„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 08:01 Samantha Smith og Katrín Ásbjörnsdóttir glaðbeittar eftir Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Þær náðu hálfri leiktíð saman en óvíst er hvort leikirnir verði fleiri. vísir/Diego „Ég er mjög ánægð með það sem ég hef afrekað, þó það sé engin draumastaða ef ég þarf að hætta svona,“ segir Katrín Ásbjörnsdóttir, Íslandsmeistari og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta. Fyrir tæpum 200 dögum var Katrín skælbrosandi á sjúkrabörum, í þeirri sérkennilegu stöðu að vera að fagna dísætum Íslandsmeistaratitli rétt eftir að hafa meiðst í hné. Í fyrstu virtist hún hafa sloppið vel. Krossbandið slitnaði jú ekki og það er það sem íþróttafólk óttast mest þegar um hnémeiðsli er að ræða. Núna er útlit fyrir að hún hafi jafnvel spilað sinn síðasta fótboltaleik: „Ég er meira að hugsa um það hvort ég geti unnið heilan vinnudag á næstunni, eða til dæmis náð að hjóla meira eftir mánuð. Fótboltinn er svo fjarlægur þessa stundina að ég get ekki hugsað út í hann. Þetta er alveg nýr veruleiki,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir var kampakát á sjúkrabörunum síðasta haust, eftir að Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Þá var ekki vitað hve alvarleg meiðslin áttu eftir að reynast vera.vísir/Diego Þessi 32 ára framherji Breiðabliks og skurðhjúkrunarfræðingur í Orkuhúsinu hefur varið öllum vetrinum í tilraunir til að jafna sig af meiðslunum. Tilraunir sem ekki er víst að beri árangur. Þó að Katrín hafi þegar átt afar farsælan feril vill hún auðvitað ráða því sjálf hvenær skórnir fara í hilluna og gælir við möguleikann á að spila áður en nýhafinni leiktíðinni lýkur. „Þetta er auðvitað ekki ákjósanlegt. Maður vill ekki enda svona. En maður heldur í vonina, þó það væri ekki í nema tvær mínútur í síðasta leik eða eitthvað slíkt. Það myndi gera mikið fyrir mann. En maður þarf að hugsa um meira en fótboltann á þessu stigi. Hugsa út í framhaldið og hvernig maður vill hafa lífið,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir tók fullan þátt í Íslandsmeistarafögnuðinum 5. október í fyrra, þrátt fyrir að vera á börum eftir að hafa meiðst.vísir/Diego Hún meiddist í úrslitaleiknum við Val um Íslandsmeistaratitilinn, í október í fyrra. „Í rauninni er búin að vera mikil óvissa síðan þetta gerðist. Læknateymi og sjúkraþjálfarar eru sammála um að þetta sé frekar sjaldgæft „case“ og ekki góðar leiðbeiningar um skrefin í bataferlinu. Þetta er aðeins öðruvísi en ef maður hefði til dæmis slitið krossband, farið í aðgerð og svo haldið áfram. Í staðinn hefur komið upp eitt vandamál á eftir öðru. Þetta er búið að vera mikið bras síðasta hálfa árið. Það helsta sem ég hef náð að gera er að komast í gegnum vinnudaginn. Á frídögunum mínum hef ég svo æft. Annars er þetta bara of mikið,“ segir Katrín. „Ég er hjá sjúkraþjálfara 2-3 sinnum í viku, til að komast eitthvað áfram, en mér hefur líka verið sagt að kannski sé þetta bara búið. Kannski get ég ekki spilað neinn leik. Hausinn er þar, svo að ég verði ekki fyrir vonbrigðum. Það verður bara plús ef ég næ einhverju,“ bætir hún við. Katrín er búin að verja miklum tíma með sjúkraþjálfurum og læknum síðasta hálfa árið, og er reyndar sjálf skurðhjúkrunarfræðingur.vísir/Diego Meiðslin eru flókin og erfið í meðhöndlun: „Hnéskelin fór úr lið og ég sleit tvö liðbönd sem tengjast hnéskelinni, fékk beinmar í lærlegginn og sköflunginn, og tognaði á krossbandinu. Við fyrstu sýn virtust það einmitt mjög góðar fréttir að krossbandið hefði ekki slitnað en svo kom á daginn að þetta væru mjög krefjandi og flókin meiðsli. Ég var í spelku í átta vikur en eftir það var ég „föst“. Hnéð komst ekki í beygju eða neitt, svo ég þurfti að fara í aðgerð út af því. Svo komu frekari vandræði eftir það, ég fór í myndatöku og þeir vildu fara aftur inn í hnéð. Þá sást að ég var með slæmar skemmdir í hnéskelinni sjálfri,“ segir Katrín. Hún tekur því fyrir eina viku í einu og þarf að sjá til með framhaldið. Á meðan hyggst hún þó styðja sína félaga í Breiðabliki sem í gærkvöld hófu titilvörn sína í Bestu deildinni og þurfa að spjara sig án leikmanns sem meðal annars hefur skorað 93 mörk í 214 leikjum í efstu deild hér á landi. Það gerðu þær reyndar býsna vel gegn Stjörnunni í gær á meðan Katrín fylgdist með úr stúkunni. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira
Fyrir tæpum 200 dögum var Katrín skælbrosandi á sjúkrabörum, í þeirri sérkennilegu stöðu að vera að fagna dísætum Íslandsmeistaratitli rétt eftir að hafa meiðst í hné. Í fyrstu virtist hún hafa sloppið vel. Krossbandið slitnaði jú ekki og það er það sem íþróttafólk óttast mest þegar um hnémeiðsli er að ræða. Núna er útlit fyrir að hún hafi jafnvel spilað sinn síðasta fótboltaleik: „Ég er meira að hugsa um það hvort ég geti unnið heilan vinnudag á næstunni, eða til dæmis náð að hjóla meira eftir mánuð. Fótboltinn er svo fjarlægur þessa stundina að ég get ekki hugsað út í hann. Þetta er alveg nýr veruleiki,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir var kampakát á sjúkrabörunum síðasta haust, eftir að Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Þá var ekki vitað hve alvarleg meiðslin áttu eftir að reynast vera.vísir/Diego Þessi 32 ára framherji Breiðabliks og skurðhjúkrunarfræðingur í Orkuhúsinu hefur varið öllum vetrinum í tilraunir til að jafna sig af meiðslunum. Tilraunir sem ekki er víst að beri árangur. Þó að Katrín hafi þegar átt afar farsælan feril vill hún auðvitað ráða því sjálf hvenær skórnir fara í hilluna og gælir við möguleikann á að spila áður en nýhafinni leiktíðinni lýkur. „Þetta er auðvitað ekki ákjósanlegt. Maður vill ekki enda svona. En maður heldur í vonina, þó það væri ekki í nema tvær mínútur í síðasta leik eða eitthvað slíkt. Það myndi gera mikið fyrir mann. En maður þarf að hugsa um meira en fótboltann á þessu stigi. Hugsa út í framhaldið og hvernig maður vill hafa lífið,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir tók fullan þátt í Íslandsmeistarafögnuðinum 5. október í fyrra, þrátt fyrir að vera á börum eftir að hafa meiðst.vísir/Diego Hún meiddist í úrslitaleiknum við Val um Íslandsmeistaratitilinn, í október í fyrra. „Í rauninni er búin að vera mikil óvissa síðan þetta gerðist. Læknateymi og sjúkraþjálfarar eru sammála um að þetta sé frekar sjaldgæft „case“ og ekki góðar leiðbeiningar um skrefin í bataferlinu. Þetta er aðeins öðruvísi en ef maður hefði til dæmis slitið krossband, farið í aðgerð og svo haldið áfram. Í staðinn hefur komið upp eitt vandamál á eftir öðru. Þetta er búið að vera mikið bras síðasta hálfa árið. Það helsta sem ég hef náð að gera er að komast í gegnum vinnudaginn. Á frídögunum mínum hef ég svo æft. Annars er þetta bara of mikið,“ segir Katrín. „Ég er hjá sjúkraþjálfara 2-3 sinnum í viku, til að komast eitthvað áfram, en mér hefur líka verið sagt að kannski sé þetta bara búið. Kannski get ég ekki spilað neinn leik. Hausinn er þar, svo að ég verði ekki fyrir vonbrigðum. Það verður bara plús ef ég næ einhverju,“ bætir hún við. Katrín er búin að verja miklum tíma með sjúkraþjálfurum og læknum síðasta hálfa árið, og er reyndar sjálf skurðhjúkrunarfræðingur.vísir/Diego Meiðslin eru flókin og erfið í meðhöndlun: „Hnéskelin fór úr lið og ég sleit tvö liðbönd sem tengjast hnéskelinni, fékk beinmar í lærlegginn og sköflunginn, og tognaði á krossbandinu. Við fyrstu sýn virtust það einmitt mjög góðar fréttir að krossbandið hefði ekki slitnað en svo kom á daginn að þetta væru mjög krefjandi og flókin meiðsli. Ég var í spelku í átta vikur en eftir það var ég „föst“. Hnéð komst ekki í beygju eða neitt, svo ég þurfti að fara í aðgerð út af því. Svo komu frekari vandræði eftir það, ég fór í myndatöku og þeir vildu fara aftur inn í hnéð. Þá sást að ég var með slæmar skemmdir í hnéskelinni sjálfri,“ segir Katrín. Hún tekur því fyrir eina viku í einu og þarf að sjá til með framhaldið. Á meðan hyggst hún þó styðja sína félaga í Breiðabliki sem í gærkvöld hófu titilvörn sína í Bestu deildinni og þurfa að spjara sig án leikmanns sem meðal annars hefur skorað 93 mörk í 214 leikjum í efstu deild hér á landi. Það gerðu þær reyndar býsna vel gegn Stjörnunni í gær á meðan Katrín fylgdist með úr stúkunni.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn