Stærsta brautskráning í sögu skólans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 17:47 Aldrei hafa jafn margir brautskráðst frá skólanum. FG Aldrei hafa jafn margir útskrifast úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í sögu skólans. 159 nemendur brautskráðust frá skólanum í gær. „Af þeim 159 sem brautskráðust voru 49 af listnámsbrautum, 30 af viðskiptabraut, 21 af hönnunar og markaðsbraut, 18 af náttúrufræðibraut, 17 af félagsvísindabraut, 17 af íþróttabraut, fjórir með lokapróf frá FG og þrír af alþjóðabrautum. Þá voru einnig með í hópnum 13 sem luku námi á miðönn skólans,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Hermann Guðmundsson hlaut titilinn dúx en hann brautskráðist með 9,6 í einkunn af félagsvísindabraut skólans. Semídúxinn kom af hönnunar- og markaðsbraut en það var Kalina Louisa Kamenova Mihaleva sem var með 9,4 í meðaleinkunn. Bæði Hermann og Kalina fengu að auki fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Hermann Guðmundsson var dúx skólans með 9,6 í meðaleinkunn.FG Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti nemendafélags FG, NFFG, tók til máls við athöfnina. Hún var sérstaklega þakklát fyrir góðan árangur í góðverðarviku skólans. Nemendafélagið safnaði um 1,2 milljón króna til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Vert er að taka fram að sem hluti af góðgerðarvikunni fékk Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, sér húðflúr af lunda. „Þá var ég stoltur af mínu fólki. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða tattoo ég fæ mér næst,“ sagði Kristinn í ávarpi sínu við athöfnina. Fyrir hönd nemenda flutti Eiríkur Örn Beck ávarp nýstúdenta. Rakel Inga Ólafsdóttir, Eydís Ósk Sævarsdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir og Mikael Steinn Guðmundsson flutti tónlistaratriði. Einstaklega góð stjórn Nýstúdentar skólans stóðu sig greinilega með prýði á liðnum árum þar sem fjöldi nemenda fengu margvísleg verðlaun, bæði fyrir góðan námsárangur og skólasókn. Líkt og áður kom fram fengu Hermann dúx og Kalina semídúx fjölda verðlauna. Hulda Líf Bjarkadóttir fékk sérstök verðlaun Soroptimistafélagsins í Hafnarfirði fyrir framfarir og þrautseigju í námi. Stjórn nemendafélagsins fékk einnig sérstök verðlaun „fyrir vel unnin störf í þágu nemenda, enda almennt talið að þessi stjórn hafi verið einstaklega góð,“ stendur í tilkynningu skólans. Kolfinna Björt, Daníel Orri, Erla Mjöll, Eva Júlía, Jónas Breki og Kristín Jóhanna sátu í stjórn nemendafélagsins. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að nemendurnir söfnuðu 120 þúsund krónum en í raun söfnuðu þau um 1,2 milljónum króna. Framhaldsskólar Garðabær Dúxar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Af þeim 159 sem brautskráðust voru 49 af listnámsbrautum, 30 af viðskiptabraut, 21 af hönnunar og markaðsbraut, 18 af náttúrufræðibraut, 17 af félagsvísindabraut, 17 af íþróttabraut, fjórir með lokapróf frá FG og þrír af alþjóðabrautum. Þá voru einnig með í hópnum 13 sem luku námi á miðönn skólans,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Hermann Guðmundsson hlaut titilinn dúx en hann brautskráðist með 9,6 í einkunn af félagsvísindabraut skólans. Semídúxinn kom af hönnunar- og markaðsbraut en það var Kalina Louisa Kamenova Mihaleva sem var með 9,4 í meðaleinkunn. Bæði Hermann og Kalina fengu að auki fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Hermann Guðmundsson var dúx skólans með 9,6 í meðaleinkunn.FG Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti nemendafélags FG, NFFG, tók til máls við athöfnina. Hún var sérstaklega þakklát fyrir góðan árangur í góðverðarviku skólans. Nemendafélagið safnaði um 1,2 milljón króna til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Vert er að taka fram að sem hluti af góðgerðarvikunni fékk Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, sér húðflúr af lunda. „Þá var ég stoltur af mínu fólki. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða tattoo ég fæ mér næst,“ sagði Kristinn í ávarpi sínu við athöfnina. Fyrir hönd nemenda flutti Eiríkur Örn Beck ávarp nýstúdenta. Rakel Inga Ólafsdóttir, Eydís Ósk Sævarsdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir og Mikael Steinn Guðmundsson flutti tónlistaratriði. Einstaklega góð stjórn Nýstúdentar skólans stóðu sig greinilega með prýði á liðnum árum þar sem fjöldi nemenda fengu margvísleg verðlaun, bæði fyrir góðan námsárangur og skólasókn. Líkt og áður kom fram fengu Hermann dúx og Kalina semídúx fjölda verðlauna. Hulda Líf Bjarkadóttir fékk sérstök verðlaun Soroptimistafélagsins í Hafnarfirði fyrir framfarir og þrautseigju í námi. Stjórn nemendafélagsins fékk einnig sérstök verðlaun „fyrir vel unnin störf í þágu nemenda, enda almennt talið að þessi stjórn hafi verið einstaklega góð,“ stendur í tilkynningu skólans. Kolfinna Björt, Daníel Orri, Erla Mjöll, Eva Júlía, Jónas Breki og Kristín Jóhanna sátu í stjórn nemendafélagsins. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að nemendurnir söfnuðu 120 þúsund krónum en í raun söfnuðu þau um 1,2 milljónum króna.
Framhaldsskólar Garðabær Dúxar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira