Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2025 12:16 Kristrún Forstadóttir forsætisráðherra og Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO funduðu í morgun. NATO Forsætisráðherra segir Atlantshafsbandalagið þurfa að beina sjónum sínum í auknum mæli til Norðurslóða, þangað sem alþjóðleg spenna er að færast. Ísland þurfi að byggja upp innviði, á borð við flugvelli og hafnir, til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. „Í 76 ár hafið þið hjálpað að tryggja öryggi okkar, samfélög okkar og grunngildi: Lýðræði, frelsi og réttarríkið. Þrátt fyrir að vera herlaus þjóð er Ísland enn mikilvægt til að tryggja öryggi okkar,“ þetta sagði Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Hann stiklaði í ræðu sinni á stóru um framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi þeirra innviða sem Ísland býður NATO-ríkjunum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ segir Kristrún en til umræðu var hlutverk Íslands og framlag til NATO. Rutte hafi lýst ánægju á framlagi Íslands. „Það er skilningur á því að við þurfum að halda okkur við það sem við erum sterk í, sem er þessi aðstaða og við höfum sagt frá því og erum gjarnan til í það að styrkja okkur enn frekar hvað það varðar.“ Í fyrra uppfyllti Ísland ekki skuldbindingar sínar, sem gefið hafði verið vilyrði fyrir til Úkraínu, og var því gefið í útlát til varna þar. Til skoðunar er að styrkja það enn frekar. „Ógnin frá Rússlandi austanmegin í Evrópu hún getur tengst vel inn á okkar svæði því ef illa fer í Úkraínu og Rússsar vinna það stríð þá getur ógnin farið að færast norður í okkar bakgarð,“ segir Kristrún. „Við eigum auðvitað að hafa skoðun á því hvers konar æfingar, hvers konar varnir eru í okkar nærumhverfi. Þetta er því miður veruleikinn sem við búumvið í dag. Þetta hefur verið lágspennusvæði, norðurslóðir, það er að breytast. Við þurfum að vera virkir þátttakendur í þessu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Í 76 ár hafið þið hjálpað að tryggja öryggi okkar, samfélög okkar og grunngildi: Lýðræði, frelsi og réttarríkið. Þrátt fyrir að vera herlaus þjóð er Ísland enn mikilvægt til að tryggja öryggi okkar,“ þetta sagði Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Hann stiklaði í ræðu sinni á stóru um framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi þeirra innviða sem Ísland býður NATO-ríkjunum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ segir Kristrún en til umræðu var hlutverk Íslands og framlag til NATO. Rutte hafi lýst ánægju á framlagi Íslands. „Það er skilningur á því að við þurfum að halda okkur við það sem við erum sterk í, sem er þessi aðstaða og við höfum sagt frá því og erum gjarnan til í það að styrkja okkur enn frekar hvað það varðar.“ Í fyrra uppfyllti Ísland ekki skuldbindingar sínar, sem gefið hafði verið vilyrði fyrir til Úkraínu, og var því gefið í útlát til varna þar. Til skoðunar er að styrkja það enn frekar. „Ógnin frá Rússlandi austanmegin í Evrópu hún getur tengst vel inn á okkar svæði því ef illa fer í Úkraínu og Rússsar vinna það stríð þá getur ógnin farið að færast norður í okkar bakgarð,“ segir Kristrún. „Við eigum auðvitað að hafa skoðun á því hvers konar æfingar, hvers konar varnir eru í okkar nærumhverfi. Þetta er því miður veruleikinn sem við búumvið í dag. Þetta hefur verið lágspennusvæði, norðurslóðir, það er að breytast. Við þurfum að vera virkir þátttakendur í þessu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52
Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“