„Ættum frekar að láta borgina skrifa undir mannréttindasáttmála“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2025 16:11 Málefni körfuboltafélagsins Aþenu hafa vakið athygli undanfarna daga en óljóst er með framtíð þess. Vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Samstarfið við Leikni verið farsælt Brynjar Karl og Jóhanna Jakobsdóttir annar talsmaður Aþenu segja félagið ekki getað starfað undir slíkri aðgreiningu. Samningurinn sem rann út á dögunum var rekstrarsamningur en nú sé einungis verið að bjóða þeim afnotasamning. Með honum kæmi Aþena til með að missa lyklavöld að æfingahúsinu með þeim afleiðingum að í hvert skipti sem félagið ætlaði að halda aukaæfingar, æfingakeppnir eða aðra viðburði innan félagsins, utan tilsettra æfingatíma, þyrfti að biðja um leyfi og fjármagn fyrir því. Hann segir ótal viðburði fara fram á vegum félagsins utan æfingatíma og þeir séu bæði tengdir körfubolta og ekki. Viðburðirnir séu meðal annars félagslegur vettvangur fyrir börn úr viðkvæmustu hópum samfélagsins. „Rekstrarsamningur þýðir hjá Reykjavíkurborg að þú ert með lyklavöld og þarft ekki að spyrja um leyfi frá Reykjavíkurborg til að fara inn í húsið,“ útskýrir Jóhanna í samtali við fréttastofu, en hún sér um rekstur hússins ásamt Leikni. Hún segir samstarf félaganna tveggja hafa gengið farsællega undanfarin ár. „Þeir eru bara úti í fótbolta og við inni í körfubolta,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Þurfi félagið að biðja um aðgang að húsinu í hvert skipti sem til stendur að halda viðburði utan æfinga þurfi að kalla út manneskju á vegum borgarinnar í það sem sé gríðarlega kostnaðarsamt. „Þetta er bara leið til að drepa félagið,“ segir Jóhanna. Brynjar og Jóhanna nefna dæmi ótal viðburða sem félagið stendur fyrir utan körfuboltans. Aukaæfingar, æfingaleiki, hópefli og svo framvegis. „Með þessu eru þau að taka allt samfélagið út úr félaginu,“ segir Jóhanna. Komu af fjöllum vegna mannréttindaákvæða Bæði sátu þau fund með Skúla Helgasyni formanni menningar- og íþróttaráðs í gær. Brynjar kveðst vera með óbragð í munninum yfir því sem fram kom á fundinum samanborið við þau svör sem Skúli gaf fréttastofu. Hann sagðist hafa sent fulltrúum Aþenu samningsupplegg eftir fundinn til að staðfesta þær tillögur sem kynntar hefðu verið. Brynjar og Jóhanna segjast bæði koma af fjöllum hvað varðar ákvæði um samskipti og mannréttindastefnu borgarinnar. Þau segjast ekki hafa heyrt af slíku fyrr en frétt þess efnis birtist fyrr í dag. „Hann minntist aldrei á einhvern mannréttindasamning og af hverju verið væri að henda því inn. Ef þeim finnst eitthvað að geta þeir alveg gert athugasemd við það en það hefur enginn gert athugasemd við eitt né neitt. Þeim er drullusama um börnin. Og að segja svo að þetta snúist allt um börnin er bara hræsni,“ segir Brynjar og heldur áfram: „Við ættum miklu frekar að láta borgina skrifa undir mannréttindasáttmála sem þeir þurfa að standa við. Af því að ef einhver er ekki að fylgja mannréttindum þá er það Reykjavíkurborg.“ Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Borgarstjórn Leiknir Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Samstarfið við Leikni verið farsælt Brynjar Karl og Jóhanna Jakobsdóttir annar talsmaður Aþenu segja félagið ekki getað starfað undir slíkri aðgreiningu. Samningurinn sem rann út á dögunum var rekstrarsamningur en nú sé einungis verið að bjóða þeim afnotasamning. Með honum kæmi Aþena til með að missa lyklavöld að æfingahúsinu með þeim afleiðingum að í hvert skipti sem félagið ætlaði að halda aukaæfingar, æfingakeppnir eða aðra viðburði innan félagsins, utan tilsettra æfingatíma, þyrfti að biðja um leyfi og fjármagn fyrir því. Hann segir ótal viðburði fara fram á vegum félagsins utan æfingatíma og þeir séu bæði tengdir körfubolta og ekki. Viðburðirnir séu meðal annars félagslegur vettvangur fyrir börn úr viðkvæmustu hópum samfélagsins. „Rekstrarsamningur þýðir hjá Reykjavíkurborg að þú ert með lyklavöld og þarft ekki að spyrja um leyfi frá Reykjavíkurborg til að fara inn í húsið,“ útskýrir Jóhanna í samtali við fréttastofu, en hún sér um rekstur hússins ásamt Leikni. Hún segir samstarf félaganna tveggja hafa gengið farsællega undanfarin ár. „Þeir eru bara úti í fótbolta og við inni í körfubolta,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Þurfi félagið að biðja um aðgang að húsinu í hvert skipti sem til stendur að halda viðburði utan æfinga þurfi að kalla út manneskju á vegum borgarinnar í það sem sé gríðarlega kostnaðarsamt. „Þetta er bara leið til að drepa félagið,“ segir Jóhanna. Brynjar og Jóhanna nefna dæmi ótal viðburða sem félagið stendur fyrir utan körfuboltans. Aukaæfingar, æfingaleiki, hópefli og svo framvegis. „Með þessu eru þau að taka allt samfélagið út úr félaginu,“ segir Jóhanna. Komu af fjöllum vegna mannréttindaákvæða Bæði sátu þau fund með Skúla Helgasyni formanni menningar- og íþróttaráðs í gær. Brynjar kveðst vera með óbragð í munninum yfir því sem fram kom á fundinum samanborið við þau svör sem Skúli gaf fréttastofu. Hann sagðist hafa sent fulltrúum Aþenu samningsupplegg eftir fundinn til að staðfesta þær tillögur sem kynntar hefðu verið. Brynjar og Jóhanna segjast bæði koma af fjöllum hvað varðar ákvæði um samskipti og mannréttindastefnu borgarinnar. Þau segjast ekki hafa heyrt af slíku fyrr en frétt þess efnis birtist fyrr í dag. „Hann minntist aldrei á einhvern mannréttindasamning og af hverju verið væri að henda því inn. Ef þeim finnst eitthvað að geta þeir alveg gert athugasemd við það en það hefur enginn gert athugasemd við eitt né neitt. Þeim er drullusama um börnin. Og að segja svo að þetta snúist allt um börnin er bara hræsni,“ segir Brynjar og heldur áfram: „Við ættum miklu frekar að láta borgina skrifa undir mannréttindasáttmála sem þeir þurfa að standa við. Af því að ef einhver er ekki að fylgja mannréttindum þá er það Reykjavíkurborg.“
Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Borgarstjórn Leiknir Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira