Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2025 12:45 Oscar ásamt fósturmóður sinni. Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Kærunefnd útlendingamála birti í morgun umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn Oscars um landvistarleyfi er hafnað. Fósturforeldrar hans sögðu í Bítinu í morgun að þeim þætti líkt og embættismenn væru í persónulegri herferð gegn Oscari og sögðust engin svör hafa fengið frá ráðamönnum vegna málsins. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að málstaðstæður Oscars hafi verið metnar á sjálfstæðan hátt þegar hann var hér á landi ásamt föður sínum og systrum, í samræmi við reglur laga um útlendinga og að teknu tilliti til ákvæða barnaverndarlaga og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Þegar drengurinn sótti síðar um vernd sem fylgdarlaust barn var staða hans vissulega önnur en áður. Eftir rannsókn Útlendingastofnunar var niðurstaðan að sú breyting væri þó ekki þess eðlis að hún breytti fyrri ákvörðun stofnunarinnar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd. Endurtekinni umsókn hans var því vísað frá. Kærunefnd útlendingamála hefur nú staðfest þessa niðurstöðu og úrskurðað að drengurinn uppfylli ekki skilyrði laga til að fá alþjóðlega vernd.“ Ekki deilt um erfiðar aðstæður Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að taka það fram að ekki sé deilt um það að aðstæður drengsins í heimalandinu séu erfiðar. Engu að síður sé ekki fallist á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í heimalandi sínu. Það séu skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá alþjóðlega vernd. Þá hafi ekki verið talið að hann uppfyllti skilyrði fyrir dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna. „Þessi niðurstaða er fengin á grundvelli þeirra gagna sem voru lögð fram í málinu og mati á aðstæðum í Kólumbíu. Þegar um heimfylgd fylgdarlausra barna er að ræða er vandað til verka til að tryggja að tekið sé á móti þeim með viðeigandi hætti. Íslensk barnaverndaryfirvöld bera ábyrgð á að tryggja hagsmuni drengsins á meðan hann er staddur hér á landi og barnaverndaryfirvöld í Kólumbíu munu taka við ábyrgð á máli hans eftir að hann kemur þangað til lands.“ Segir stofnunin að mikilvægt sé að hafa í huga að þótt drengurinn segist vilja dvelja hér á landi og að hér á landi sé fjölskylda sem vilji sjá um hann þá eigi hann foreldra í heimalandi. Hvorki íslensk né kólumbísk barnaverndaryfirvöld hafi svipt þau forsjá. „Að lokum er rétt að taka fram að það er eðlilega þungbært að fá aðra niðurstöðu í máli sínu en vonir stóðu til. Þegar endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi liggur fyrir þarf því að hafa hugfast að það getur gert viðkvæma stöðu barns enn erfiðari að ýtt sé undir væntingar sem ekki verða uppfylltar.“ Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Kærunefnd útlendingamála birti í morgun umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn Oscars um landvistarleyfi er hafnað. Fósturforeldrar hans sögðu í Bítinu í morgun að þeim þætti líkt og embættismenn væru í persónulegri herferð gegn Oscari og sögðust engin svör hafa fengið frá ráðamönnum vegna málsins. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að málstaðstæður Oscars hafi verið metnar á sjálfstæðan hátt þegar hann var hér á landi ásamt föður sínum og systrum, í samræmi við reglur laga um útlendinga og að teknu tilliti til ákvæða barnaverndarlaga og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Þegar drengurinn sótti síðar um vernd sem fylgdarlaust barn var staða hans vissulega önnur en áður. Eftir rannsókn Útlendingastofnunar var niðurstaðan að sú breyting væri þó ekki þess eðlis að hún breytti fyrri ákvörðun stofnunarinnar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd. Endurtekinni umsókn hans var því vísað frá. Kærunefnd útlendingamála hefur nú staðfest þessa niðurstöðu og úrskurðað að drengurinn uppfylli ekki skilyrði laga til að fá alþjóðlega vernd.“ Ekki deilt um erfiðar aðstæður Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að taka það fram að ekki sé deilt um það að aðstæður drengsins í heimalandinu séu erfiðar. Engu að síður sé ekki fallist á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í heimalandi sínu. Það séu skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá alþjóðlega vernd. Þá hafi ekki verið talið að hann uppfyllti skilyrði fyrir dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna. „Þessi niðurstaða er fengin á grundvelli þeirra gagna sem voru lögð fram í málinu og mati á aðstæðum í Kólumbíu. Þegar um heimfylgd fylgdarlausra barna er að ræða er vandað til verka til að tryggja að tekið sé á móti þeim með viðeigandi hætti. Íslensk barnaverndaryfirvöld bera ábyrgð á að tryggja hagsmuni drengsins á meðan hann er staddur hér á landi og barnaverndaryfirvöld í Kólumbíu munu taka við ábyrgð á máli hans eftir að hann kemur þangað til lands.“ Segir stofnunin að mikilvægt sé að hafa í huga að þótt drengurinn segist vilja dvelja hér á landi og að hér á landi sé fjölskylda sem vilji sjá um hann þá eigi hann foreldra í heimalandi. Hvorki íslensk né kólumbísk barnaverndaryfirvöld hafi svipt þau forsjá. „Að lokum er rétt að taka fram að það er eðlilega þungbært að fá aðra niðurstöðu í máli sínu en vonir stóðu til. Þegar endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi liggur fyrir þarf því að hafa hugfast að það getur gert viðkvæma stöðu barns enn erfiðari að ýtt sé undir væntingar sem ekki verða uppfylltar.“
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira