Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. apríl 2025 11:26 Laufey Lín steig á svið í íslenskri hönnun á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu liðna helgi. Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram á hinni vinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu síðustu tvær helgar. Hún deildi myndasyrpu frá hátíðinni á Instagram þar sem má sjá hana meðal annars klædda í hvítan hlýrabol með íslenska fánanum frá íslenska fatamerkinu Takk Takk. Takk Takk er íslenskt nútímalegt lúxusmerki sem táknar stórfengleika og ferðalag árangurs. Það er í eigu Bergþórs Mássonar, Arons Kristins Jónassonar og Benedikts Andrasonar. Bolurinn kostar 11900 krónur en er uppseldur á vefsíðu fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Stolt af því að vera Íslendingur Laufey hefur oft talað um það hversu stolt hún er af því að vera íslensk, og hún hlaut heiðursviðurkenningu forseta Íslands á Bessastöðum í mars í fyrra fyrir að bera hróður Íslands víða um heim með tónlist sinni. „Ég er mjög stolt af því að vera íslensk“ „Þetta er mikill heiður. Ég er mjög stolt af því að vera íslensk, ég segist alltaf vera íslensk, þegar fólk spyr mig hvaðan ég er. Það þekkja allir einhvern Íslending, það muna allir eftir íslensku fólki og sérstaklega íslenskum tónlistarmönnum. Þannig ég er mjög stolt af því að vera íslensk,“ sagði Laufey við viðurkenningunni. Umvafin stórstjörnum Coachella tónlistarhátíðin er tveggja helga útihátíð sem haldin er í Kaliforníu ár hvert. Mannskari flykkist út í eyðimörkina til að hlusta að njóta tónlistar en margar af skærustu stjörnum hafa troðið upp á hátíðinni. Meðal þeirra sem spiluðu þessa helgina var tónlistarfólkið Lady Gaga, Charli XCX, Benson Boone og Green Day. Laufey kom einnig fram með Los Angeles fílharmóníunni og söng þar lagið Silver lining, en lagið var gefið út 3. apríl auk tónlistarmyndbands. Þetta var því í fyrsta skipti sem Laufey flutti lagið fyrir framan áhorfendur. Hún söng einnig eitt af vinsælustu lögunum sínum, From the Start. Íslendingar erlendis Laufey Lín Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Takk Takk er íslenskt nútímalegt lúxusmerki sem táknar stórfengleika og ferðalag árangurs. Það er í eigu Bergþórs Mássonar, Arons Kristins Jónassonar og Benedikts Andrasonar. Bolurinn kostar 11900 krónur en er uppseldur á vefsíðu fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Stolt af því að vera Íslendingur Laufey hefur oft talað um það hversu stolt hún er af því að vera íslensk, og hún hlaut heiðursviðurkenningu forseta Íslands á Bessastöðum í mars í fyrra fyrir að bera hróður Íslands víða um heim með tónlist sinni. „Ég er mjög stolt af því að vera íslensk“ „Þetta er mikill heiður. Ég er mjög stolt af því að vera íslensk, ég segist alltaf vera íslensk, þegar fólk spyr mig hvaðan ég er. Það þekkja allir einhvern Íslending, það muna allir eftir íslensku fólki og sérstaklega íslenskum tónlistarmönnum. Þannig ég er mjög stolt af því að vera íslensk,“ sagði Laufey við viðurkenningunni. Umvafin stórstjörnum Coachella tónlistarhátíðin er tveggja helga útihátíð sem haldin er í Kaliforníu ár hvert. Mannskari flykkist út í eyðimörkina til að hlusta að njóta tónlistar en margar af skærustu stjörnum hafa troðið upp á hátíðinni. Meðal þeirra sem spiluðu þessa helgina var tónlistarfólkið Lady Gaga, Charli XCX, Benson Boone og Green Day. Laufey kom einnig fram með Los Angeles fílharmóníunni og söng þar lagið Silver lining, en lagið var gefið út 3. apríl auk tónlistarmyndbands. Þetta var því í fyrsta skipti sem Laufey flutti lagið fyrir framan áhorfendur. Hún söng einnig eitt af vinsælustu lögunum sínum, From the Start.
Íslendingar erlendis Laufey Lín Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira