„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júní 2025 15:23 Nordic Live Events harma það að troðningur hafi myndast og gestir hlotið minniháttar meiðsli. Vísir/Viktor Freyr Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nordic Live Events sem Björgvin Þór Rúnarsson, meðeigandi fyrirtækisins, sendi á fréttastofu. „Mikill fjöldi gesta sótti tónleikana, en engu að síður nokkuð færri en leyfi gera ráð fyrir. Við undirbúning tónleikanna var mikið kapp lagt á allt utanumhald og meðal annars tekin ákvörðun um að gæsla yrði tvöföld sú sem aðstandendum bar að halda úti,“ segir í tilkynningunni. Þá segir í tilkynningunni að skapast hafi þær aðstæður að mikill troðningur myndaðist þegar mikill fjöldi gesta hélt samtímis út úr tónleikasalnum. Fréttastofa ræddi í dag við yfirmann öryggisgæslu á tónleikum sem sagði fimmtán mínútna pásu í dagskránni hafa orsakað troðninginn og að forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. „Einhver tónleikagesta hlutu minniháttar meiðsl. Taka þurfti stjórn á aðstæðum strax - sem tókst á um það bil 20-30 mínútum,“ segir í tilkynningunni frá Nordic Live Events. Á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í dag hefur fjöldi fólks lýst því yfir að þau hafi þurft að leita á bráðamóttökuna vegna áverka. „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast á viðburði sem að öllu öðru leyti fór vel fram. Sem betur fer tókst að vinna hratt og örugglega úr málum og mikilvægast af öllu er að draga lærdóm af þessu fyrir framtíðarviðburði í húsinu,“ segir að lokum í tilkynningunni. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nordic Live Events sem Björgvin Þór Rúnarsson, meðeigandi fyrirtækisins, sendi á fréttastofu. „Mikill fjöldi gesta sótti tónleikana, en engu að síður nokkuð færri en leyfi gera ráð fyrir. Við undirbúning tónleikanna var mikið kapp lagt á allt utanumhald og meðal annars tekin ákvörðun um að gæsla yrði tvöföld sú sem aðstandendum bar að halda úti,“ segir í tilkynningunni. Þá segir í tilkynningunni að skapast hafi þær aðstæður að mikill troðningur myndaðist þegar mikill fjöldi gesta hélt samtímis út úr tónleikasalnum. Fréttastofa ræddi í dag við yfirmann öryggisgæslu á tónleikum sem sagði fimmtán mínútna pásu í dagskránni hafa orsakað troðninginn og að forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. „Einhver tónleikagesta hlutu minniháttar meiðsl. Taka þurfti stjórn á aðstæðum strax - sem tókst á um það bil 20-30 mínútum,“ segir í tilkynningunni frá Nordic Live Events. Á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í dag hefur fjöldi fólks lýst því yfir að þau hafi þurft að leita á bráðamóttökuna vegna áverka. „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast á viðburði sem að öllu öðru leyti fór vel fram. Sem betur fer tókst að vinna hratt og örugglega úr málum og mikilvægast af öllu er að draga lærdóm af þessu fyrir framtíðarviðburði í húsinu,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira