Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. apríl 2025 13:27 Karítas segir lán í óláni að husky-hundurinn hafi ekki sótt í dóttur hennar, sem slapp með nokkrar skrámur. Aðsend Kona á göngu í Árbænum með ungbarn og lítinn hund lenti í því að hundur af tegundinni husky réðst að henni. Hún handleggsbrotnaði við bitið og þarf að gangast undir aðgerð. Dóttir hennar ber engan kala til eigandans en gerir ákall eftir því að ýtt verði undir upplýsingaskyldu hundaræktenda og að hundaþjálfunarnámskeið verði gerð að skyldu fyrir hundaeigendur. Karítas Eldeyjardóttir, dóttir konunnar og móðir ungbarnsins, rekur atburðarásina í samtali við fréttastofu. „Ég er heima þegar mamma hringir og biður mig um að hlaupa út af því að hún hafði verið bitin af husky rétt hjá. Ég er komin innan við mínútu síðar og þá er hún með augljósa áverka á hægri hendi og það blæðir,“ segir Karítas. Þurfti lítið til að hundurinn gerði áhlaup Eldey, móðir hennar, hafði þá haldið út í göngutúr með eins og hálfs árs dótturdóttur sína í kerru og hundinn Lego, af maltese-tegund, í bandi. Meðan hún gekk um grófan malarstíg hafi hún komið auga á husky-hund í bandi. Á augabragði hafi hann hlaupið af stað og slitið sig úr bandinu. „Bandið slitnar strax, hann hefur ekkert fyrir því,“ segir Karítas. Husky-hundurinn hafi hlaupið beint í átt að maltese-hundinum, sem hafi hlaupið hring í kring um kerruna og flækst í henni. Þá hafi amman gripið í ólina á husky-hundinum. Í tilraun hennar til að koma barnabarninu og maltese-hundinum undan með því að ýta við kerrunni hafi husky-hundurinn bitið hægri framhandlegg hennar til blóðs. Hundurinn sem slapp var af gerðinni husky.EPA Amman hafi kallað í eigandann, í fyrstu án árangurs. „Því miður leið allt of langur tími frá því að hundurinn sleppur þar til eigandinn kemur út. Hún kallar, að mér skilst, án árangurs og þarf að sækja hundinn,“ segir Karítas. Í framhaldinu Karítas sjálf mætt á svæðið. Amman hafi verið flutt með sjúkrabíl, fengið stífkrampasprautu og sýklalyf, og í ljós komið að hún væri handleggsbrotin. Svo illa að hún þarf að gangast undir aðgerð eftir helgi. „Þannig að þetta hefur verið ágætisbit hjá hundinum.“ Hún segir sláandi að husky-hundurinn hafi ekki þurft meira áreiti en að sjá konu með smáhund, sem gaf ekki frá sér nein hljóð, til að gera áhlaup. Heppni að hundurinn sótti ekki í barnið Karítas segist ekki bera kala til eiganda hundsins, slysin geti gerst. Hún gerir ákall eftir umræðu um hvort leggja ætti skyldu á hundaræktendur að upplýsa kaupendur um eðli og þarfir hunda af tegundum á borð við husky og sheffer, áður en þeir eru afhentir. „Svo það sé ekki verið að afhenda fólki dýr án þess að það átti sig á hvað það er með í höndunum.“ Þá veltur hún því upp hvort gera ætti mætingu eigenda slíkra hunda á hundaþjálfunarnámskeið að skyldu. Hún segir umræðu hafa myndast á Facebook hópnum Hundasamfélaginu vegna atviksins, þar sem fólki þykir miður að verið sé að tala niður umræddar hundategundir. „Það var ekki meiningin en aftur á móti eru þetta tegundir sem geta valdið miklum skaða. Það er ekki hægt að bera þær saman við minn litla, til dæmis,“ segir Karítas. „Maður heyrir allt of margar sögur af hundsbitum, hvað þá þegar það eru börn, og við þökkum guði fyrir að hundurinn hafi ekki sýnt barninu áhuga. En mér finnst ég þurfa að vekja athygli á þessu.“ Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Tveir hundar réðust á konu á áttræðisaldri á Akureyri Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu. 18. júlí 2024 10:20 Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38 Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. 11. júlí 2024 11:53 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Karítas Eldeyjardóttir, dóttir konunnar og móðir ungbarnsins, rekur atburðarásina í samtali við fréttastofu. „Ég er heima þegar mamma hringir og biður mig um að hlaupa út af því að hún hafði verið bitin af husky rétt hjá. Ég er komin innan við mínútu síðar og þá er hún með augljósa áverka á hægri hendi og það blæðir,“ segir Karítas. Þurfti lítið til að hundurinn gerði áhlaup Eldey, móðir hennar, hafði þá haldið út í göngutúr með eins og hálfs árs dótturdóttur sína í kerru og hundinn Lego, af maltese-tegund, í bandi. Meðan hún gekk um grófan malarstíg hafi hún komið auga á husky-hund í bandi. Á augabragði hafi hann hlaupið af stað og slitið sig úr bandinu. „Bandið slitnar strax, hann hefur ekkert fyrir því,“ segir Karítas. Husky-hundurinn hafi hlaupið beint í átt að maltese-hundinum, sem hafi hlaupið hring í kring um kerruna og flækst í henni. Þá hafi amman gripið í ólina á husky-hundinum. Í tilraun hennar til að koma barnabarninu og maltese-hundinum undan með því að ýta við kerrunni hafi husky-hundurinn bitið hægri framhandlegg hennar til blóðs. Hundurinn sem slapp var af gerðinni husky.EPA Amman hafi kallað í eigandann, í fyrstu án árangurs. „Því miður leið allt of langur tími frá því að hundurinn sleppur þar til eigandinn kemur út. Hún kallar, að mér skilst, án árangurs og þarf að sækja hundinn,“ segir Karítas. Í framhaldinu Karítas sjálf mætt á svæðið. Amman hafi verið flutt með sjúkrabíl, fengið stífkrampasprautu og sýklalyf, og í ljós komið að hún væri handleggsbrotin. Svo illa að hún þarf að gangast undir aðgerð eftir helgi. „Þannig að þetta hefur verið ágætisbit hjá hundinum.“ Hún segir sláandi að husky-hundurinn hafi ekki þurft meira áreiti en að sjá konu með smáhund, sem gaf ekki frá sér nein hljóð, til að gera áhlaup. Heppni að hundurinn sótti ekki í barnið Karítas segist ekki bera kala til eiganda hundsins, slysin geti gerst. Hún gerir ákall eftir umræðu um hvort leggja ætti skyldu á hundaræktendur að upplýsa kaupendur um eðli og þarfir hunda af tegundum á borð við husky og sheffer, áður en þeir eru afhentir. „Svo það sé ekki verið að afhenda fólki dýr án þess að það átti sig á hvað það er með í höndunum.“ Þá veltur hún því upp hvort gera ætti mætingu eigenda slíkra hunda á hundaþjálfunarnámskeið að skyldu. Hún segir umræðu hafa myndast á Facebook hópnum Hundasamfélaginu vegna atviksins, þar sem fólki þykir miður að verið sé að tala niður umræddar hundategundir. „Það var ekki meiningin en aftur á móti eru þetta tegundir sem geta valdið miklum skaða. Það er ekki hægt að bera þær saman við minn litla, til dæmis,“ segir Karítas. „Maður heyrir allt of margar sögur af hundsbitum, hvað þá þegar það eru börn, og við þökkum guði fyrir að hundurinn hafi ekki sýnt barninu áhuga. En mér finnst ég þurfa að vekja athygli á þessu.“
Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Tveir hundar réðust á konu á áttræðisaldri á Akureyri Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu. 18. júlí 2024 10:20 Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38 Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. 11. júlí 2024 11:53 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Tveir hundar réðust á konu á áttræðisaldri á Akureyri Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu. 18. júlí 2024 10:20
Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38
Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. 11. júlí 2024 11:53