Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 09:15 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri SFS. Vísir/Vilhelm Tveir af hverjum þremur telja auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um „norsku leiðina“ svokölluðu slæmar. Enn meiri meirihluti er hlynntur frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjöldum. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu um viðhorf fólks til auglýsinganna og frumvarpsins. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu dagana 30. apríl til 6. maí 2025 og svarendur voru 1.765 talsins. Þjóðin vill síður sjá norsku stórleikarana Fyrsta spurning sneri að því hversu góðar eða slæmar svarendum þættu auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, fyrir málstað þeirra. Auglýsingarnar hafa verið talsvert milli tannanna á fólki síðan norsku stórleikarnir Jon Øigarden og Oddgeir Thune birtust fyrst á skjám landsmanna í auglýsingahléum eftir að áform ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjaldana voru kynnt. Samkvæmt könnuninni finnst 21 prósenti þjóðarinnar auglýsingarnar góðar fyrir málstað SFS, 13 prósentum finnst þær í meðallagi góðar og 66 prósentum finnst auglýsingarnar slæmar fyrir málstaðinn. Átján prósent segjast vera jákvæð gagnvart auglýsingunum, 17 prósent hvorki jákvæð né neikvæð og 65 neikvæð. Flestir hlynntir en talsvert færri hafa kynnt sér málið Svarendur voru einnig spurðir að því hversu hlynntir eða andvígir þeir væru frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 69 prósent segjast hlynnt frumvarpinu, 13 prósent í meðallagi hlynnt og átján prósent andvíg. Loks voru svarendur spurðir hvort þeir þekki frumvarp ráðherra vel eða illa. 38 prósent segjast þekkja það vel, 34 prósent í meðallagi vel og 28 prósent illa. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. 29. apríl 2025 19:00 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu um viðhorf fólks til auglýsinganna og frumvarpsins. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu dagana 30. apríl til 6. maí 2025 og svarendur voru 1.765 talsins. Þjóðin vill síður sjá norsku stórleikarana Fyrsta spurning sneri að því hversu góðar eða slæmar svarendum þættu auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, fyrir málstað þeirra. Auglýsingarnar hafa verið talsvert milli tannanna á fólki síðan norsku stórleikarnir Jon Øigarden og Oddgeir Thune birtust fyrst á skjám landsmanna í auglýsingahléum eftir að áform ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjaldana voru kynnt. Samkvæmt könnuninni finnst 21 prósenti þjóðarinnar auglýsingarnar góðar fyrir málstað SFS, 13 prósentum finnst þær í meðallagi góðar og 66 prósentum finnst auglýsingarnar slæmar fyrir málstaðinn. Átján prósent segjast vera jákvæð gagnvart auglýsingunum, 17 prósent hvorki jákvæð né neikvæð og 65 neikvæð. Flestir hlynntir en talsvert færri hafa kynnt sér málið Svarendur voru einnig spurðir að því hversu hlynntir eða andvígir þeir væru frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 69 prósent segjast hlynnt frumvarpinu, 13 prósent í meðallagi hlynnt og átján prósent andvíg. Loks voru svarendur spurðir hvort þeir þekki frumvarp ráðherra vel eða illa. 38 prósent segjast þekkja það vel, 34 prósent í meðallagi vel og 28 prósent illa.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. 29. apríl 2025 19:00 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. 29. apríl 2025 19:00
„Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13
Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27
Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28