Halla og Björn halda til Svíþjóðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 13:09 Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir halda í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sigurjón Ragnar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. Í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands kemur fram að Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning bjóði til heimsóknarinnar sem hefur það að markmiði að styrkja góð tengsl landanna tveggja og vinna að frekara samstarfi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, sjónvarps- og kvikmndagerðar og öryggismála. „Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Svíþjóðar með fulltrúum 30 íslenskra fyrirtækja með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar. Í tilefni heimsóknarinnar fer einnig sendinefnd á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar og tekur þátt í dagskrá sem skipulögð er í samstarfi Swedish institute og sænska utanríkisráðuneytisins við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Film in Iceland,“ segir meðal annars um heimsóknina í tilkynningu forsetaembættisins. Gestgjafarnir Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning.Kungahuset/Peter Knutson Dagskrá heimsóknarinnar hefst með móttökuathöfn við konungshöllina í Stokkhólmi, og þá mun Halla funda með forseta sænska þingsins ásamt utanríkisráðherra og öðrum fulltrúum úr sendinefnd. Fundað verður einnig með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og snæddur hádegisverður með konungshjónunum svo fátt eitt sé nefnt. Kokkalandsliðið græjar veislumatinn Þá mun Björn Skúlason heimsækja dagvistunarúrræði ásamt Silvíu drottningu sem drottningin stofnaði til fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma en Alma Möller og sænski ráðherra öldrunarmála verða með í för. Silvía drottning mun jafnframt fylgja Birni og Ölmu í hiemsókn í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Fyrsta degi heimsóknarinnar lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni. Á miðvikudaginn eru fyrirhugaðar heimsóknir á Karolinksa háskólasjúkrahúsið og í viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og snæddur hádegisverður í Ráðhúsinu í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Haldið verður einnig Konunglega tækniháskólann og í Kvikmyndahúsið svokallaða sem hefur átt sterk tengsl við Íslendinga í gegnum tíðina. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum þar sem íslenska kokkalandsliðið mun reiða fram veitingar. „Á lokadegi þessarar ríkisheimsóknar, sem er fimmtudagurinn 8. maí, skoðar forseti ásamt fylgdarliði Torsåker bæinn þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu. Þaðan heldur hópurinn í Rosersberg-höll þar sem konungshjónin kveðja gestina og heimsókninni lýkur,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Nánar má lesa um heimsóknina á vefsíðu embættis forseta Íslands. Utanríkismál Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Íslendingar erlendis Kóngafólk Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands kemur fram að Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning bjóði til heimsóknarinnar sem hefur það að markmiði að styrkja góð tengsl landanna tveggja og vinna að frekara samstarfi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, sjónvarps- og kvikmndagerðar og öryggismála. „Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Svíþjóðar með fulltrúum 30 íslenskra fyrirtækja með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar. Í tilefni heimsóknarinnar fer einnig sendinefnd á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar og tekur þátt í dagskrá sem skipulögð er í samstarfi Swedish institute og sænska utanríkisráðuneytisins við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Film in Iceland,“ segir meðal annars um heimsóknina í tilkynningu forsetaembættisins. Gestgjafarnir Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning.Kungahuset/Peter Knutson Dagskrá heimsóknarinnar hefst með móttökuathöfn við konungshöllina í Stokkhólmi, og þá mun Halla funda með forseta sænska þingsins ásamt utanríkisráðherra og öðrum fulltrúum úr sendinefnd. Fundað verður einnig með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og snæddur hádegisverður með konungshjónunum svo fátt eitt sé nefnt. Kokkalandsliðið græjar veislumatinn Þá mun Björn Skúlason heimsækja dagvistunarúrræði ásamt Silvíu drottningu sem drottningin stofnaði til fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma en Alma Möller og sænski ráðherra öldrunarmála verða með í för. Silvía drottning mun jafnframt fylgja Birni og Ölmu í hiemsókn í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Fyrsta degi heimsóknarinnar lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni. Á miðvikudaginn eru fyrirhugaðar heimsóknir á Karolinksa háskólasjúkrahúsið og í viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og snæddur hádegisverður í Ráðhúsinu í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Haldið verður einnig Konunglega tækniháskólann og í Kvikmyndahúsið svokallaða sem hefur átt sterk tengsl við Íslendinga í gegnum tíðina. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum þar sem íslenska kokkalandsliðið mun reiða fram veitingar. „Á lokadegi þessarar ríkisheimsóknar, sem er fimmtudagurinn 8. maí, skoðar forseti ásamt fylgdarliði Torsåker bæinn þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu. Þaðan heldur hópurinn í Rosersberg-höll þar sem konungshjónin kveðja gestina og heimsókninni lýkur,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Nánar má lesa um heimsóknina á vefsíðu embættis forseta Íslands.
Utanríkismál Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Íslendingar erlendis Kóngafólk Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira