Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá 28 ára gamalli konu: „Er eðlilegt að upplifa tímabil með klikkaðri kynlöngun yfir í alls enga? Þá meina ég heilt ár. Ég veit ég er ekki eikynhneigð (e. asexual) en samt virðist ég geta lifað af án þess að stunda kynlíf í langan tíma og tekið svo tímabil þar sem allt æsir mig.“ Þetta er ekki óalgengt, ekki óeðlilegt og alls ekki eitthvað sem þarf endilega að laga. En það er áhugavert að skoða þessar sveiflur því þær geta kennt okkur ýmislegt um hvernig kynlöngun virkar. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Þegar við hugsum um kynlöngun hugsum við mörg um hana sem nokkuð stöðuga og fyrirsjáanlega. Við teljum okkur eiga að finna fyrir henni nokkuð reglulega í hverri viku eða mánuði. En í raun er hún sveiflukennd. Kynlöngun getur kviknað við minnsta áreiti eða kviknað hægt og rólega með snertingu, hljóðum, fantasíum eða hugsunum. Hún getur líka horfið tímabundið. Kynlöngun okkar getur líka verið háð því hvernig við hugsum almennt um kynlíf, hvaða væntingar við höfum til þess og það pláss sem við gefum kynverund okkar í lífinu. Stundum koma tímabil þar sem við finnum fyrir mjög lítilli eða engri kynlöngun.Getty Hvað kemur á undan kynlöngun? Við erum líka mörg vön að hugsa að kynlöngun eigi að kvikna skyndilega. Við erum svo oft að bíða eftir einhvers konar sprengju; sterku merki frá líkamanum sem segir „nú langar mig!“ En sjaldnast virkar þetta þannig, sérstaklega ekki þegar við erum í langtímasambandi, finnum fyrir mikilli streitu eða erum þreytt. Það sem kemur á undan kynlöngun er eftirvænting. Stundum er það ekki kynlöngunin sjálf sem vantar heldur skortur á eftirvæntingu. Kynlöngun kviknar hægt og rólega sem viðbragð við eftirvæntingu og öllu því sem við gerum þegar við erum að leyfa okkur að hlakka til. Forleikurinn er það sem gerist löngu áður en eitthvað kynferðislegt gerist. Að hugsa um væntanlegt kynlíf eða sjálfsfróun, senda skilaboð sem kitla kynlöngunina, augnaráð, dans, tónlist, kertaljós, heitir kossar eða hvísluð orð í eyra. En við getum líka notað ímyndunaraflið; fantaserað eða hlustað á bækur sem byrja að kveikja á kynlöngun. Það þarf ekki alltaf að leiða til kynlífs en það býr til tengingu og kveikir neista sem mögulega getur orðið að einhverju síðar. Eftirvænting snýst um að leyfa sér að hlakka til, hugsa um og byrja að kveikja á kynlöngun. Getty Kynlíf er stundum ekki í forgangi og það er allt í lagi Það koma líka tímabil þar sem við erum bara ekki til í kynlíf. Hvort sem við erum í sambandi eða ein, hvort sem það er vegna þess að við séum upptekin að sinna sköpunargleðinni eða erum að drukkna úr streitu. Það þýðir ekki að við séum búin að missa kynlöngunina fyrir fullt og allt eða að sambandið sé ónýtt. Þetta eru bara sveiflur og þær eru eðlilegur hluti af kynverund flestra. Stundum virkar best að vera ekki að reyna að laga kynlöngunina, heldur leyfa henni að vera eins og hún er. Það er hægt að flæða með henni, nýta sér þá glugga þegar þú finnur fyrir meiri löngun hvort sem það er í kringum egglos, frídafa eða hvað! Ef við viljum gera breytingar og byrja að hafa áhrif á kynlöngunina er gott að skoða hvað er öðruvísi þegar þú finnur fyrir mikilli kynlöngun og svo lítilli. Oft finnum við fyrir meiri kynlöngun þegar okkur líður betur í eigin skinni, okkur gengur vel í vinnunni og/eða fjölskyldulífinu. Kannski er það tengt því að hlúa vel að eigin þörfum og hugsa vel um líkamann. Er það tengt aukinni nánd og þegar þér líður vel í sambandinu þínu? Hvað er það sem einkennir þann tíma þar sem þú finnur fyrir meiri kynlöngun? Getur þú gert meira af því allt árið? Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Þetta er ekki óalgengt, ekki óeðlilegt og alls ekki eitthvað sem þarf endilega að laga. En það er áhugavert að skoða þessar sveiflur því þær geta kennt okkur ýmislegt um hvernig kynlöngun virkar. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Þegar við hugsum um kynlöngun hugsum við mörg um hana sem nokkuð stöðuga og fyrirsjáanlega. Við teljum okkur eiga að finna fyrir henni nokkuð reglulega í hverri viku eða mánuði. En í raun er hún sveiflukennd. Kynlöngun getur kviknað við minnsta áreiti eða kviknað hægt og rólega með snertingu, hljóðum, fantasíum eða hugsunum. Hún getur líka horfið tímabundið. Kynlöngun okkar getur líka verið háð því hvernig við hugsum almennt um kynlíf, hvaða væntingar við höfum til þess og það pláss sem við gefum kynverund okkar í lífinu. Stundum koma tímabil þar sem við finnum fyrir mjög lítilli eða engri kynlöngun.Getty Hvað kemur á undan kynlöngun? Við erum líka mörg vön að hugsa að kynlöngun eigi að kvikna skyndilega. Við erum svo oft að bíða eftir einhvers konar sprengju; sterku merki frá líkamanum sem segir „nú langar mig!“ En sjaldnast virkar þetta þannig, sérstaklega ekki þegar við erum í langtímasambandi, finnum fyrir mikilli streitu eða erum þreytt. Það sem kemur á undan kynlöngun er eftirvænting. Stundum er það ekki kynlöngunin sjálf sem vantar heldur skortur á eftirvæntingu. Kynlöngun kviknar hægt og rólega sem viðbragð við eftirvæntingu og öllu því sem við gerum þegar við erum að leyfa okkur að hlakka til. Forleikurinn er það sem gerist löngu áður en eitthvað kynferðislegt gerist. Að hugsa um væntanlegt kynlíf eða sjálfsfróun, senda skilaboð sem kitla kynlöngunina, augnaráð, dans, tónlist, kertaljós, heitir kossar eða hvísluð orð í eyra. En við getum líka notað ímyndunaraflið; fantaserað eða hlustað á bækur sem byrja að kveikja á kynlöngun. Það þarf ekki alltaf að leiða til kynlífs en það býr til tengingu og kveikir neista sem mögulega getur orðið að einhverju síðar. Eftirvænting snýst um að leyfa sér að hlakka til, hugsa um og byrja að kveikja á kynlöngun. Getty Kynlíf er stundum ekki í forgangi og það er allt í lagi Það koma líka tímabil þar sem við erum bara ekki til í kynlíf. Hvort sem við erum í sambandi eða ein, hvort sem það er vegna þess að við séum upptekin að sinna sköpunargleðinni eða erum að drukkna úr streitu. Það þýðir ekki að við séum búin að missa kynlöngunina fyrir fullt og allt eða að sambandið sé ónýtt. Þetta eru bara sveiflur og þær eru eðlilegur hluti af kynverund flestra. Stundum virkar best að vera ekki að reyna að laga kynlöngunina, heldur leyfa henni að vera eins og hún er. Það er hægt að flæða með henni, nýta sér þá glugga þegar þú finnur fyrir meiri löngun hvort sem það er í kringum egglos, frídafa eða hvað! Ef við viljum gera breytingar og byrja að hafa áhrif á kynlöngunina er gott að skoða hvað er öðruvísi þegar þú finnur fyrir mikilli kynlöngun og svo lítilli. Oft finnum við fyrir meiri kynlöngun þegar okkur líður betur í eigin skinni, okkur gengur vel í vinnunni og/eða fjölskyldulífinu. Kannski er það tengt því að hlúa vel að eigin þörfum og hugsa vel um líkamann. Er það tengt aukinni nánd og þegar þér líður vel í sambandinu þínu? Hvað er það sem einkennir þann tíma þar sem þú finnur fyrir meiri kynlöngun? Getur þú gert meira af því allt árið? Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira