Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2025 12:30 Inga Sæland skipaði fjóra flokksmenn í stjórn HMS. Vísir/Hjalti Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðin. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, hafa tengsl við Flokk fólksins. Sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Starfsmenn Flokks fólksins varamenn Fram kemur í 28. grein jafnréttislaga að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Nú eru 80 prósent stjórnarmanna HMS karlmenn. Ber þó að nefna að tveir varamenn, sem báðir eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins, eru konur. Jafnréttisstofa fer almennt yfir skipun stjórna einu sinni á ári og hefur ekki haft þetta mál til skoðunar. „En þegar það berast svona ábendingar þá vissulega óskum við eftir skýringum frá viðkomandi ráðherra og í þessu tilfelli munum við í kjölfar þessarar ábendingar óska eftir skýringum frá félagsmálaráðherra,“ segir Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Heimilt að víkja frá kröfunni ef hlutlægar ástæður liggja fyrir Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu áskorun um að endurskoða skipan í stjórnina, þar sem enginn hafi sérfræðiþekkingu á því sviði. Aðeins einn stjórnarmanna hefur tengingu við byggingariðnaðinn - það er Sigurður Tyrfingsson sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Heimilt er að víkja frá kröfu um jafna skipan kynjanna ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Ef það eru sérfræðingar í viðkomandi málaflokki sem eru skipaðir, það væri næg ástæða? „Sem dæmi, sem dæmi,“ segir Marta Lilja. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Inga hefði skipað fjóra karlmenn í stjórn HMS og að eina konan í stjórninni væri fulltrúi sveitarfélaganna. Það hefur verið leiðrétt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðin. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, hafa tengsl við Flokk fólksins. Sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Starfsmenn Flokks fólksins varamenn Fram kemur í 28. grein jafnréttislaga að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Nú eru 80 prósent stjórnarmanna HMS karlmenn. Ber þó að nefna að tveir varamenn, sem báðir eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins, eru konur. Jafnréttisstofa fer almennt yfir skipun stjórna einu sinni á ári og hefur ekki haft þetta mál til skoðunar. „En þegar það berast svona ábendingar þá vissulega óskum við eftir skýringum frá viðkomandi ráðherra og í þessu tilfelli munum við í kjölfar þessarar ábendingar óska eftir skýringum frá félagsmálaráðherra,“ segir Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Heimilt að víkja frá kröfunni ef hlutlægar ástæður liggja fyrir Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu áskorun um að endurskoða skipan í stjórnina, þar sem enginn hafi sérfræðiþekkingu á því sviði. Aðeins einn stjórnarmanna hefur tengingu við byggingariðnaðinn - það er Sigurður Tyrfingsson sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Heimilt er að víkja frá kröfu um jafna skipan kynjanna ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Ef það eru sérfræðingar í viðkomandi málaflokki sem eru skipaðir, það væri næg ástæða? „Sem dæmi, sem dæmi,“ segir Marta Lilja. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Inga hefði skipað fjóra karlmenn í stjórn HMS og að eina konan í stjórninni væri fulltrúi sveitarfélaganna. Það hefur verið leiðrétt.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira