Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 21:00 Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur HMS. Vísir/Ívar Tímaspursmál sé hvenær fasteignamarkaðurinn taki við sér en mikið misræmi er á milli framboðs og eftirspurnar að mati hagfræðings Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Staðan hafi vissulega verið svartari þó að nýjar íbúðir seljist illa. Greint var frá því í gær í Morgunblaðinu að aðeins 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík hafi selst frá áramótum og að nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum hafi ekki selst á tólf til átján mánuðum. Misræmi á milli framboðs og eftirspurnar Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að þessi þróun hafi verið til skoðunar undanfarið hjá stofnuninni. „Það er ákveðið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar. Fólk vill alls konar íbúðir af alls konar stærðum og gerðum. Lang flestar af þessu nýju íbúðum eru á mjög þröngu stærðarbili. Þær eru allar í þessari miðstærð. Það vantar sárlega minni íbúðir, íbúðir sem eru minni en 80 fermetrar. Og líka íbúðir sem eru stærri en 130 fermetrar.“ Svo virðist sem markhópurinn fyrir eign í miðstærð sé nú þegar búinn að festa kaup á fasteign. Eftir standa fjölmargar óseldar íbúðir. Minni íbúðir myndu seljast hraðar og mælir HMS með frekari uppbyggingu þeirra. „Kannski er fólk sem hefur takmarkaða kaupgetu, kannski vegna hárra vaxta eða takmarkaðra lánþegaskilyrða, sem gætu sætt sig við minni íbúðir en þær er ekki að finna á markaði.“ Verðbilið muni minnka Jónas segir það tímaspursmál hvenær markaðurinn taki við sér. Mikið verðbil á milli nýrra og eldri íbúða muni minnka sem gæti einnig haft áhrif á leigumarkaðinn. „Staðan hefur verið svartari á fasteignamarkaðnum, vissulega. Það er nóg af íbúðum á sölu og eftirspurnin er jákvæð. Ég myndi ekki segja að hún væri kolsvört. Með því að íbúðir seljast hægt þá mætti búast við því að verðhækkun á þessum íbúðum yrði hægari eða hún myndi kannski staðna. Til langs tíma fylgir fasteignaverð leiguverði.“ Eftir því sem vextir Seðlabankans lækka megi búast við að fleiri komist inn á húsnæðismarkaðinn. „Við teljum ekki vera snjóhengju. Við höldum að það muni frekar malla áfram og halda áfram að vera mikil umsvif á fasteignamarkaðnum.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Greint var frá því í gær í Morgunblaðinu að aðeins 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík hafi selst frá áramótum og að nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum hafi ekki selst á tólf til átján mánuðum. Misræmi á milli framboðs og eftirspurnar Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að þessi þróun hafi verið til skoðunar undanfarið hjá stofnuninni. „Það er ákveðið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar. Fólk vill alls konar íbúðir af alls konar stærðum og gerðum. Lang flestar af þessu nýju íbúðum eru á mjög þröngu stærðarbili. Þær eru allar í þessari miðstærð. Það vantar sárlega minni íbúðir, íbúðir sem eru minni en 80 fermetrar. Og líka íbúðir sem eru stærri en 130 fermetrar.“ Svo virðist sem markhópurinn fyrir eign í miðstærð sé nú þegar búinn að festa kaup á fasteign. Eftir standa fjölmargar óseldar íbúðir. Minni íbúðir myndu seljast hraðar og mælir HMS með frekari uppbyggingu þeirra. „Kannski er fólk sem hefur takmarkaða kaupgetu, kannski vegna hárra vaxta eða takmarkaðra lánþegaskilyrða, sem gætu sætt sig við minni íbúðir en þær er ekki að finna á markaði.“ Verðbilið muni minnka Jónas segir það tímaspursmál hvenær markaðurinn taki við sér. Mikið verðbil á milli nýrra og eldri íbúða muni minnka sem gæti einnig haft áhrif á leigumarkaðinn. „Staðan hefur verið svartari á fasteignamarkaðnum, vissulega. Það er nóg af íbúðum á sölu og eftirspurnin er jákvæð. Ég myndi ekki segja að hún væri kolsvört. Með því að íbúðir seljast hægt þá mætti búast við því að verðhækkun á þessum íbúðum yrði hægari eða hún myndi kannski staðna. Til langs tíma fylgir fasteignaverð leiguverði.“ Eftir því sem vextir Seðlabankans lækka megi búast við að fleiri komist inn á húsnæðismarkaðinn. „Við teljum ekki vera snjóhengju. Við höldum að það muni frekar malla áfram og halda áfram að vera mikil umsvif á fasteignamarkaðnum.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20