Veður

Víða væta með köflum en rigningin sam­felld á Suð­austur­landi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Það verður rigning víða í dag.
Það verður rigning víða í dag. Vísir/Vilhelm

Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi beinir til okkar suðaustlægri átt, víða verða fimm til 13 metrar á sekúndu í dag og væta með köflum, en samfelld rigning á Suðausturlandi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings.

Norðaustantil ætti þó samkvæmt hugleiðingum veðurfræðingsins að hanga þurrt fram eftir degi, en seint í dag má búast við einhverri smá vætu á þeim slóðum. Hiti verður á bilinu fimm til 13 stig, svalast í súldarlofti við austurströndina.

Sunnan gola eða kaldi á morgun og allvíða skúrir, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Áfram hlýtt í veðri.

Það er síðan litlar breytingar að sjá til sunnudags, en síðdegis er útlit fyrir að það kólni með þokulofti við norður- og austurströndina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Sunnan og suðaustan 5-10 m/s og væta með köflum, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti 7 til 14 stig.

Á sunnudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og skúrir, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti 5 til 12 stig að deginum.

Á mánudag:

Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og skúrir, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 10 stig.

Á þriðjudag:

Hægt vaxandi sunnanátt og dálítil væta, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið. Sunnan 10-15 um kvöldið og rigning eða slydda um landið sunnan- og vestanvert.

Á miðvikudag:

Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 2 til 9 stig.

Á fimmtudag:

Norðvestlæg átt og skúrir eða él, en styttir upp eftir hádegi. Kólnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×