Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Nýverið barst þessi spurning: „Mig dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en maka mínum. Er mjög hamingjusöm í 16 ára löngu sambandi og kynlífið gott. Er undirmeðvitundin að segja mér eitthvað? Er stundum með þvílíkt samviskubit þegar ég vakna,“ - 34 ára gömul kona. Flest erum við kynverur, líka í svefni. Það flókna við draumana okkar er að við höfum enga stjórn á þeim. Þar fær ímyndunaraflið að flæða frjálst hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar okkur dreymir kynferðislega drauma um aðra upplifum við stundum spennu, þrá eða löngun en það getur líka borið á skömm og sektarkennd. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Það að þig dreymi um að stunda kynlíf með einhverjum öðrum þýðir ekki endilega að þú sért á leiðinni út úr sambandinu eða leynir einhverju. Þú í raun hefur ekki stjórn á þessu og því ekki hægt að líta á það sem svik. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka! Köfum samt aðeins dýpra í það. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka.Getty Eru kynferðislegir draumar að segja þér eitthvað? Kannski, kannski ekki. Það þarf í raun ekki að lesa í þá, ég tel drauma ekki endilega þurfa að tákna eitthvað. Stundum kynnumst við nýju fólki sem við löðumst að og í kjölfarið eykst kynlöngun. Þessi aukna kynlöngun getur vissulega komið fram í draumum eins og annars staðar. Stundum erum við að kynnast okkur betur sem kynveru og það getur einnig ýtt undir kynlöngun, sem getur flætt yfir í draumana okkar. Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma og sum fá fullnægingu í svefni. En kannski er gott að staldra aðeins við og skoða þessa drauma fyrst þú veltir því fyrir þér hvort þeir tákni eitthvað. Hefur þú tekið eftir: Aukinni löngun í spennu, nýjunga eða meiri leikgleði? Hugsunum sem snúast um líkamsímynd eða það að upplifa kynlíf með öðrum : „Er ég enn æsandi?“, „Hvernig væri ég með einhverjum öðrum?“ Breytingu hjá þér varðandi það að rækta þig sem kynveru og leyfa þér að finna fyrir kynlöngun? Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma.Getty En af hverju vöknum við með samviskubit? Flest berum við mikla virðingu fyrir maka og viljum koma fram af heilindum. Við viljum ekki særa eða fara á bak við maka okkar. Sum ganga svo langt að þau fá samviskubit yfir því að hugsa um aðra manneskju eða taka eftir öðrum sem eru aðlaðandi. Það er mikilvægur partur af kynverund okkar allra að fá að fantasera. Þó svo að við séum í kærleiksríku og góðu sambandi þar sem kynlífið er gott er eðlilegt að stunda áfram sjálfsfróun og dreyma kynferðislega drauma. Að lokum er gott að minna sig á að kynferðislegir draumar þýða ekki endilega að eitthvað vanti í sambandið eða að þú sért ósátt við makann. Oft spegla þeir bara aukna kynlöngun, forvitni eða tengingu við eigin líkama. Það er vel hægt að bera virðingu fyrir maka og samt leyfa sér að vera áfram kynvera. Njóttu þess að dreyma kynferðislegra drauma, það má. Gangi þér vel <3 Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Flest erum við kynverur, líka í svefni. Það flókna við draumana okkar er að við höfum enga stjórn á þeim. Þar fær ímyndunaraflið að flæða frjálst hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar okkur dreymir kynferðislega drauma um aðra upplifum við stundum spennu, þrá eða löngun en það getur líka borið á skömm og sektarkennd. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Það að þig dreymi um að stunda kynlíf með einhverjum öðrum þýðir ekki endilega að þú sért á leiðinni út úr sambandinu eða leynir einhverju. Þú í raun hefur ekki stjórn á þessu og því ekki hægt að líta á það sem svik. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka! Köfum samt aðeins dýpra í það. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka.Getty Eru kynferðislegir draumar að segja þér eitthvað? Kannski, kannski ekki. Það þarf í raun ekki að lesa í þá, ég tel drauma ekki endilega þurfa að tákna eitthvað. Stundum kynnumst við nýju fólki sem við löðumst að og í kjölfarið eykst kynlöngun. Þessi aukna kynlöngun getur vissulega komið fram í draumum eins og annars staðar. Stundum erum við að kynnast okkur betur sem kynveru og það getur einnig ýtt undir kynlöngun, sem getur flætt yfir í draumana okkar. Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma og sum fá fullnægingu í svefni. En kannski er gott að staldra aðeins við og skoða þessa drauma fyrst þú veltir því fyrir þér hvort þeir tákni eitthvað. Hefur þú tekið eftir: Aukinni löngun í spennu, nýjunga eða meiri leikgleði? Hugsunum sem snúast um líkamsímynd eða það að upplifa kynlíf með öðrum : „Er ég enn æsandi?“, „Hvernig væri ég með einhverjum öðrum?“ Breytingu hjá þér varðandi það að rækta þig sem kynveru og leyfa þér að finna fyrir kynlöngun? Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma.Getty En af hverju vöknum við með samviskubit? Flest berum við mikla virðingu fyrir maka og viljum koma fram af heilindum. Við viljum ekki særa eða fara á bak við maka okkar. Sum ganga svo langt að þau fá samviskubit yfir því að hugsa um aðra manneskju eða taka eftir öðrum sem eru aðlaðandi. Það er mikilvægur partur af kynverund okkar allra að fá að fantasera. Þó svo að við séum í kærleiksríku og góðu sambandi þar sem kynlífið er gott er eðlilegt að stunda áfram sjálfsfróun og dreyma kynferðislega drauma. Að lokum er gott að minna sig á að kynferðislegir draumar þýða ekki endilega að eitthvað vanti í sambandið eða að þú sért ósátt við makann. Oft spegla þeir bara aukna kynlöngun, forvitni eða tengingu við eigin líkama. Það er vel hægt að bera virðingu fyrir maka og samt leyfa sér að vera áfram kynvera. Njóttu þess að dreyma kynferðislegra drauma, það má. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira