig allan daginn,“ sagði Bryson DeChambeau. „Hann var líklega bara svona einbeittur ef ég á að giska. Það er samt ekki fyrir mig,“ sagði DeChambeau. DeChambeau byrjaði lokadaginn mjög vel eins og áður kom fram en fékk skolla á bæði þriðju og fjórðu. Hann fékk síðan skramba á elleftu, skolla á tólftu og fékk enn einn skollann á sautjándu. DeChambeau lék lokahringinn á 75 höggum eða þremur höggum yfir par. DeChambeau viðurkenndi að hafa fundið til með McIlroy þegar hann setti kúluna í vatnið á þrettándu. „Ég vildi gráta fyrir hans hönd. Sem atvinnumaður þá lá beint fyrir að slá hann inn á miðja flöt og ég trúi því ekki að hann hafi reynt þetta. Það voru tímar þar sem hann hafði fulla stjórn en á öðrum spurði maður sig hvað væri eiginlega í gangi hjá honum,“ sagði DeChambeau. Rory McIlroy tókst síðan að tryggja sér sigurinn í umspilinu þökk sé frábæru innáhöggi á átjándu. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Masters-mótið Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
DeChambeau náði forskotinu af McIlroy eftir fyrstu tvær holurnar á sunnudaginn en gaf svo eftir á meðan McIlroy fór alla leið og tryggði sér sinn fyrsta græna jakka. DeChambeau átti ekki góðan dag og endaði í fimmta sæti fjórum höggum á eftir McIlroy. Eftir mótið var DeChambeau spurður út í samskiptin við McIlroy á lokahringnum. Þá kom í ljós að McIlroy lokaði á öll samskipti milli þeirra. Hvernig var McIlroy á lokahringnum var spurningin sem DeChambeau fékk. „Ekki hugmynd. Hann talaði ekki eitt orð við mig allan daginn,“ sagði Bryson DeChambeau. „Hann var líklega bara svona einbeittur ef ég á að giska. Það er samt ekki fyrir mig,“ sagði DeChambeau. DeChambeau byrjaði lokadaginn mjög vel eins og áður kom fram en fékk skolla á bæði þriðju og fjórðu. Hann fékk síðan skramba á elleftu, skolla á tólftu og fékk enn einn skollann á sautjándu. DeChambeau lék lokahringinn á 75 höggum eða þremur höggum yfir par. DeChambeau viðurkenndi að hafa fundið til með McIlroy þegar hann setti kúluna í vatnið á þrettándu. „Ég vildi gráta fyrir hans hönd. Sem atvinnumaður þá lá beint fyrir að slá hann inn á miðja flöt og ég trúi því ekki að hann hafi reynt þetta. Það voru tímar þar sem hann hafði fulla stjórn en á öðrum spurði maður sig hvað væri eiginlega í gangi hjá honum,“ sagði DeChambeau. Rory McIlroy tókst síðan að tryggja sér sigurinn í umspilinu þökk sé frábæru innáhöggi á átjándu. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Masters-mótið Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira