Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. apríl 2025 13:03 Ljósmyndarinn Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir gerði nýverið samning við Apple um birtingar á myndum hennar. Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég trúði þessu varla,“ segir Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir ljósmyndari sem gerði nýverið samning við tæknirisann Apple um birtingu á myndum eftir hana. Í gær birti Apple mynd Írisar á Instagram reikningi þeirra sem er með rúmlega 34 milljónir fylgjenda. „Þetta er rosa stórt og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli. Ég var í páskafríi í Róm þegar Apple hafði samband við mig í gegnum Instagram og vildu fá að spjalla við mig. Við vorum í miklum tölvupóstsamskiptum sem fór þannig að þeir vildu gera samning við mig um að birta myndir eftir mig.“ Alin upp í myrkraherbergi Íris er dugleg að ferðast og bjó um tíma á Spáni. Í dag er hún búsett í Mosfellsbæ og starfar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem hún segir besta vinnustað í heimi. Samhliða því er ljósmyndun mikil ástríða hjá henni og hefur fylgt henni alla ævi. Ljósmyndun hefur alla tíð verið stór hluti af lífi Írisar.Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég er alin upp í kringum þetta. Pabbi minn var ljósmyndari í den og ég var mikið í myrkraherberginu að fylgjast með öllu og að mynda sjálf. Ég á enn í dag mína fyrstu myndavél og það má segja að ég hafi verið viðloðin myndavélina frá því ég var krakki. Svo er þetta bara algjör ástríða hjá mér og ég elska líka að geta nýtt tæknina á símanum. Síminn er auðvitað tæki sem maður er alltaf með og ég er ekkert alltaf með stóru myndavélina mína með mér. Þetta hefur breyst svo í gegnum tíðina, myndavélasímarnir eru orðnir svo góðir og það eru komnir svo geggjaðir möguleikar þangað. Bestu myndirnar mínar hafa verið teknar á síma, ég fer að rölta um í bænum gagngert til að horfa á umhverfið. Ég er alltaf með augun opin,“ segir Íris hlæjandi. Myllumerkið kom henni á kortið Íris er því mjög dugleg að taka myndir á símann sinn og birta þær á samfélagsmiðla. „Þegar ég birti myndir nota ég gjarnan myllumerkið #shotoniphone eða skotið á iphone síma, sem yfir 30 milljón manns hafa líka notað. Þeir hjá Apple skrifuðu í skilaboðum til mín að þeir hefðu fundið mig þar, verið að fylgjast með mér og vista myndir frá mér og nú langaði þá að gera samning við mig.“ Tilhlökkunin var að sjálfsögðu mikil hjá Írisi. „Ég trúði þessu varla. Ég var bara í fríi þarna í Róm og var í fjóra daga í samskiptum við þá um hvernig þeir myndu gera þetta. Svo bara birta þeir myndina í gær, ég hélt ekki að þetta myndi gerast svona fljótt.“ Opnar á spennandi tækifæri Myndin sem um ræðir er af syni Írisar og undir henni stendur: „Þessi mynd af syni mínum minnir mig á ást, minningar og hvernig lífið er alltaf að tala mjúkt við okkur ef við stöldrum við og hlustum.“ View this post on Instagram A post shared by apple (@apple) Apple er eitt stærsta og þekktasta fyrirtæki í heimi og tugir milljóna sáu mynd Írisar á aðgangi þeirra. „Ég ætlaði varla að geta sofnað í gær, ég auðvitað af því að þeir myndu birta myndirnar en ég átti svo erfitt með að trúa þessu. Ég kom bara heim úr fríinu síðasta sunnudag þannig ég var enn þá að melta þetta svolítið. Svo birtist myndin og ég er bara í skýjunum. Þetta er ótrúleg viðurkenning.“ Það verður spennandi að sjá hvaða ævintýri bíða hennar í ljósmynduninni sem hún heldur áfram að sinna af krafti samhliða starfi sínu. Viðbrögðin hafa að sama skapi verið gríðarlega mikil. „Ég er búin að fá alveg fullt af bæði fylgjendum og skilaboðum. Það er bara að fyllast hjá mér pósthólfið og skilaboð frá alls konar fólki sem vill fara í eitthvað samstarf,“ segir Íris glöð í bragði að lokum. Hér má fylgjast með Írisi á samfélagsmiðlinum Instagram. Ljósmyndun Bandaríkin Apple Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Fleiri fréttir Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Sjá meira
„Þetta er rosa stórt og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli. Ég var í páskafríi í Róm þegar Apple hafði samband við mig í gegnum Instagram og vildu fá að spjalla við mig. Við vorum í miklum tölvupóstsamskiptum sem fór þannig að þeir vildu gera samning við mig um að birta myndir eftir mig.“ Alin upp í myrkraherbergi Íris er dugleg að ferðast og bjó um tíma á Spáni. Í dag er hún búsett í Mosfellsbæ og starfar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem hún segir besta vinnustað í heimi. Samhliða því er ljósmyndun mikil ástríða hjá henni og hefur fylgt henni alla ævi. Ljósmyndun hefur alla tíð verið stór hluti af lífi Írisar.Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég er alin upp í kringum þetta. Pabbi minn var ljósmyndari í den og ég var mikið í myrkraherberginu að fylgjast með öllu og að mynda sjálf. Ég á enn í dag mína fyrstu myndavél og það má segja að ég hafi verið viðloðin myndavélina frá því ég var krakki. Svo er þetta bara algjör ástríða hjá mér og ég elska líka að geta nýtt tæknina á símanum. Síminn er auðvitað tæki sem maður er alltaf með og ég er ekkert alltaf með stóru myndavélina mína með mér. Þetta hefur breyst svo í gegnum tíðina, myndavélasímarnir eru orðnir svo góðir og það eru komnir svo geggjaðir möguleikar þangað. Bestu myndirnar mínar hafa verið teknar á síma, ég fer að rölta um í bænum gagngert til að horfa á umhverfið. Ég er alltaf með augun opin,“ segir Íris hlæjandi. Myllumerkið kom henni á kortið Íris er því mjög dugleg að taka myndir á símann sinn og birta þær á samfélagsmiðla. „Þegar ég birti myndir nota ég gjarnan myllumerkið #shotoniphone eða skotið á iphone síma, sem yfir 30 milljón manns hafa líka notað. Þeir hjá Apple skrifuðu í skilaboðum til mín að þeir hefðu fundið mig þar, verið að fylgjast með mér og vista myndir frá mér og nú langaði þá að gera samning við mig.“ Tilhlökkunin var að sjálfsögðu mikil hjá Írisi. „Ég trúði þessu varla. Ég var bara í fríi þarna í Róm og var í fjóra daga í samskiptum við þá um hvernig þeir myndu gera þetta. Svo bara birta þeir myndina í gær, ég hélt ekki að þetta myndi gerast svona fljótt.“ Opnar á spennandi tækifæri Myndin sem um ræðir er af syni Írisar og undir henni stendur: „Þessi mynd af syni mínum minnir mig á ást, minningar og hvernig lífið er alltaf að tala mjúkt við okkur ef við stöldrum við og hlustum.“ View this post on Instagram A post shared by apple (@apple) Apple er eitt stærsta og þekktasta fyrirtæki í heimi og tugir milljóna sáu mynd Írisar á aðgangi þeirra. „Ég ætlaði varla að geta sofnað í gær, ég auðvitað af því að þeir myndu birta myndirnar en ég átti svo erfitt með að trúa þessu. Ég kom bara heim úr fríinu síðasta sunnudag þannig ég var enn þá að melta þetta svolítið. Svo birtist myndin og ég er bara í skýjunum. Þetta er ótrúleg viðurkenning.“ Það verður spennandi að sjá hvaða ævintýri bíða hennar í ljósmynduninni sem hún heldur áfram að sinna af krafti samhliða starfi sínu. Viðbrögðin hafa að sama skapi verið gríðarlega mikil. „Ég er búin að fá alveg fullt af bæði fylgjendum og skilaboðum. Það er bara að fyllast hjá mér pósthólfið og skilaboð frá alls konar fólki sem vill fara í eitthvað samstarf,“ segir Íris glöð í bragði að lokum. Hér má fylgjast með Írisi á samfélagsmiðlinum Instagram.
Ljósmyndun Bandaríkin Apple Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Fleiri fréttir Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið