Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 22:34 Joseph Seiders var trommari The New Pornographers í ellefu ár þar til hann var rekinn úr sveitinni eftir að hafa verið ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis og áreitni. Getty Joseph Seiders, trommari indírokksveitarinnar The New Pornographers, var handtekinn í Suður-Kaliforníu fyrr í mánuðinum og ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn og brjóta gegn friðhelgi einkalífs. Hinn 44 ára Seiders var handtekinn 9. apíl eftir að starfsmaður skyndibitastaðarins Chick-fil-A hringdi í lögregluna og sagði mann hafa farið inn og út um baðherbergið með ólögráða drengjum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglustjórans í Riverside-sýslu. Fangamynd sem tekin var af Seiders í síðustu viku. Tveimur dögum fyrr hafði lögreglunni borist tilkynning frá sama stað eftir að ellefu ára piltur sagði ókunnugan mann hafa tekið sig upp á meðan hann fór á klósettið. Eftir að Seiders var handtekinn fékk lögreglan heimild til að leita á heimili hans, í bíl hans og síma. Í kjölfarið var hann ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn, brjóta gegn friðhelgi einkalífs og fyrir tilraun til að brjóta friðhelgi einkalífs. Seiders er nú í gæsluvarðhaldi og losnar ekki úr því nema hann greiði milljón dala tryggingu. Hann fer fyrir dómara í næstu viku. Rekinn úr Nýju Klámritahöfundunum „Allir í hljómsveitinni er algjörlega sjokkeraðir, skelfingu lostnir og niðurbrotnir vegna frétta af ákærunum gegn Joe Seiders — og við höfum samstundis rofið öll tengsl við hann,“ sagði talsmaður hljómsveitarinnar The New Pornographers í yfirlýsingu á föstudag. Seiders gekk til liðs við hljómsveitina árið 2014, um sautján árum eftir að hún var stofnuð, og hefur verið hluti af síðustu plötum hennar ásamt söngvaranum Neko Chase, gítarleikaranum A.C. Newman og bassaleikaranum John Collins. „Hjarta okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna gjörða hans,“ sagði einnig í tilkynningu bandsins. Ekki liggur fyrir hvort brottrekstur trommarans hafi áhrif á framtíðaráætlanir hljómsveitarinnar. Nýjasta smáskífa hljómsveitarinnar, „Ballad of the Last Payphone,“ kom út í byrjun mánaðar. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
Hinn 44 ára Seiders var handtekinn 9. apíl eftir að starfsmaður skyndibitastaðarins Chick-fil-A hringdi í lögregluna og sagði mann hafa farið inn og út um baðherbergið með ólögráða drengjum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglustjórans í Riverside-sýslu. Fangamynd sem tekin var af Seiders í síðustu viku. Tveimur dögum fyrr hafði lögreglunni borist tilkynning frá sama stað eftir að ellefu ára piltur sagði ókunnugan mann hafa tekið sig upp á meðan hann fór á klósettið. Eftir að Seiders var handtekinn fékk lögreglan heimild til að leita á heimili hans, í bíl hans og síma. Í kjölfarið var hann ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn, brjóta gegn friðhelgi einkalífs og fyrir tilraun til að brjóta friðhelgi einkalífs. Seiders er nú í gæsluvarðhaldi og losnar ekki úr því nema hann greiði milljón dala tryggingu. Hann fer fyrir dómara í næstu viku. Rekinn úr Nýju Klámritahöfundunum „Allir í hljómsveitinni er algjörlega sjokkeraðir, skelfingu lostnir og niðurbrotnir vegna frétta af ákærunum gegn Joe Seiders — og við höfum samstundis rofið öll tengsl við hann,“ sagði talsmaður hljómsveitarinnar The New Pornographers í yfirlýsingu á föstudag. Seiders gekk til liðs við hljómsveitina árið 2014, um sautján árum eftir að hún var stofnuð, og hefur verið hluti af síðustu plötum hennar ásamt söngvaranum Neko Chase, gítarleikaranum A.C. Newman og bassaleikaranum John Collins. „Hjarta okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna gjörða hans,“ sagði einnig í tilkynningu bandsins. Ekki liggur fyrir hvort brottrekstur trommarans hafi áhrif á framtíðaráætlanir hljómsveitarinnar. Nýjasta smáskífa hljómsveitarinnar, „Ballad of the Last Payphone,“ kom út í byrjun mánaðar.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira