Um 160 fatlaðir starfsmenn hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2025 21:05 Eitt af fallegu verkunum, hjá starfsmönnunum í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil starfsemi fer fram hjá Ás styrktarfélagi í Kópavogi en þar vinna um 160 fatlaðir starfsmenn við fjölbreytt störf. Endurnýting á hlutum er stór hluti af starfseminni þar sem hlutum, sem er hent er breytt í nytsamlega hluti, Ás styrktarfélag er með starfsemi sína í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi þar sem eru þrír vinnusalir og verslun með munum, sem búnir eru til að staðnum. Verkefnin eru fjölbreytt, sem unnin eru á þessum flotta og skemmtilega vinnustað. „Þetta er vinnustaður, Vinna og virkni köllum við þetta og hér erum við að framleiða ýmsar flottar vörur. Við erum með textíl og smiðju, keramik, smíðastofu og ótrúlega mikið af flottu og skemmtilegu starfsfólki,“ segir Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri Ás vinnustofu. Halldóra segir að allir starfsmenn eiga sitt heimasvæði þar sem verkin eru unnin og svo fer fólkið líka á milli svæða þannig að allir fái að prófa reglulega að vinna á starfsstöðvunum. „Afrakstur vinnunnar erum við svo að selja á vormarkaðnum núna á fimmtudaginn og eins á jólamarkaðnum, og ég hvet fólk til að koma á fimmtudaginn því að það er mjög margt fallegt hérna og mikil vinna lögð í vörurnar hérna hjá okkur,“ segir Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags. Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags (t.h.) og Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri vinnustaðarins, sem eru alltaf svo hressar og kátar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Endurvinnsla er stór hluti af starfsemi vinnustaðarins. „Heyrðu, við erum að sauma úr endurunnu efni. Við fengum hérna gallabuxur og erum með útsaum frá fólkinu okkar. Við eigum að sjálfsögðu að gera miklu meira að því að endurvinna hluti,“ segir Rakel Mjöll Guðmundsdóttir, stuðningsráðgjafi. Og á textílsvæðinu er verið að vinna ótrúlega fallega hluti eins og sést á veggnum. „Mig langar að sýna þér eins og bara þetta hérna. Það er einhver sem getur gert grunninn og svo er einhver, sem teiknar myndina, einhver, sem setur hana á, einhver sem þæfir hana og einhver, sem klárar hana. Þannig að það eru margar hendur, sem koma að einu verki. Þetta er ekki gert á einum degi,“ segir Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu. Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu en þar er verið að gera frábæra hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á staðnum eru um 160 starfsmenn að vinna og það eru allir svo kátir og hressir. Það er alltaf meira en nóg að gera í kertagerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mest gaman er að setjast niður og vinna og bara spjalla við fólkið hérna, það er alltaf svo mikið fjör hérna,” segir Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. „Ég er að þæfa og það gengur bara vel”, segir Anna Líf Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. Í lokin má geta þess að sumarmarkaður Ás styrktarfélags verður haldinn fimmtudaginn 5. júní í Ögurhvarfinu frá klukkan 13:00 til 15:30. Sumarmarkaður verður haldinn fimmtudaginn 5. júní þar sem allir eru velkomnir að mæta á staðinn og gera góð kaup. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Ás styrktarfélag er með starfsemi sína í Ögurhvarfi 6 í Kópavogi þar sem eru þrír vinnusalir og verslun með munum, sem búnir eru til að staðnum. Verkefnin eru fjölbreytt, sem unnin eru á þessum flotta og skemmtilega vinnustað. „Þetta er vinnustaður, Vinna og virkni köllum við þetta og hér erum við að framleiða ýmsar flottar vörur. Við erum með textíl og smiðju, keramik, smíðastofu og ótrúlega mikið af flottu og skemmtilegu starfsfólki,“ segir Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri Ás vinnustofu. Halldóra segir að allir starfsmenn eiga sitt heimasvæði þar sem verkin eru unnin og svo fer fólkið líka á milli svæða þannig að allir fái að prófa reglulega að vinna á starfsstöðvunum. „Afrakstur vinnunnar erum við svo að selja á vormarkaðnum núna á fimmtudaginn og eins á jólamarkaðnum, og ég hvet fólk til að koma á fimmtudaginn því að það er mjög margt fallegt hérna og mikil vinna lögð í vörurnar hérna hjá okkur,“ segir Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags. Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, rekstrarstjóri Ás styrktarfélags (t.h.) og Halldóra Kolka B. Ísberg, deildarstjóri vinnustaðarins, sem eru alltaf svo hressar og kátar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Endurvinnsla er stór hluti af starfsemi vinnustaðarins. „Heyrðu, við erum að sauma úr endurunnu efni. Við fengum hérna gallabuxur og erum með útsaum frá fólkinu okkar. Við eigum að sjálfsögðu að gera miklu meira að því að endurvinna hluti,“ segir Rakel Mjöll Guðmundsdóttir, stuðningsráðgjafi. Og á textílsvæðinu er verið að vinna ótrúlega fallega hluti eins og sést á veggnum. „Mig langar að sýna þér eins og bara þetta hérna. Það er einhver sem getur gert grunninn og svo er einhver, sem teiknar myndina, einhver, sem setur hana á, einhver sem þæfir hana og einhver, sem klárar hana. Þannig að það eru margar hendur, sem koma að einu verki. Þetta er ekki gert á einum degi,“ segir Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu. Þórey Gylfadóttir, hópstjóri yfir textíl vinnusvæðinu en þar er verið að gera frábæra hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á staðnum eru um 160 starfsmenn að vinna og það eru allir svo kátir og hressir. Það er alltaf meira en nóg að gera í kertagerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mest gaman er að setjast niður og vinna og bara spjalla við fólkið hérna, það er alltaf svo mikið fjör hérna,” segir Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. „Ég er að þæfa og það gengur bara vel”, segir Anna Líf Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Ás styrktarfélagi. Í lokin má geta þess að sumarmarkaður Ás styrktarfélags verður haldinn fimmtudaginn 5. júní í Ögurhvarfinu frá klukkan 13:00 til 15:30. Sumarmarkaður verður haldinn fimmtudaginn 5. júní þar sem allir eru velkomnir að mæta á staðinn og gera góð kaup. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira