„Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 16:01 Elín Metta Jensen er í öðru sæti í mörkum og í fimmta sæti í leikjum hjá kvennaliði Vals í efstu deild. @valurfotbolti Elín Metta Jensen hefur gengið frá samningi við Val og mun því spila með Valsmönnum í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar. Samningurinn er til eins árs en með möguleika á eins árs framlengingu. Valsarar eru að endurheimta landsliðskonu sem hefur farið mikinn á Hlíðarenda. Elín Metta er nefnilega að koma aftur heim í uppeldisfélagið sitt en hún lék síðast með Þrótti áður en hún tilkynnti óvænt að hún væri hætt löngu fyrir þrítugt. Elín Metta er næst markahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild með 132 mörk en hún er 27 mörkum á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur. Elín jafnar einnig leikjafjölda goðsagnarinnar Ragnheiðar Víkingsdóttir í næsta leik en Ragnheiður er fjórða leikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild með 184 leiki. „Það er auðvitað mikið gleðiefni fyrir okkur Valsara að fá Elínu Mettu til okkar á ný. Hér er hún uppalin og hefur heldur betur staðið sig vel fyrir félagið. Hún hefur verið að æfa með okkur upp á síðkastið og er komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn. Það verður gaman að sjá hana í Valsbúningnum í sumar,“ segir Styrmir Þór Bragason varaformaður knattspyrnudeildar Vals, í frétt á miðlum Vals. Sjálf er Elín Metta í skýjunum með að vera komin aftur í Val en hún lék síðast með liðinu árið 2022. „Ég er mjög ánægð með að vera komin aftur heim á Hlíðarenda. Það er margt spennandi í gangi í klúbbnum og leikmannahópurinn er mjög öflugur með góða blöndu af reynslumiklum og efnilegum leikmönnum. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum,“ segir Elín Metta Jensen leikmaður Vals, við miðla Vals. View this post on Instagram A post shared by Valur Fótbolti (@valurfotbolti) Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Samningurinn er til eins árs en með möguleika á eins árs framlengingu. Valsarar eru að endurheimta landsliðskonu sem hefur farið mikinn á Hlíðarenda. Elín Metta er nefnilega að koma aftur heim í uppeldisfélagið sitt en hún lék síðast með Þrótti áður en hún tilkynnti óvænt að hún væri hætt löngu fyrir þrítugt. Elín Metta er næst markahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild með 132 mörk en hún er 27 mörkum á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur. Elín jafnar einnig leikjafjölda goðsagnarinnar Ragnheiðar Víkingsdóttir í næsta leik en Ragnheiður er fjórða leikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild með 184 leiki. „Það er auðvitað mikið gleðiefni fyrir okkur Valsara að fá Elínu Mettu til okkar á ný. Hér er hún uppalin og hefur heldur betur staðið sig vel fyrir félagið. Hún hefur verið að æfa með okkur upp á síðkastið og er komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn. Það verður gaman að sjá hana í Valsbúningnum í sumar,“ segir Styrmir Þór Bragason varaformaður knattspyrnudeildar Vals, í frétt á miðlum Vals. Sjálf er Elín Metta í skýjunum með að vera komin aftur í Val en hún lék síðast með liðinu árið 2022. „Ég er mjög ánægð með að vera komin aftur heim á Hlíðarenda. Það er margt spennandi í gangi í klúbbnum og leikmannahópurinn er mjög öflugur með góða blöndu af reynslumiklum og efnilegum leikmönnum. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum,“ segir Elín Metta Jensen leikmaður Vals, við miðla Vals. View this post on Instagram A post shared by Valur Fótbolti (@valurfotbolti)
Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki