Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2025 08:31 Íslandspóstur hefur síðustu ár rekið pósthús í tengslum við útibú Landsbankans við Kolbeinsgötu á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps segir að ákvörðun Póstsins um lokun pósthússins í bænum sé með öllu óásættanleg. Pósthúsinu í bænum var lokað síðasta dag nýliðins aprílmánaðar og krefst sveitarstjórn að ákvörðunin verði endurskoðuð. Sveitarstjórn óttast að lokunin muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa. Pósturinn greindi frá lokuninni í síðasta mánuði þar sem sagði að Pósturinn væri ávallt „að leita leiða til að þróa þjónustuna í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda samhliða hagkvæmum rekstri.“ Var tekið fram að Pósturinn myndi áfram sinna póstþjónustu með Póstboxum við Torgið í bænum, póstbíl og landpóstum. Íslandspóstur hefur síðustu ár rekið pósthús í tengslum við útibú Landsbankans við Kolbeinsgötu á Vopnafirði. Á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps í lok apríl var lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Póstsins um að hætta með svokallað samstarfspósthús á Vopnafirði. „Þessi ákvörðun mun hafa veruleg áhrif á þjónustu við íbúa svæðisins og er með öllu óásættanleg. Sveitarstjórn krefst þess að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi að íbúar fái áfram fullnægjandi og aðgengilega póstþjónustu. Frá Vopnafirði.Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn lýsir jafnframt áhyggjum sínum af því að nýtt fyrirkomulag póstþjónustunnar muni leiða til verðhækkana á þeirri þjónustu sem íbúar þurfa að nýta sér, sem skerðir aðgengi að grunnþjónustu og bitnar sérstaklega á þeim sem búa í fámennari byggðum. Það er brýnt að jafnræði sé haft að leiðarljósi í allri þjónustu við íbúa landsins, óháð búsetu. Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að Pósturinn vinni að raunhæfum lausnum sem tryggja áframhaldandi þjónustu við íbúa Vopnafjarðar og leggur til að haldinn verði opinn íbúafundur á Vopnafirði þar sem breytingarnar verða kynntar og íbúum gefst kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Sveitarstjóra er falið að vera í sambandi við Póstinn,“ segir í bókun sveitarstjórnar í fundar. Á vef Póstsins segir í tilkynningu um lokunina að Pósthúsið á Húsavík sé nú þjónustupósthús íbúa á Vopnafirði. Pósturinn Vopnafjörður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Pósturinn greindi frá lokuninni í síðasta mánuði þar sem sagði að Pósturinn væri ávallt „að leita leiða til að þróa þjónustuna í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda samhliða hagkvæmum rekstri.“ Var tekið fram að Pósturinn myndi áfram sinna póstþjónustu með Póstboxum við Torgið í bænum, póstbíl og landpóstum. Íslandspóstur hefur síðustu ár rekið pósthús í tengslum við útibú Landsbankans við Kolbeinsgötu á Vopnafirði. Á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps í lok apríl var lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Póstsins um að hætta með svokallað samstarfspósthús á Vopnafirði. „Þessi ákvörðun mun hafa veruleg áhrif á þjónustu við íbúa svæðisins og er með öllu óásættanleg. Sveitarstjórn krefst þess að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi að íbúar fái áfram fullnægjandi og aðgengilega póstþjónustu. Frá Vopnafirði.Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn lýsir jafnframt áhyggjum sínum af því að nýtt fyrirkomulag póstþjónustunnar muni leiða til verðhækkana á þeirri þjónustu sem íbúar þurfa að nýta sér, sem skerðir aðgengi að grunnþjónustu og bitnar sérstaklega á þeim sem búa í fámennari byggðum. Það er brýnt að jafnræði sé haft að leiðarljósi í allri þjónustu við íbúa landsins, óháð búsetu. Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að Pósturinn vinni að raunhæfum lausnum sem tryggja áframhaldandi þjónustu við íbúa Vopnafjarðar og leggur til að haldinn verði opinn íbúafundur á Vopnafirði þar sem breytingarnar verða kynntar og íbúum gefst kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Sveitarstjóra er falið að vera í sambandi við Póstinn,“ segir í bókun sveitarstjórnar í fundar. Á vef Póstsins segir í tilkynningu um lokunina að Pósthúsið á Húsavík sé nú þjónustupósthús íbúa á Vopnafirði.
Pósturinn Vopnafjörður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira