Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. apríl 2025 14:03 Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir var að opna sýninguna Data gígar í Gallery Þulu. Hér er hún á opnuninni ásamt Bjartmundi Inga Kjartassyni. Bryndís Magnúsdóttir Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir hefur komið víða við í hinum skapandi heimi og lærði í New York. Hún var að opna einkasýninguna Data gígar hérlendis í nýju rými Gallery Þulu sem opnaði með pomp og prakt um síðustu helgi. Það var mikið líf og fjör í opnunarteitinu og Ásdís Þula, eigandi gallerísins, fagnaði afmæli sínu samdægurs. Sýningarrýmið er staðsett á Hafnartorgi við Bryggjugötu og var Þula þar að opna vettvang sem sameinar sýningarrými og faglega ráðgjöf. Aðalrými Þulu er enn staðsett í Marshallhúsinu í Reykjavík. Kristín Helga Ríkharðsdóttir tók BA gráðu sína við myndlist í Listaháskóla Íslands og fór þaðan í meistaranám í New York University Steinhardt. Hún hefur sömuleiðis verið búsett í Berlín og sækir innblásturinn víða. Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir ánægð með opnunina.Bryndís Magnúsdóttir Sýninguna Data gígar vann hún að miklu leiti í vinnustofudvöl sinni í ISCP í New York sumarið 2024 og færir áhorfendum inn í stafrænan heim neonlita og jarðhræringa. „Við gerð málverkanna nota ég þrívíddarforrit til að skapa myndir sem eru svo ofnar stafrænt og strekktar á ramma. Ég nota akríl-resínmálningu til að bæta við þrívídd í verkunum ásamt fundnum textíl og hlutum.“ View this post on Instagram A post shared by Þula (@thula.gallery) Hún byrjaði á þessari málverkaröð í meistaranáminu í New York 2021. „Þá hófst eldgos á Reykjanesi og ég heillaðist af því að fylgjast með því í beinu streymi og fréttum. Þegar ég sá gosið loks í eigin persónu varð ég vitni að litríkum, neonlituðum hraunstrókum sem sprungu úr jörðinni og mynduðu nýtt fjall. Sú óraunverulega tilfinning sem ég upplifði við þennan dýnamíska og umbreytandi náttúruatburð varð innblástur fyrir málverkin. Eldgosið minnti mig á stafræna heima, þar sem stöðug sköpun og eyðing eiga sér stað, líkt og hraunflæði sem endurskrifar landslagið. Síðan þá hef ég unnið að seríunni með hléum, þar sem eldgos virðast hafa orðið að hluta af íslenskum hversdagsleika. Myndmál verkanna tekur meðal annars til iStock-mynda, stærðfræðitákna, lottókúla, tilvísana í landslagsmálverk og fjölfeldni. Smáar manneskjur sjást oft í myndunum, horfandi á eldgosið með dýrkunarfullri forvitni, þar sem eldgosið táknar bæði sköpun og eyðingu,“ segir Kristín Helga um sýninguna. Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: Ferfætlingar nutu sín vel á sýningunni.Bryndís Magnúsdóttir Líf og fjör.Bryndís Magnúsdóttir Guðjón Ketilsson og Eygló Harðardóttir.Bryndís Magnúsdóttir Hildur Erna og Björk Hrafnsdóttir.Bryndís Magnúsdóttir Geirþrúður Einarsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir.Bryndís Magnúsdóttir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen.Bryndís Magnúsdóttir Elsa Vestmann og Auður Lóa Guðnadóttir.Bryndís Magnúsdóttir Systurnar Steinlaug Högnadóttir & Ingibjörg Snorradóttir í stuði.Bryndís Magnúsdóttir Ásta Fanney Sigurðardóttir og Fríða Ísberg kúltúrkonur með meiru.Bryndís Magnúsdóttir Valdemar Árni og Ásdís Þula, eigandi Gallery Þulu og afmælisbarn.Bryndís Magnúsdóttir Bjartmundur Ingi Kjartansson og Kristín Helga Ríkharðsdóttir glæsileg.Bryndís Magnúsdóttir Systurnar Kristín Morthens og Karen Lísa Morthens. Bryndís Magnúsdóttir Hekla Dögg Jónsdóttir, Nína Óskarsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir.Bryndís Magnúsdóttir Edda Rúna Kristjánsdóttir og Enea Rósantsdóttir.Bryndís Magnúsdóttir Valdemar Árni Guðmundsson, Andrean Sigurgeirsson og Bjartmundur Ingi Kjartansson.Bryndís Magnúsdóttir Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það var mikið líf og fjör í opnunarteitinu og Ásdís Þula, eigandi gallerísins, fagnaði afmæli sínu samdægurs. Sýningarrýmið er staðsett á Hafnartorgi við Bryggjugötu og var Þula þar að opna vettvang sem sameinar sýningarrými og faglega ráðgjöf. Aðalrými Þulu er enn staðsett í Marshallhúsinu í Reykjavík. Kristín Helga Ríkharðsdóttir tók BA gráðu sína við myndlist í Listaháskóla Íslands og fór þaðan í meistaranám í New York University Steinhardt. Hún hefur sömuleiðis verið búsett í Berlín og sækir innblásturinn víða. Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir ánægð með opnunina.Bryndís Magnúsdóttir Sýninguna Data gígar vann hún að miklu leiti í vinnustofudvöl sinni í ISCP í New York sumarið 2024 og færir áhorfendum inn í stafrænan heim neonlita og jarðhræringa. „Við gerð málverkanna nota ég þrívíddarforrit til að skapa myndir sem eru svo ofnar stafrænt og strekktar á ramma. Ég nota akríl-resínmálningu til að bæta við þrívídd í verkunum ásamt fundnum textíl og hlutum.“ View this post on Instagram A post shared by Þula (@thula.gallery) Hún byrjaði á þessari málverkaröð í meistaranáminu í New York 2021. „Þá hófst eldgos á Reykjanesi og ég heillaðist af því að fylgjast með því í beinu streymi og fréttum. Þegar ég sá gosið loks í eigin persónu varð ég vitni að litríkum, neonlituðum hraunstrókum sem sprungu úr jörðinni og mynduðu nýtt fjall. Sú óraunverulega tilfinning sem ég upplifði við þennan dýnamíska og umbreytandi náttúruatburð varð innblástur fyrir málverkin. Eldgosið minnti mig á stafræna heima, þar sem stöðug sköpun og eyðing eiga sér stað, líkt og hraunflæði sem endurskrifar landslagið. Síðan þá hef ég unnið að seríunni með hléum, þar sem eldgos virðast hafa orðið að hluta af íslenskum hversdagsleika. Myndmál verkanna tekur meðal annars til iStock-mynda, stærðfræðitákna, lottókúla, tilvísana í landslagsmálverk og fjölfeldni. Smáar manneskjur sjást oft í myndunum, horfandi á eldgosið með dýrkunarfullri forvitni, þar sem eldgosið táknar bæði sköpun og eyðingu,“ segir Kristín Helga um sýninguna. Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: Ferfætlingar nutu sín vel á sýningunni.Bryndís Magnúsdóttir Líf og fjör.Bryndís Magnúsdóttir Guðjón Ketilsson og Eygló Harðardóttir.Bryndís Magnúsdóttir Hildur Erna og Björk Hrafnsdóttir.Bryndís Magnúsdóttir Geirþrúður Einarsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir.Bryndís Magnúsdóttir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen.Bryndís Magnúsdóttir Elsa Vestmann og Auður Lóa Guðnadóttir.Bryndís Magnúsdóttir Systurnar Steinlaug Högnadóttir & Ingibjörg Snorradóttir í stuði.Bryndís Magnúsdóttir Ásta Fanney Sigurðardóttir og Fríða Ísberg kúltúrkonur með meiru.Bryndís Magnúsdóttir Valdemar Árni og Ásdís Þula, eigandi Gallery Þulu og afmælisbarn.Bryndís Magnúsdóttir Bjartmundur Ingi Kjartansson og Kristín Helga Ríkharðsdóttir glæsileg.Bryndís Magnúsdóttir Systurnar Kristín Morthens og Karen Lísa Morthens. Bryndís Magnúsdóttir Hekla Dögg Jónsdóttir, Nína Óskarsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir.Bryndís Magnúsdóttir Edda Rúna Kristjánsdóttir og Enea Rósantsdóttir.Bryndís Magnúsdóttir Valdemar Árni Guðmundsson, Andrean Sigurgeirsson og Bjartmundur Ingi Kjartansson.Bryndís Magnúsdóttir
Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira