Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 11:35 Yfir 500 félagar sóttu landsþing Landsbjargar á Selfossi um helgina. Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg segir nauðsynlegt að rekstrar- og skattaumhverfi björgunarsveitanna sé ekki óhóflega íþyngjandi, og eðlilegt væri að veita þeim undanþágu frá virðisaukaskatti. Yfir 500 félagar sóttu landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldið var á Selfossi dagana 9. -10. maí. „Starfsemi björgunarsveita er óumdeilanlega þýðingarmikil í íslensku samfélagi. Á landinu eru starfræktar yfir 90 slíkar sveitir, sem mannaðar eru sjálfboðaliðum, er sinna margvíslegu björgunar- og slysavarnarstarfi,“ segir í ályktun Landsbjargar. Þar segir að í ljósi mikilvægis björgunarsveita og þeirra lykilhlutverki í almannavarna- og neyðarviðbragði sé nauðsynlegt að rekstrar- og skattaumhverfi þeirra sé skýrt og ekki óhóflega íþyngjandi. „Breyting þessi er til þess ætluð að hlúa að rekstri björgunarsveita og viðurkenndra heildarsamtaka þeirra með það að markmiði að umræddir aðilar geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki um ókomna tíð líkt og systursamtök erlendis.“ „Slíkar undanþágur hafa þegar verið veittar á öðrum sviðum samfélagsins þegar sérstakar aðstæður réttlæta það, og því er eðlilegt að horft verði til sjálfboðaliða samtaka í hópi viðbragðsaðila og þeim veitt undanþága frá virðisaukaskatti vegna starfsemi sinnar,“ segir í ályktun. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2025.Landsbjörg Vilja tryggja viðbragðsaðilum húsnæði Þá var einnig skorað á stjórnvöld að tryggja Samhæfingarstöð Almannavarna og tengdum viðbragðsaðilum sameiginlegt húsnæði við hæfi sem allra fyrst. „Skipulag og rekstur samhæfingarstöðvar og tengdra viðbragðsaðila í sameiginlegu húsnæði eykur verulega skilvirkni og auðveldar samhæfingu viðbragða. Þegar viðbragðsaðilar deila aðstöðu skapast betri skilyrði fyrir samvinnu, miðlun upplýsinga og samræmdrar ákvarðanatöku í neyðartilvikum.“ Undanfarið hafi viðbragðsaðilar þurft að búa við dreifða starfsemi í ólíkum húsakynnum, meðal annars vegna viðgerða og ástands núverandi húsnæðis. „Þetta hefur skapað óæskilegar hindranir í daglegri starfsemi og dregið úr skilvirkni.“ Björgunarsveitir Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Sjá meira
Yfir 500 félagar sóttu landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldið var á Selfossi dagana 9. -10. maí. „Starfsemi björgunarsveita er óumdeilanlega þýðingarmikil í íslensku samfélagi. Á landinu eru starfræktar yfir 90 slíkar sveitir, sem mannaðar eru sjálfboðaliðum, er sinna margvíslegu björgunar- og slysavarnarstarfi,“ segir í ályktun Landsbjargar. Þar segir að í ljósi mikilvægis björgunarsveita og þeirra lykilhlutverki í almannavarna- og neyðarviðbragði sé nauðsynlegt að rekstrar- og skattaumhverfi þeirra sé skýrt og ekki óhóflega íþyngjandi. „Breyting þessi er til þess ætluð að hlúa að rekstri björgunarsveita og viðurkenndra heildarsamtaka þeirra með það að markmiði að umræddir aðilar geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki um ókomna tíð líkt og systursamtök erlendis.“ „Slíkar undanþágur hafa þegar verið veittar á öðrum sviðum samfélagsins þegar sérstakar aðstæður réttlæta það, og því er eðlilegt að horft verði til sjálfboðaliða samtaka í hópi viðbragðsaðila og þeim veitt undanþága frá virðisaukaskatti vegna starfsemi sinnar,“ segir í ályktun. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2025.Landsbjörg Vilja tryggja viðbragðsaðilum húsnæði Þá var einnig skorað á stjórnvöld að tryggja Samhæfingarstöð Almannavarna og tengdum viðbragðsaðilum sameiginlegt húsnæði við hæfi sem allra fyrst. „Skipulag og rekstur samhæfingarstöðvar og tengdra viðbragðsaðila í sameiginlegu húsnæði eykur verulega skilvirkni og auðveldar samhæfingu viðbragða. Þegar viðbragðsaðilar deila aðstöðu skapast betri skilyrði fyrir samvinnu, miðlun upplýsinga og samræmdrar ákvarðanatöku í neyðartilvikum.“ Undanfarið hafi viðbragðsaðilar þurft að búa við dreifða starfsemi í ólíkum húsakynnum, meðal annars vegna viðgerða og ástands núverandi húsnæðis. „Þetta hefur skapað óæskilegar hindranir í daglegri starfsemi og dregið úr skilvirkni.“
Björgunarsveitir Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent