Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 20:19 Andrea Rói Sigurbjörns forstöðumaður og Hildur Helgadóttir aðstoðarforstöðukona Reykjadals. Vísir Sund og leikir hafa alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals þar sem starfræktar hafa verið sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni í yfir sextíu ár. Sundlaug sumarbúðanna þarf nú verulega á viðgerðum að halda og ýttu forsvarsmenn sumarbúðanna sérstakri söfnun úr vör fyrir tveimur dögum síðan. Forstöðumenn sumarbúðanna Andrea Rói Sigurbjörns og Hildur Helgadóttir segja að markmiðið hafi fyrst verið að safna um sjö þúsund sundferðum, hver á 1390 krónur líkt og fram kemur á vef söfnunarinnar. „Við náðum því bara strax á þessum tveimur sólarhringum og þetta var semsagt markmiðið til þess að laga sundlaugina þannig að það yrði hægt að standsetja hana fyrir sumarið og gestirnir okkar gætu komið í sund en draumamarkmiðið okkar er stærra og okkur langar að laga hana alveg.“ Ísland allt í liði með Reykjadal Til þess þurfi fjórtán þúsund sundferðir, eða því sem nemur tuttugu milljónum króna. Vonir standa til að það náist enda hafa þegar safnast ellefu milljónir króna. „Ég allavega held í vonina og það er svo frábært þegar allir leggjast á eitt, maður hefur séð allir að deila á miðlum og Facebook. Við erum komin með Tik Tok aðgang og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá,“ segir Hildur. Andrea segist hafa vitað að það væri stórt samfélag í kringum Reykjadal. „Þetta eru ömmur og afar, frænkur og frændur og gestir okkar sem eru að styrkja en svo sjáum við líka að Ísland er dálítið að taka utan um þetta verkefni og samfélagið okkar er greinilega bara allt Ísland og við sjáum að það eru allir að deila og sumir sem við héldum að hefðu enga tengingu við Reykjadal og það er eitthvað sem er svo frábært að sjá bara þennan kraft í samfélaginu okkar.“ @reykjadalur1 Langar þig að gefa sundferð í sumargjöf? Kíktu á linkinn í bio🤝🏻☀️ ♬ original sound - Reykjadalur Sundlaugin ómissandi Fyrsti hópur ungmenna mætir í lok maí og er von á tvö hundruð krökkum í sumar. Þær segja að vonir standi til að sundlaugin verði klár fyrir þennan tíma. Hún sé ómissandi hluti af Reykjadal. „Það eru gestir sem koma og fara í sund kannski tvisvar, þrisvar á dag og svo höldum við líka kvöldvökur í sundlauginni og köllum þetta sundlaugapartý, höfum verið með DJ á bakkanum og leynigest í lauginni og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Hildur og Andrea tekur undir. „Já, froðu og snakkpartý í sundi, það er allt í boði í Reykjadal.“ @reykjadalur1 Ætlar þú að gefa sundferð í sumargjöf?☀️🎁 ♬ original sound - Reykjadalur Málefni fatlaðs fólks Sundlaugar og baðlón Mosfellsbær Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Forstöðumenn sumarbúðanna Andrea Rói Sigurbjörns og Hildur Helgadóttir segja að markmiðið hafi fyrst verið að safna um sjö þúsund sundferðum, hver á 1390 krónur líkt og fram kemur á vef söfnunarinnar. „Við náðum því bara strax á þessum tveimur sólarhringum og þetta var semsagt markmiðið til þess að laga sundlaugina þannig að það yrði hægt að standsetja hana fyrir sumarið og gestirnir okkar gætu komið í sund en draumamarkmiðið okkar er stærra og okkur langar að laga hana alveg.“ Ísland allt í liði með Reykjadal Til þess þurfi fjórtán þúsund sundferðir, eða því sem nemur tuttugu milljónum króna. Vonir standa til að það náist enda hafa þegar safnast ellefu milljónir króna. „Ég allavega held í vonina og það er svo frábært þegar allir leggjast á eitt, maður hefur séð allir að deila á miðlum og Facebook. Við erum komin með Tik Tok aðgang og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá,“ segir Hildur. Andrea segist hafa vitað að það væri stórt samfélag í kringum Reykjadal. „Þetta eru ömmur og afar, frænkur og frændur og gestir okkar sem eru að styrkja en svo sjáum við líka að Ísland er dálítið að taka utan um þetta verkefni og samfélagið okkar er greinilega bara allt Ísland og við sjáum að það eru allir að deila og sumir sem við héldum að hefðu enga tengingu við Reykjadal og það er eitthvað sem er svo frábært að sjá bara þennan kraft í samfélaginu okkar.“ @reykjadalur1 Langar þig að gefa sundferð í sumargjöf? Kíktu á linkinn í bio🤝🏻☀️ ♬ original sound - Reykjadalur Sundlaugin ómissandi Fyrsti hópur ungmenna mætir í lok maí og er von á tvö hundruð krökkum í sumar. Þær segja að vonir standi til að sundlaugin verði klár fyrir þennan tíma. Hún sé ómissandi hluti af Reykjadal. „Það eru gestir sem koma og fara í sund kannski tvisvar, þrisvar á dag og svo höldum við líka kvöldvökur í sundlauginni og köllum þetta sundlaugapartý, höfum verið með DJ á bakkanum og leynigest í lauginni og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Hildur og Andrea tekur undir. „Já, froðu og snakkpartý í sundi, það er allt í boði í Reykjadal.“ @reykjadalur1 Ætlar þú að gefa sundferð í sumargjöf?☀️🎁 ♬ original sound - Reykjadalur
Málefni fatlaðs fólks Sundlaugar og baðlón Mosfellsbær Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira