Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2025 07:03 Fagnað á toppnum. Aðsend Þrjár stelpur sem toppuðu Hvannadalshnúk á fjallaskíðum segjast stoltar af sér. Þær hafi ekkert verið smeykar upp og að skemmtilegast hafi verið að renna sér niður. Það eru ekki allir sem geta státað sig af því að hafa farið á hæsta tind Íslands Hvannadalshnúk en það geta þær fjórtán ára gamla Katla María, tólf ára gamla Snædís og níu ára gamla Tinna gert. Þær fóru upp á tindinn á fjallaskíðum í fylgd foreldra sinna í síðustu viku. Þær Snædís, Katla María og Tinna eru hreyknar af sér eftir að hafa toppað Hvannadalshnúk.Vísir/Lýður Valberg Stelpurnar segjast eðli málsins samkvæmt vera hreyknar af afrekinu enda eru þær líklega meðal yngstu Íslendinganna sem það hafa gert. „Þetta var mjög gaman. Alveg æðislegt,“ segja stelpurnar og bætir ein því við að hún sé afar stolt af sér. Toppurinn er 2.111 metra hár og þarf að fara hluta leiðarinnar í línu upp að toppnum og varast þar sprungur í jökli. Færið var æðislegt í rjómablíðu.Aðsend Hvernig fannst ykkur það að fara í línuna og sjá sprungur og vera á þessu svæði? „Sko það þurfti að vera alveg smá bil á mlli okkar þannig maður gat ekki talað eins mikið en við vorum með tónlist þannig þetta var bara allt í lagi.“ Haldið niður af toppnum.Aðsend Voruð þið eitthvað skelkaðar? „Sko við sáum nokkrar sprungur og þurftum að fara yfir þrjár sem við sáum allavega og flestar sprungurnar voru eiginlega fullar af snjó þannig þær voru ekkert eitthvað rosa stórar.“ Þannig þið voruð ekkert smeykar? „Nei nei. Þið voruð bara að hafa gaman? Jááááá.“ Útsýnið var glæsilegt.Aðsend Stelpurnar segja að þær hafi verið í góðu skapi alla ferðina og bara örlítið þreyttar. Skemmtilegast fannst stelpunum svo að renna sér niður eftir að hafa notið útsýnisins af hæsta tindi landsins þar sem þær tóku nóg af myndum og gæddu sér á nesti. Smá stopp á löngum fjallaskíðadegi.Aðsend Hvernig var að renna sér niður, voruð þið fljótar niður? „Við vorum svona tvo tíma niður. Það var geggjað færi. Þannig að veðrið, geggjað færi, geggjað veður? Já það var æðislegt, tuttugu gráður næstum því allan tímann.“ Brosað út að eyrum á fullkomnum degi.Aðsend Börn og uppeldi Fjallamennska Krakkar Hvannadalshnjúkur Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Það eru ekki allir sem geta státað sig af því að hafa farið á hæsta tind Íslands Hvannadalshnúk en það geta þær fjórtán ára gamla Katla María, tólf ára gamla Snædís og níu ára gamla Tinna gert. Þær fóru upp á tindinn á fjallaskíðum í fylgd foreldra sinna í síðustu viku. Þær Snædís, Katla María og Tinna eru hreyknar af sér eftir að hafa toppað Hvannadalshnúk.Vísir/Lýður Valberg Stelpurnar segjast eðli málsins samkvæmt vera hreyknar af afrekinu enda eru þær líklega meðal yngstu Íslendinganna sem það hafa gert. „Þetta var mjög gaman. Alveg æðislegt,“ segja stelpurnar og bætir ein því við að hún sé afar stolt af sér. Toppurinn er 2.111 metra hár og þarf að fara hluta leiðarinnar í línu upp að toppnum og varast þar sprungur í jökli. Færið var æðislegt í rjómablíðu.Aðsend Hvernig fannst ykkur það að fara í línuna og sjá sprungur og vera á þessu svæði? „Sko það þurfti að vera alveg smá bil á mlli okkar þannig maður gat ekki talað eins mikið en við vorum með tónlist þannig þetta var bara allt í lagi.“ Haldið niður af toppnum.Aðsend Voruð þið eitthvað skelkaðar? „Sko við sáum nokkrar sprungur og þurftum að fara yfir þrjár sem við sáum allavega og flestar sprungurnar voru eiginlega fullar af snjó þannig þær voru ekkert eitthvað rosa stórar.“ Þannig þið voruð ekkert smeykar? „Nei nei. Þið voruð bara að hafa gaman? Jááááá.“ Útsýnið var glæsilegt.Aðsend Stelpurnar segja að þær hafi verið í góðu skapi alla ferðina og bara örlítið þreyttar. Skemmtilegast fannst stelpunum svo að renna sér niður eftir að hafa notið útsýnisins af hæsta tindi landsins þar sem þær tóku nóg af myndum og gæddu sér á nesti. Smá stopp á löngum fjallaskíðadegi.Aðsend Hvernig var að renna sér niður, voruð þið fljótar niður? „Við vorum svona tvo tíma niður. Það var geggjað færi. Þannig að veðrið, geggjað færi, geggjað veður? Já það var æðislegt, tuttugu gráður næstum því allan tímann.“ Brosað út að eyrum á fullkomnum degi.Aðsend
Börn og uppeldi Fjallamennska Krakkar Hvannadalshnjúkur Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira