Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 6. maí 2025 21:02 Forseta- og konungshjónin í dag við hesthús konungshallarinnar. Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir, Karl Gústaf konungur og Silvía drottning. Vísir/EPA Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir mikilvægara en nokkru sinni fyrr að varðveita þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. Þegar áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ hafi fordæmisgildi „hins mjúka valds Norðurlanda“ aldrei verið meira. Þetta sagði Halla í ræðu sem hún flutti á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í kvöld. Halla hóf í dag, með eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, þriggja daga ríkisheimsókn sína til Svíþjóðar. Dagskráin hófst með formlegri móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi. Eftir það fundaði Halla með sænskum stjórnmálamönnum og borðaði svo hádegisverð með konungshjónunum. Halla fundaði með forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, í dag. Vísir/EPA Halla fékk fræðslu um sænsku Landhelgisgæsluna á meðan eiginmaður hennar heimsótti dagvistunarúrræði sem drottningin stofnaði fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Dagskrá fyrsta dagsins lauk svo með hátíðarkvöldverði í Konungshöllinni þar sem Halla hélt ræðu. Halla byrjaði á því í ræðu sinni að þakka fyrir boðið til Svíþjóðar. Hún minntist Frans páfa með erindi úr ljóði eftir Ebbu Lindquist og sagði Íslendinga og Svía eiga það sameiginlegt að búa í sagnaheimi. „Sögur sænskra höfunda hafa snert okkur Íslendinga djúpt í gegnum tíðina og gera enn. Hvort sem um er að ræða Ebbu Lindquist, Selmu Lagerlöf eða Astrid Lindgren, svo fáein nöfn séu nefnd, erum við stolt af skáldum frændþjóðar okkar og framlagi þeirra til heimsmenningarinnar. Þið hafið einnig átt þátt í að koma sögum okkar Íslendinga á framfæri um heim allan. Mesti heiður sem hlotnast hefur íslenskum rithöfundi á síðari öldum var þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin hér í Stokkhólmi árið 1955 fyrir að hafa „endurnýjað íslenska sagnalist“ með skáldverkum sínum,“ sagði Halla í ræðu sinni Þakkaði fyrir Lagerbäck Hún þakkaði Svíum líka fyrir knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck og minntist á norræna velferð. „Við trúum á þjóðarheimilið, að samfélag eigi að taka öllum opnum örmum, að þar eigi að ríkja jafnrétti og traust milli borgaranna innbyrðis og milli þeirra og ríkisvaldsins. Eitt grundvallarstefið er umhyggja fyrir þeim sem standa höllum fæti en markmiðið er að sérhver einstaklingur öðlist styrk til að lifa mannsæmandi lífi og rækta hæfileika sína, óháð efnahag, stétt, kyni og stöðu,“ sagði Halla. Konungurinn og Halla í heimsókn hennar í dag. Vísir/EPA Norræna fjölskyldan sameinuð í NATO Hún talaði einnig um norræna velferð og þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. „Oft er spurt hvernig íbúar hinna norrænu háskattalanda geti jafnframt skilað hagvexti. Svarið er að fólki líður vel þar sem jafnrétti er haft í hávegum, umhverfismál eru tekin föstum tökum og áhersla er lögð á gagnsæi og traust. Allt er þetta undirstaða orðspors sem byggt hefur verið upp af þolinmæði og mikilvægt er að hlúa að nú sem aldrei fyrr. Í heimi þar sem áberandi ráðamenn þjóða keppast við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum, hefur fordæmisgildi hins mjúka valds Norðurlanda aldrei verið meira,“ sagði Halla. Hún sagði norræna samvinnu samtvinnaða baráttunni fyrir friði og trú á gildi hins mjúka valds. „Nú er öll norræna fjölskyldan sameinuð í Atlantshafsbandalaginu og norrænt samstarf hefur opnað á nýja vídd í öryggis- og varnarmálum. Þar skulum við, sem annars staðar, standa vörð um okkar dýrmætu gildi og hafa kærleikann í fyrirrúmi,“ sagði Halla og hvatti til áframhaldandi samstarfs og þakkaði fyrir boðið. Svíþjóð Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Kóngafólk Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Þetta sagði Halla í ræðu sem hún flutti á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í kvöld. Halla hóf í dag, með eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, þriggja daga ríkisheimsókn sína til Svíþjóðar. Dagskráin hófst með formlegri móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi. Eftir það fundaði Halla með sænskum stjórnmálamönnum og borðaði svo hádegisverð með konungshjónunum. Halla fundaði með forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, í dag. Vísir/EPA Halla fékk fræðslu um sænsku Landhelgisgæsluna á meðan eiginmaður hennar heimsótti dagvistunarúrræði sem drottningin stofnaði fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Dagskrá fyrsta dagsins lauk svo með hátíðarkvöldverði í Konungshöllinni þar sem Halla hélt ræðu. Halla byrjaði á því í ræðu sinni að þakka fyrir boðið til Svíþjóðar. Hún minntist Frans páfa með erindi úr ljóði eftir Ebbu Lindquist og sagði Íslendinga og Svía eiga það sameiginlegt að búa í sagnaheimi. „Sögur sænskra höfunda hafa snert okkur Íslendinga djúpt í gegnum tíðina og gera enn. Hvort sem um er að ræða Ebbu Lindquist, Selmu Lagerlöf eða Astrid Lindgren, svo fáein nöfn séu nefnd, erum við stolt af skáldum frændþjóðar okkar og framlagi þeirra til heimsmenningarinnar. Þið hafið einnig átt þátt í að koma sögum okkar Íslendinga á framfæri um heim allan. Mesti heiður sem hlotnast hefur íslenskum rithöfundi á síðari öldum var þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin hér í Stokkhólmi árið 1955 fyrir að hafa „endurnýjað íslenska sagnalist“ með skáldverkum sínum,“ sagði Halla í ræðu sinni Þakkaði fyrir Lagerbäck Hún þakkaði Svíum líka fyrir knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck og minntist á norræna velferð. „Við trúum á þjóðarheimilið, að samfélag eigi að taka öllum opnum örmum, að þar eigi að ríkja jafnrétti og traust milli borgaranna innbyrðis og milli þeirra og ríkisvaldsins. Eitt grundvallarstefið er umhyggja fyrir þeim sem standa höllum fæti en markmiðið er að sérhver einstaklingur öðlist styrk til að lifa mannsæmandi lífi og rækta hæfileika sína, óháð efnahag, stétt, kyni og stöðu,“ sagði Halla. Konungurinn og Halla í heimsókn hennar í dag. Vísir/EPA Norræna fjölskyldan sameinuð í NATO Hún talaði einnig um norræna velferð og þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. „Oft er spurt hvernig íbúar hinna norrænu háskattalanda geti jafnframt skilað hagvexti. Svarið er að fólki líður vel þar sem jafnrétti er haft í hávegum, umhverfismál eru tekin föstum tökum og áhersla er lögð á gagnsæi og traust. Allt er þetta undirstaða orðspors sem byggt hefur verið upp af þolinmæði og mikilvægt er að hlúa að nú sem aldrei fyrr. Í heimi þar sem áberandi ráðamenn þjóða keppast við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum, hefur fordæmisgildi hins mjúka valds Norðurlanda aldrei verið meira,“ sagði Halla. Hún sagði norræna samvinnu samtvinnaða baráttunni fyrir friði og trú á gildi hins mjúka valds. „Nú er öll norræna fjölskyldan sameinuð í Atlantshafsbandalaginu og norrænt samstarf hefur opnað á nýja vídd í öryggis- og varnarmálum. Þar skulum við, sem annars staðar, standa vörð um okkar dýrmætu gildi og hafa kærleikann í fyrirrúmi,“ sagði Halla og hvatti til áframhaldandi samstarfs og þakkaði fyrir boðið.
Svíþjóð Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Kóngafólk Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent