Valdimar verður með í forsetaslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. apríl 2025 10:25 Valdimar Leó Friðriksson er sá fjórði sem býður sig fram til forseta. vísir/aðsend Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur tilkynnt framboð til forseta ÍSÍ. Valdimar er sá fjórði sem býður sig fram til forseta en fresturinn til að tilkynna framboð rennur út í dag. Valdimar hefur mikla reynslu af hinum ýmsu störfum innan íþróttahreyfingarinnar og sömuleiðis stjórnmálastörfum. Í framboðstilkynningunni segir Valdimar að hann leggi „áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land.“ Framboðstilkynningu Valdimars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni. ÍSÍ Tengdar fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Valdimar er sá fjórði sem býður sig fram til forseta en fresturinn til að tilkynna framboð rennur út í dag. Valdimar hefur mikla reynslu af hinum ýmsu störfum innan íþróttahreyfingarinnar og sömuleiðis stjórnmálastörfum. Í framboðstilkynningunni segir Valdimar að hann leggi „áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land.“ Framboðstilkynningu Valdimars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni.
Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni.
ÍSÍ Tengdar fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
„Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04
Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31
Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39