Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 15:43 Luigi Mangione i dómsal í New York í febrúar. AP/Steven Hirsch Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. Luigi Mangione var handtekinn í desember í fyrra grunaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, til bana fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins. Hann á svo að hafa flúið vettvang á hjóli í Central Park. Hann fannst fimm dögum síðar á veitingastað McDonald's í Pennsylvaníuríki. Hann hefur meðal annarra liða verið ákærður fyrir hryðjuverk. Mangione er ekki nema 26 ára gamall og saga hans vakti mikla athygli víða um heim. Hann er af mörgum talinn eins konar píslarvottur sem fékk upp í kok af brestum og misferlum hins bandaríska einkarekna heilsutryggingageira. Deilir fangelsi við Diddy og Bankman-Fried Nú fá Kaliforníubúar að sjá sögu hans á fjölunum en föstudaginn 13. júní mun Taylor Street-leikhúsið í San Francisco setja upp sýninguna Luigi: The Musical, eða Söngleikinn Luigi. Undirtitill sýningarinnar er: „Saga um ást, morð og hash brown,“ en hash brown er eins konar steikt kartöflustykki sem er vinsælt meðlæti víða í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Komið hefur fram í fjölmiðlum vestanhafs að Mangione sætir gæsluvarðhaldi í sama fangelsi og tónlistarmaðurinn og meinti níðingurinn Sean „Diddy“ Combs og „rafmyntakóngurinn“ Sam Bankman-Fried sem var á síðasta ári dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í tengslum við rafmyntafyrirtækið FTX sem hann stofnaði. Mennirnir þrír deila ekki klefa í alvörunni og eru ólíklega í miklum eða nokkrum samskiptum í alvörunni en það gera þeir í Söngleiknum Luigi. „Söngleikurinn Luigi er grínleikur þar sem settar eru á svið þær súrrealísku aðstæður að Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare að bana, deili fangelsi með Sam Bankman-Fried og Sean „Diddy“ Combs. Þó að hugmyndin sé fáránleg byggir hún á undarlegri staðreynd: þessir þrír menn voru í raun fangelsaðir á sama stað. Þessi ólíklega staðreynd var kveikjan að sköpuninni hjá teyminu okkar,“ segir í kynningarefni sýningarinnar. Fáránlegur fangaklefi Á heimasíðunni er einnig nóg af varnöglum og fyrirvörum um að aðstandendurnir vilji alls ekki gera lítið úr glæpum þessara manna né heldur sé sýningin hvatning af neinu tagi. Sýningin gagnrýni í raun þessa menn og þau kerfi sem hafa mótað þá. „Persónurnar okkar endurspegla þrjá burðarása vonleysis nútímans: heilbrigðiskerfið, tæknigeirann og Hollywood. Hver þeirra er persónugerving hornsteins bandarísks samfélags rúins trausts og þar sem sífellt fleiri upplifa sig svikin, hlunnfarin eða yfirgefin. Með því að sameina þessa krafta í einn fáránlegan fangaklefa rekum við spegil framan í samtímann: ögrandi, súrrealískt og fyndið en tilfinningalega heiðarlegt,“ segir í kynningarefni sýningarinnar. Leikhús Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Tengdar fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50 Lýsti yfir sakleysi sínu Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare bana þann fjórða desember, lýsti sig í dag saklausan í málinu fyrir dómstól í New York. 23. desember 2024 21:33 Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt. 15. desember 2024 22:51 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Luigi Mangione var handtekinn í desember í fyrra grunaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, til bana fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins. Hann á svo að hafa flúið vettvang á hjóli í Central Park. Hann fannst fimm dögum síðar á veitingastað McDonald's í Pennsylvaníuríki. Hann hefur meðal annarra liða verið ákærður fyrir hryðjuverk. Mangione er ekki nema 26 ára gamall og saga hans vakti mikla athygli víða um heim. Hann er af mörgum talinn eins konar píslarvottur sem fékk upp í kok af brestum og misferlum hins bandaríska einkarekna heilsutryggingageira. Deilir fangelsi við Diddy og Bankman-Fried Nú fá Kaliforníubúar að sjá sögu hans á fjölunum en föstudaginn 13. júní mun Taylor Street-leikhúsið í San Francisco setja upp sýninguna Luigi: The Musical, eða Söngleikinn Luigi. Undirtitill sýningarinnar er: „Saga um ást, morð og hash brown,“ en hash brown er eins konar steikt kartöflustykki sem er vinsælt meðlæti víða í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Komið hefur fram í fjölmiðlum vestanhafs að Mangione sætir gæsluvarðhaldi í sama fangelsi og tónlistarmaðurinn og meinti níðingurinn Sean „Diddy“ Combs og „rafmyntakóngurinn“ Sam Bankman-Fried sem var á síðasta ári dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í tengslum við rafmyntafyrirtækið FTX sem hann stofnaði. Mennirnir þrír deila ekki klefa í alvörunni og eru ólíklega í miklum eða nokkrum samskiptum í alvörunni en það gera þeir í Söngleiknum Luigi. „Söngleikurinn Luigi er grínleikur þar sem settar eru á svið þær súrrealísku aðstæður að Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare að bana, deili fangelsi með Sam Bankman-Fried og Sean „Diddy“ Combs. Þó að hugmyndin sé fáránleg byggir hún á undarlegri staðreynd: þessir þrír menn voru í raun fangelsaðir á sama stað. Þessi ólíklega staðreynd var kveikjan að sköpuninni hjá teyminu okkar,“ segir í kynningarefni sýningarinnar. Fáránlegur fangaklefi Á heimasíðunni er einnig nóg af varnöglum og fyrirvörum um að aðstandendurnir vilji alls ekki gera lítið úr glæpum þessara manna né heldur sé sýningin hvatning af neinu tagi. Sýningin gagnrýni í raun þessa menn og þau kerfi sem hafa mótað þá. „Persónurnar okkar endurspegla þrjá burðarása vonleysis nútímans: heilbrigðiskerfið, tæknigeirann og Hollywood. Hver þeirra er persónugerving hornsteins bandarísks samfélags rúins trausts og þar sem sífellt fleiri upplifa sig svikin, hlunnfarin eða yfirgefin. Með því að sameina þessa krafta í einn fáránlegan fangaklefa rekum við spegil framan í samtímann: ögrandi, súrrealískt og fyndið en tilfinningalega heiðarlegt,“ segir í kynningarefni sýningarinnar.
Leikhús Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Tengdar fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50 Lýsti yfir sakleysi sínu Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare bana þann fjórða desember, lýsti sig í dag saklausan í málinu fyrir dómstól í New York. 23. desember 2024 21:33 Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt. 15. desember 2024 22:51 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50
Lýsti yfir sakleysi sínu Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare bana þann fjórða desember, lýsti sig í dag saklausan í málinu fyrir dómstól í New York. 23. desember 2024 21:33
Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt. 15. desember 2024 22:51