Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2025 14:47 Baldur í Leyni er sannfærður um að hnúfubakurinn hafi verið að fagna því að horfið var frá því að setja vítissóta í Hvalfjörðinn. Eyjólfur Matthíasson Þeir félagar, frændur og nágrannar, Baldur Ketilsson kerfisstjóri hjá Vegagerðinni og Eyjólfur Matthíasson ljósmyndari náðu einstöku myndefni af hnúfubak sem var að leika listir sínar rétt við land í Hvalfirðinum. „Þetta hefur verið mikið sjónarspil síðustu daga en ég hef ekki séð þá stökkva svona rosalega. Hann er mikið að berja hafflötinn, sem hljómaði eins og skot úr haglabyssu,“ segir Baldur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir „helvítis læti í þessu“. Þeir Baldur og Eyjólfur segjast aldrei hafa séð önnur eins læti í hnúfubaknum.Eyjólfur Matthíasson Hann segist hafa fengið frænda sinn, sem býr við hliðina á sér á næsta bæ, til að koma og taka myndir af þessu. Baldur Ketilsson er ánægður með dýralífið í Hvalfirði.aðsend „Við erum á því að hann hafi verið að fagna því að það verður ekki settur vítissóti í Hvalfjörðinn. Við erum ekki hrifin af því,“ segir Baldur hlæjandi. En hann býr nánast við fjöruborðið í Hvalfirðinum sem er auðvitað perla í nágrenni Reykjavíkur. „Baldur í Leyni. En hann hefur örugglega verið í æti. Þorskurinn kemur gengur inn í fjörðinn, hann hrygnir þarna.“ Baldur segist hafa alist upp í Hvalfirðinum en þaðan eru afi hans og mamma. „Svo byggðum við okkur hús í fjöruborðinu sem heitir Leynir.“ Baldur segir mikið dýralíf í Hvalfirðinum, hann sér súluna steypa sér í ætið, haförn er með laup í næsta nágrenni og æðarvarp er nokkuð sem hann reynir að vernda. „Það er dýrðlegt að fylgjast með og hjálpa til við að koma á fót æðavarpi. Þar er ég að koma á fót Þingeyingi, sem er fuglahræða sem gerir ekkert annað en snúast í kringum sjálfan sig. Til að halda bjöllunni frá. Hún er skæð. Allt er þetta baráttan um brauðið.“ Þeir frændur segja að það hafi verið ótúleg læti í hnúfbaknum og gera fastlega ráð fyrir því að hann hafi verið að smala æti.Eyjólfur Matthíasson Eyjólfur segist hafa verið að ganga til náða þegar Baldur hringdi og dreif hann út til að taka myndir af hnúfubaknum. „Ég hef aldrei séð þetta áður. Ekki svona stökkvandi. Ég brunaði niður í fjöru til að mynda hann.“ Eyjólfur segist ekki sérfróður um hvalahegðun. „Er hann ekki bara að smala æti? Hann lamdi uggunum trekk í trekk og svo stökk hann. Og svo komu mávarnir þegar hann var horfinn.“ Dýr Hvalfjarðarsveit Hvalir Kjósarhreppur Tengdar fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þetta hefur verið mikið sjónarspil síðustu daga en ég hef ekki séð þá stökkva svona rosalega. Hann er mikið að berja hafflötinn, sem hljómaði eins og skot úr haglabyssu,“ segir Baldur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir „helvítis læti í þessu“. Þeir Baldur og Eyjólfur segjast aldrei hafa séð önnur eins læti í hnúfubaknum.Eyjólfur Matthíasson Hann segist hafa fengið frænda sinn, sem býr við hliðina á sér á næsta bæ, til að koma og taka myndir af þessu. Baldur Ketilsson er ánægður með dýralífið í Hvalfirði.aðsend „Við erum á því að hann hafi verið að fagna því að það verður ekki settur vítissóti í Hvalfjörðinn. Við erum ekki hrifin af því,“ segir Baldur hlæjandi. En hann býr nánast við fjöruborðið í Hvalfirðinum sem er auðvitað perla í nágrenni Reykjavíkur. „Baldur í Leyni. En hann hefur örugglega verið í æti. Þorskurinn kemur gengur inn í fjörðinn, hann hrygnir þarna.“ Baldur segist hafa alist upp í Hvalfirðinum en þaðan eru afi hans og mamma. „Svo byggðum við okkur hús í fjöruborðinu sem heitir Leynir.“ Baldur segir mikið dýralíf í Hvalfirðinum, hann sér súluna steypa sér í ætið, haförn er með laup í næsta nágrenni og æðarvarp er nokkuð sem hann reynir að vernda. „Það er dýrðlegt að fylgjast með og hjálpa til við að koma á fót æðavarpi. Þar er ég að koma á fót Þingeyingi, sem er fuglahræða sem gerir ekkert annað en snúast í kringum sjálfan sig. Til að halda bjöllunni frá. Hún er skæð. Allt er þetta baráttan um brauðið.“ Þeir frændur segja að það hafi verið ótúleg læti í hnúfbaknum og gera fastlega ráð fyrir því að hann hafi verið að smala æti.Eyjólfur Matthíasson Eyjólfur segist hafa verið að ganga til náða þegar Baldur hringdi og dreif hann út til að taka myndir af hnúfubaknum. „Ég hef aldrei séð þetta áður. Ekki svona stökkvandi. Ég brunaði niður í fjöru til að mynda hann.“ Eyjólfur segist ekki sérfróður um hvalahegðun. „Er hann ekki bara að smala æti? Hann lamdi uggunum trekk í trekk og svo stökk hann. Og svo komu mávarnir þegar hann var horfinn.“
Dýr Hvalfjarðarsveit Hvalir Kjósarhreppur Tengdar fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40