„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. apríl 2025 13:31 Berglind Björg klæddi sig aftur í grænt þegar samningi hennar við Val var sagt upp eftir síðasta tímabil. Breiðablik Berglind Björg Þorvalsdóttir er mætt heim til Breiðabliks eftir vondan viðskilnað við Val, staðráðin í að sanna sig á ný eftir erfitt tímabil í fyrra. Hún kemur inn í mótið í ár í góðu formi, ekki misst af æfingu eða leik á undirbúningstímabilinu. Breiðablik mætir Stjörnunni þegar deildin fer af stað klukkan sex í kvöld. Nágrannaslagur sem hefur boðið upp á markaveislur síðustu ár. „Leikurinn leggst bara ótrúlega vel í mig. Maður er búinn að bíða lengi eftir þessum leik, eða bara að mótið byrji. Við erum allar mjög spenntar og tilbúnar í þetta“ sagði Berglind í samtali við Vísi. Mikið meidd en átti gott undirbúningstímabil Berglind kom inn í síðasta tímabil skömmu eftir barnsburð og glímdi við mikil meiðsli en hefur lagt inn góða grunnvinnu á undirbúningstímabilinu. Ekki misst af æfingu eða leik. „Standið er bara heilt yfir fínt. Ég átti mjög gott undirbúningstímabil, ekkert bakslag. Ég var líka undir ströngu eftirliti af þjálfarateyminu, sem var mjög gott. Er bara í fínu standi, miklu betra en í fyrra… Mér leið vel þegar ég var að byrja [tímabilið í fyrra] en svo komu bara bakslög eftir bakslög. Var bara illt í grindinni og lífbeininu og bakinu, náði ekkert að byggja mig upp eftir meðgönguna. Svo hjálpaði undirlagið ekki, þannig að ég var bara ónýt í líkamanum á síðasta tímabili…“ Vondur viðskilnaður Berglind gekk til liðs við Val þegar hún kom heim í fyrra. Þjálfarateymið vildi halda henni áfram hjá félaginu en stjórnin tók ákvörðun og rifti samningnum símleiðis. „Þetta endaði bara ömurlega. Ég fékk símhringingu og fæ að vita að það sé búið að segja upp samningnum. Bara takk fyrir þitt framlag, það var nú ekki meira en það… Þetta var allt mjög skrítið og leiðinlegt, en bara ánægð í dag. Mjög ánægð að vera komin aftur heim í Breiðablik.“ Vill sýna að Valur hafi gert mistök Leiða má líkur að því að Valur og Breiðablik verði í titilbaráttunni í sumar eins og síðustu tímabil. Berglind mætir eðlilega í þá baráttu í svolitlum hefndarhug. „Þetta hefur alveg áhrif. Maður vill náttúrulega sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp. En neinei, þetta verður bara hörkumót.“ Berglind fagnar bikarmeistaratitlinum með Val á síðasta tímabili.Vísir/Anton Brink EM í sumar? Reikna má einmitt með hörkumóti, sem hefst örlítið fyrr en vanalega vegna Evrópumótsins í Sviss í sumar. Ísland verður þar meðal þátttökuþjóða. Berglind á 72 A-landsleiki að baki en hefur ekki verið í liðinu síðan í febrúar 2023. „Ef að Steini [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] væri búinn að heyra eitthvað í mér myndi ég segja að [EM] væri klárlega markmiðið. En ég hef ekkert heyrt frá manninum og nei, ég er í rauninni ekki að stefna á [EM] en maður veit aldrei. Fyrst og fremst ætla ég bara að fókusa á sjálfa mig, gera vel fyrir Breiðablik og svo bara kemur það í ljós.“ Berglind hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á síðasta EM, í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Líklega líta margir leikmenn deildarinnar á EM sömu augun. Vilja standa sig vel fyrir félagsliðið og vona að landsliðskallið berist í kjölfarið. Út frá því má reikna með kröftugri byrjun, engum vorbrag. „Klárlega. Þetta er hvatning fyrir leikmenn að standa sig, sýna hvað þær geta og vonandi eiga séns á þessu landsliðssæti“ sagði Berglind að lokum. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á rás Besta deildarinnar. Bestu mörkin gera leiki kvöldsins svo upp í beinu kjölfari. Bónus-deild karla Breiðablik Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira
Breiðablik mætir Stjörnunni þegar deildin fer af stað klukkan sex í kvöld. Nágrannaslagur sem hefur boðið upp á markaveislur síðustu ár. „Leikurinn leggst bara ótrúlega vel í mig. Maður er búinn að bíða lengi eftir þessum leik, eða bara að mótið byrji. Við erum allar mjög spenntar og tilbúnar í þetta“ sagði Berglind í samtali við Vísi. Mikið meidd en átti gott undirbúningstímabil Berglind kom inn í síðasta tímabil skömmu eftir barnsburð og glímdi við mikil meiðsli en hefur lagt inn góða grunnvinnu á undirbúningstímabilinu. Ekki misst af æfingu eða leik. „Standið er bara heilt yfir fínt. Ég átti mjög gott undirbúningstímabil, ekkert bakslag. Ég var líka undir ströngu eftirliti af þjálfarateyminu, sem var mjög gott. Er bara í fínu standi, miklu betra en í fyrra… Mér leið vel þegar ég var að byrja [tímabilið í fyrra] en svo komu bara bakslög eftir bakslög. Var bara illt í grindinni og lífbeininu og bakinu, náði ekkert að byggja mig upp eftir meðgönguna. Svo hjálpaði undirlagið ekki, þannig að ég var bara ónýt í líkamanum á síðasta tímabili…“ Vondur viðskilnaður Berglind gekk til liðs við Val þegar hún kom heim í fyrra. Þjálfarateymið vildi halda henni áfram hjá félaginu en stjórnin tók ákvörðun og rifti samningnum símleiðis. „Þetta endaði bara ömurlega. Ég fékk símhringingu og fæ að vita að það sé búið að segja upp samningnum. Bara takk fyrir þitt framlag, það var nú ekki meira en það… Þetta var allt mjög skrítið og leiðinlegt, en bara ánægð í dag. Mjög ánægð að vera komin aftur heim í Breiðablik.“ Vill sýna að Valur hafi gert mistök Leiða má líkur að því að Valur og Breiðablik verði í titilbaráttunni í sumar eins og síðustu tímabil. Berglind mætir eðlilega í þá baráttu í svolitlum hefndarhug. „Þetta hefur alveg áhrif. Maður vill náttúrulega sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp. En neinei, þetta verður bara hörkumót.“ Berglind fagnar bikarmeistaratitlinum með Val á síðasta tímabili.Vísir/Anton Brink EM í sumar? Reikna má einmitt með hörkumóti, sem hefst örlítið fyrr en vanalega vegna Evrópumótsins í Sviss í sumar. Ísland verður þar meðal þátttökuþjóða. Berglind á 72 A-landsleiki að baki en hefur ekki verið í liðinu síðan í febrúar 2023. „Ef að Steini [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] væri búinn að heyra eitthvað í mér myndi ég segja að [EM] væri klárlega markmiðið. En ég hef ekkert heyrt frá manninum og nei, ég er í rauninni ekki að stefna á [EM] en maður veit aldrei. Fyrst og fremst ætla ég bara að fókusa á sjálfa mig, gera vel fyrir Breiðablik og svo bara kemur það í ljós.“ Berglind hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á síðasta EM, í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Líklega líta margir leikmenn deildarinnar á EM sömu augun. Vilja standa sig vel fyrir félagsliðið og vona að landsliðskallið berist í kjölfarið. Út frá því má reikna með kröftugri byrjun, engum vorbrag. „Klárlega. Þetta er hvatning fyrir leikmenn að standa sig, sýna hvað þær geta og vonandi eiga séns á þessu landsliðssæti“ sagði Berglind að lokum. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á rás Besta deildarinnar. Bestu mörkin gera leiki kvöldsins svo upp í beinu kjölfari.
Bónus-deild karla Breiðablik Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira