Börn verði að fá þau skilaboð að ofbeldi gegn þeim sé aldrei réttlætanlegt Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júní 2025 21:26 Elísabet vonar að niðurstöðurnar leiði til breytinga innan lögreglunnar. Vísir/Sigurjón Fá mál sem Barnavernd Reykjavíkur vísar til lögreglu, þar sem grunur leikur á alvarlegu ofbeldi gegn barni, leiða til ákæru. Þetta sýnir meistararannsókn Elísabetar Gunnarsdóttur, félagsráðgjafa og deildarstjóra hjá Barnavernd Reykjavíkur. Á sama tíma og ákærur eru fáar og fá mál eru send til lögreglu hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað jafnt og þétt úr 214 árið 2015 í 485 árið 2024. Elísabet skoðaði í rannsókn sinni alls 113 mál. „Þar lágu að baki 107 börn því málum sex barna hafði verið vísað í tvígang til lögreglu. Það voru 107 börn og það var gefin út ákæra í málum 22 barna af þeim 107 sem rannsóknin tók til,“ segir Elísabet. Tilkynningum hefur fjölgað verulega en málin eru alltaf fá sem enda hjá lögreglu. Málin sem enda hjá lögreglu eru því, hlutfallslega, afar fá. Elísabet segir það háð mati starfsmanns barnaverndar hvenær mál fara þangað og sú ákvörðun sé alltaf tekin með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Misjafnt var hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. Misjafnt er hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. „Í málum 64 barna var grunur um að það hefði verið slegið, lamið eða kýlt og það var algengasta tegund ofbeldisins sem var um ræða. í 34 tilfellum var grunur um að barn hefði verið slegið með einhverju, það var algengast að það hefði verið slegið með priki eða belti og í einu tilfelli var grunur um að barn hefði verið slegið með stálröri Misjafnt er eftir árum hversu mörgum málum var svo vísað til lögreglunnar. en í meirihluta tilfella var svo ekki gefin út ákæra, eða aðeins í 22 málum. Niðurstaða fyrir dómi var svo sú að tíu foreldrar hlutu dóm. Afdrif mála hjá lögreglunni. „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og sönnunarbyrðin er afskaplega þung, þannig ég held að það skýri það að hluta til.“ Fjallað var um ofbeldi gegn börnum á málþingi í HR sem skipulagt var í kringum rannsókn Elísabetar. Hún segir áríðandi að skilaboð samfélagsins til barna séu skýr. „Ég held að við verðum allavega að huga að því hvaða skilaboð við erum að gefa þessum börnum. Það verður að vanda vel til verka þegar kemur að þessum málaflokki. Um er að ræða börn sem hafa upplifað og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og við verðum að passa að gefa þau skilaboð að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“ Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Tengdar fréttir Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00 Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03 Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Á sama tíma og ákærur eru fáar og fá mál eru send til lögreglu hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað jafnt og þétt úr 214 árið 2015 í 485 árið 2024. Elísabet skoðaði í rannsókn sinni alls 113 mál. „Þar lágu að baki 107 börn því málum sex barna hafði verið vísað í tvígang til lögreglu. Það voru 107 börn og það var gefin út ákæra í málum 22 barna af þeim 107 sem rannsóknin tók til,“ segir Elísabet. Tilkynningum hefur fjölgað verulega en málin eru alltaf fá sem enda hjá lögreglu. Málin sem enda hjá lögreglu eru því, hlutfallslega, afar fá. Elísabet segir það háð mati starfsmanns barnaverndar hvenær mál fara þangað og sú ákvörðun sé alltaf tekin með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Misjafnt var hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. Misjafnt er hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. „Í málum 64 barna var grunur um að það hefði verið slegið, lamið eða kýlt og það var algengasta tegund ofbeldisins sem var um ræða. í 34 tilfellum var grunur um að barn hefði verið slegið með einhverju, það var algengast að það hefði verið slegið með priki eða belti og í einu tilfelli var grunur um að barn hefði verið slegið með stálröri Misjafnt er eftir árum hversu mörgum málum var svo vísað til lögreglunnar. en í meirihluta tilfella var svo ekki gefin út ákæra, eða aðeins í 22 málum. Niðurstaða fyrir dómi var svo sú að tíu foreldrar hlutu dóm. Afdrif mála hjá lögreglunni. „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og sönnunarbyrðin er afskaplega þung, þannig ég held að það skýri það að hluta til.“ Fjallað var um ofbeldi gegn börnum á málþingi í HR sem skipulagt var í kringum rannsókn Elísabetar. Hún segir áríðandi að skilaboð samfélagsins til barna séu skýr. „Ég held að við verðum allavega að huga að því hvaða skilaboð við erum að gefa þessum börnum. Það verður að vanda vel til verka þegar kemur að þessum málaflokki. Um er að ræða börn sem hafa upplifað og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og við verðum að passa að gefa þau skilaboð að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Tengdar fréttir Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00 Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03 Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00
Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03
Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13