Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 12:02 Elísa Kristinsdóttir og Mari Jaersk hlupu lengst í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð fyrir ári síðan. Núna er glæsilegur bíll í verðlaun ef sigurvegarinn fer að minnsta kosti 91 hring. Samsett/KIA/Vilhelm Ef sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíðinni, sem hefst á morgun, nær að slá Íslandsmetið með stæl og fara að minnsta kosti 91 hring þá fær hann glænýjan Kia EV3 rafbíl í verðlaun. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu Náttúruhlaupa í dag, sólarhring áður en keppni hefst en keppendur fara af stað í fyrsta hring klukkan 9 í fyrramálið, við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð. Bakgarðshlaupið virkar þannig að keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. Íslandsmetið í bakgarðshlaupi er 62 hringir (415 kílómetrar) og því vissulega ólíklegt að einhver eignist bifreiðina. Eftir því sem næst verður komist hafa aðeins 17 einstaklingar í heiminum náð að fara 91 hring eða fleiri frá upphafi bakgarðshlaupa en glænýtt heimsmet er 116 hringir (777 kílómetrar). Frá Reykjavík til Vopnafjarðar á fjórum dögum Að fara 91 hring jafngildir því að fara 609,7 kílómetra. Það myndi taka hátt í fjóra sólarhringa fyrir viðkomandi að fara slíka vegalengd í bakgarðshlaupi, enda um að ræða um það bil jafnmarga kílómetra og frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Vegalengdin sem þarf að fara til að vinna rafbílinn er engin tilviljun heldur tekur hún mið af því að drægni Kia EV3 er 605 kílómetrar. Hin magnaða Mari Järsk vann Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð fyrir ári síðan og var það Elísa Kristinsdóttir sem fylgdi henni lengst. Mari kláraði 57 hringi en Elísa varð að játa sig sigraða á 57. hringnum. Mari hljóp því tæplega 382 kílómetra, eða í tvo sólarhringa og níu klukkutíma. Bakgarðshlaup Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu Náttúruhlaupa í dag, sólarhring áður en keppni hefst en keppendur fara af stað í fyrsta hring klukkan 9 í fyrramálið, við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð. Bakgarðshlaupið virkar þannig að keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. Íslandsmetið í bakgarðshlaupi er 62 hringir (415 kílómetrar) og því vissulega ólíklegt að einhver eignist bifreiðina. Eftir því sem næst verður komist hafa aðeins 17 einstaklingar í heiminum náð að fara 91 hring eða fleiri frá upphafi bakgarðshlaupa en glænýtt heimsmet er 116 hringir (777 kílómetrar). Frá Reykjavík til Vopnafjarðar á fjórum dögum Að fara 91 hring jafngildir því að fara 609,7 kílómetra. Það myndi taka hátt í fjóra sólarhringa fyrir viðkomandi að fara slíka vegalengd í bakgarðshlaupi, enda um að ræða um það bil jafnmarga kílómetra og frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Vegalengdin sem þarf að fara til að vinna rafbílinn er engin tilviljun heldur tekur hún mið af því að drægni Kia EV3 er 605 kílómetrar. Hin magnaða Mari Järsk vann Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð fyrir ári síðan og var það Elísa Kristinsdóttir sem fylgdi henni lengst. Mari kláraði 57 hringi en Elísa varð að játa sig sigraða á 57. hringnum. Mari hljóp því tæplega 382 kílómetra, eða í tvo sólarhringa og níu klukkutíma.
Bakgarðshlaup Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira