Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. maí 2025 20:02 Ross Edgley hefur ýmsa fjöruna sopið, eiginlega í orðsins fyllstu merkingu. vísir/skjáskot Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund. Sundkappinn Ross Edgley sem syndir 1.600 kílómetra í kringum landið er nú kominn í land tímabundið eftir um tvær vikur á sjó. Hann hefur nú synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastar mæðinni í Grundarfirði áður en hann leggur aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Sundkappinn segir það góða tilbreytingu að finna fyrir jörð undir fótum eftir að hafa barist við öldurnar. „Við fengum frábært veður í u.þ.b. þrjá daga og það var gott. Eftir það fengum við norðanvind. Ég synti upp í öldurnar þegar þær brotnuðu á bátnum. Öldurnar skullu framan í mér.“ Sjóveiki hafi sett svip sinn á ferðina hingað til. „Það má sannarlega segja að hafið umhverfis Ísland hafi náð að yfirbuga nokkrar sálir. Við missum nokkra úr áhöfninni því þetta var ansi slæmt þarna úti. Sumir úr áhöfninni munu ekki. halda áfram með okkur.“ Áður en lagt var í hann sagði Ross að hann hefði mestar áhyggjur af því að fá svokallaða salttungu. Svo fór að ótti varð að veruleika á þriðja degi. „Tungan á mér var mesta fórnarlambið. Ég borða því hafraklatta og kornblöndu. Smábitar úr tungunni á mér eru að flagna. En okkur tókst að laga þetta og tungan er að gróa. Það var í raun kókosolía sem lagaði þetta. Hún mýkir tunguna. Ef ég er heppinn lýk ég sundinu með tungu í munninum.“ Það besta við að komast í land sé að gefa líkamanum tíma til að jafna sig á ótal nuddsárum sem tólf klukkutímar daglega í blautbúningi valda. „Ég hef dreift smáhlutum af sjálfum mér vítt og breitt um Ísland. Smábitar af tungunni og húðinni. Beinhákarl heilsaði upp á mig og háhyrningahjörð synti fram hjá mér. Þeir störðu á mig og við köstuðum kveðju hver á annan áður en þeir syntu sína leið.“ Kuldinn við Íslandsstrendur hefur komið Ross í opna skjöldu. Til að vinna gegn því fær Ross sér óhefðbundna fæðu í sjónum. „Ég drekk ýmsa undarlega vökva, t.d. appelsínusafa með hafragraut hitaðan upp með kókosolíu. Þetta er því kynleg blanda af mauki sem tungan og maginnkunna að meta.“ Sund Sjósund Íslandsvinir Grundarfjörður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Sundkappinn Ross Edgley sem syndir 1.600 kílómetra í kringum landið er nú kominn í land tímabundið eftir um tvær vikur á sjó. Hann hefur nú synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastar mæðinni í Grundarfirði áður en hann leggur aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Sundkappinn segir það góða tilbreytingu að finna fyrir jörð undir fótum eftir að hafa barist við öldurnar. „Við fengum frábært veður í u.þ.b. þrjá daga og það var gott. Eftir það fengum við norðanvind. Ég synti upp í öldurnar þegar þær brotnuðu á bátnum. Öldurnar skullu framan í mér.“ Sjóveiki hafi sett svip sinn á ferðina hingað til. „Það má sannarlega segja að hafið umhverfis Ísland hafi náð að yfirbuga nokkrar sálir. Við missum nokkra úr áhöfninni því þetta var ansi slæmt þarna úti. Sumir úr áhöfninni munu ekki. halda áfram með okkur.“ Áður en lagt var í hann sagði Ross að hann hefði mestar áhyggjur af því að fá svokallaða salttungu. Svo fór að ótti varð að veruleika á þriðja degi. „Tungan á mér var mesta fórnarlambið. Ég borða því hafraklatta og kornblöndu. Smábitar úr tungunni á mér eru að flagna. En okkur tókst að laga þetta og tungan er að gróa. Það var í raun kókosolía sem lagaði þetta. Hún mýkir tunguna. Ef ég er heppinn lýk ég sundinu með tungu í munninum.“ Það besta við að komast í land sé að gefa líkamanum tíma til að jafna sig á ótal nuddsárum sem tólf klukkutímar daglega í blautbúningi valda. „Ég hef dreift smáhlutum af sjálfum mér vítt og breitt um Ísland. Smábitar af tungunni og húðinni. Beinhákarl heilsaði upp á mig og háhyrningahjörð synti fram hjá mér. Þeir störðu á mig og við köstuðum kveðju hver á annan áður en þeir syntu sína leið.“ Kuldinn við Íslandsstrendur hefur komið Ross í opna skjöldu. Til að vinna gegn því fær Ross sér óhefðbundna fæðu í sjónum. „Ég drekk ýmsa undarlega vökva, t.d. appelsínusafa með hafragraut hitaðan upp með kókosolíu. Þetta er því kynleg blanda af mauki sem tungan og maginnkunna að meta.“
Sund Sjósund Íslandsvinir Grundarfjörður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira