Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2025 19:15 Steina Gunnarsdóttir er doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Bjarni Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. Steina Gunnarsdóttir doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild við HÍ fjallaði um rannsókn sína á neyslu landsmanna á gjörunnum matvælum á málþingi Matís í dag. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. Innihaldslýsingin er löng og þá er slík fæða jafnan orkuþétt, næringarsnauð, inniheldur oft viðbættan sykur, mikið salt og gæði fitunnar er lakara. Steina notaði gögn úr Landskönnun á mataræði Íslendinga til að kortleggja neyslu á gjörunnum matvælum. „Þá erum við að sjá að það er tæplega helmingur orkuinntökunnar, 45% hennar kemur frá gjörunnum matvælum og við erum að sjá að hópurinn sem borðar mest af þeim vantar mikilvæga fæðuhópa,“ segir Steina.Hlutfallið er til samanburðar um 20% á Ítalíu og 80% í Bandaríkjunum. Steina segir ekki nauðsynlegt að forðast slík matvæli eins og heitan eldinn, betra sé að auka vægi heilnæmrar fæðu.„Það eru ekki vísbendingar um að við eigum að forðast þær alfarið en það eru þó vísbendingar um tengsl við ákveðna langvinna sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma eða sykursýki 2 og svo framvegis.“Steina skipti úrtakinu upp í fjóra jafn stóra hópa eftir hlutfalli gjörunninnar fæðu. Hlutfallið nam tuttugu og fjórum prósentum hjá þeim fjórðungi sem minnst neytti af gjöruninni fæðu á meðan hlutfallið nam sextíu og þremur prósentum hjá þeim sem mest neytti slíkrar fæðu. Steina bar þessa tvo hópa saman.„Við sjáum að þau eru með aukna orkuinntöku og eru að borða meira af viðbættum sykri en vantar einnig þessa mikilvægu fæðuhópa eins og ávexti og grænmeti, heilkorn, fisk, hnetur og fræ.“ Matur Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Steina Gunnarsdóttir doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild við HÍ fjallaði um rannsókn sína á neyslu landsmanna á gjörunnum matvælum á málþingi Matís í dag. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. Innihaldslýsingin er löng og þá er slík fæða jafnan orkuþétt, næringarsnauð, inniheldur oft viðbættan sykur, mikið salt og gæði fitunnar er lakara. Steina notaði gögn úr Landskönnun á mataræði Íslendinga til að kortleggja neyslu á gjörunnum matvælum. „Þá erum við að sjá að það er tæplega helmingur orkuinntökunnar, 45% hennar kemur frá gjörunnum matvælum og við erum að sjá að hópurinn sem borðar mest af þeim vantar mikilvæga fæðuhópa,“ segir Steina.Hlutfallið er til samanburðar um 20% á Ítalíu og 80% í Bandaríkjunum. Steina segir ekki nauðsynlegt að forðast slík matvæli eins og heitan eldinn, betra sé að auka vægi heilnæmrar fæðu.„Það eru ekki vísbendingar um að við eigum að forðast þær alfarið en það eru þó vísbendingar um tengsl við ákveðna langvinna sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma eða sykursýki 2 og svo framvegis.“Steina skipti úrtakinu upp í fjóra jafn stóra hópa eftir hlutfalli gjörunninnar fæðu. Hlutfallið nam tuttugu og fjórum prósentum hjá þeim fjórðungi sem minnst neytti af gjöruninni fæðu á meðan hlutfallið nam sextíu og þremur prósentum hjá þeim sem mest neytti slíkrar fæðu. Steina bar þessa tvo hópa saman.„Við sjáum að þau eru með aukna orkuinntöku og eru að borða meira af viðbættum sykri en vantar einnig þessa mikilvægu fæðuhópa eins og ávexti og grænmeti, heilkorn, fisk, hnetur og fræ.“
Matur Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32