Íbúar leiti réttar síns vegna flautsins: „Þetta er lýðheilsuógn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2025 11:42 Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir blístrið á svipaðri tíðni og barnsgrátur. Vísir Umtalað „djöflablístur“ eða „draugahljóð“ virðist leika íbúa fleiri hverfa en Laugarneshverfis grátt. Hljóðverkfræðingur segir hljóðið lýðheilsuógn og hvetur íbúasamtök til að leita réttar síns. Þreyttir foreldrar í Urriðaholti íhuga að gera nákvæmlega það. Fljótlega eftir að Anna Kristín Árnadóttir flutti í glænýja íbúð við Maríu í Urriðaholti fyrir rúmu ári varð hún vör við sams konar flauthljóð og heyra má á Hallgerðargötu þegar vindur blæs úr norðanátt. Hún segir sömu sögu og íbúar Laugarneshverfis um að hljóðið haldi fyrir henni vöku og sé hreint út sagt ærandi. Verktakinn lofi öllu fögru „Ég hefði viljað vera búin að taka eftir þessu þegar ég flutti inn því þá hefði ég neitað að greiða ÞG verk lokagreiðsluna,“ segir Anna. Blístrið líkist því sem heyrist í Laugarnesinu, líkt og heyra má hér að neðan. Verktakinn ÞG verk hefur séð um byggingu íbúða við Maríugötu og Vinastræti í Urriðaholti í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Hermannssyni gæðafulltrúa ÞG verks hefur verktakafyrirtækið fengið ábendingar um hljóðið. Ekki sé víst hvar upptökin séu en unnið sé í leiðum til úrbóta í samstarfi við hljóðverkfræðinga og íbúa. „Það er ágætis samtal á milli okkar,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Anna segir málið aftur á móti ekki svo einfalt. „Þeir lofa okkur öllu fögru og segja okkur að það sé að koma verkfræðingur að kíkja á þetta. Segja okkur svo að til þess að hægt sé að laga þetta þá þurfum við að vita hvaðan þetta berst,“ segir Anna. Það liggi þó í augum uppi hvaðan hljóðið komi, svalahandriði í blokk við Maríugötu 15. Þegar hvessir úr norðanátt ómi um götuna. Ekkert í lagi ef svefninn er það ekki Anna og fjölskylda íhugar að fá lögfræðing með sér í lið og leita réttar síns. „Okkur langar bara að flytja en við erum ekki enn búið að finna neitt annað. En svo er maður hræddur af því að ef ég hefði keypt þessa íbúð af annarri manneskju sem hefði búið þarna og vitað af þessu, þá hefði ég farið í mál við hana.“ Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir hljóðið á tíðnisviði þar sem mannseyrað er hrikalega næmt. Hann segir tíðnina á sömu tíðni og barnsgrát. Í Reykjavík síðdegis í gær sagðist hann fyrst hafa heyrt hljóð af þessu tagi á nýrri brú yfir Breiðholtsbraut. „Þetta er lýðheilsuógn. Þannig að hverfasamtökin þurfa að taka þetta upp á sína arma, hafa samband við þessa íbúa og þeir verða að sækja rétt sinn gagnvart þeim sem seldu þeim þessar íbúðir. Ég hef reynt það sjálfur, ef svefninn er ekki í lagi þá er ekkert í lagi.“ Reykjavík Garðabær Húsnæðismál Tengdar fréttir „Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05 Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Fljótlega eftir að Anna Kristín Árnadóttir flutti í glænýja íbúð við Maríu í Urriðaholti fyrir rúmu ári varð hún vör við sams konar flauthljóð og heyra má á Hallgerðargötu þegar vindur blæs úr norðanátt. Hún segir sömu sögu og íbúar Laugarneshverfis um að hljóðið haldi fyrir henni vöku og sé hreint út sagt ærandi. Verktakinn lofi öllu fögru „Ég hefði viljað vera búin að taka eftir þessu þegar ég flutti inn því þá hefði ég neitað að greiða ÞG verk lokagreiðsluna,“ segir Anna. Blístrið líkist því sem heyrist í Laugarnesinu, líkt og heyra má hér að neðan. Verktakinn ÞG verk hefur séð um byggingu íbúða við Maríugötu og Vinastræti í Urriðaholti í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Hermannssyni gæðafulltrúa ÞG verks hefur verktakafyrirtækið fengið ábendingar um hljóðið. Ekki sé víst hvar upptökin séu en unnið sé í leiðum til úrbóta í samstarfi við hljóðverkfræðinga og íbúa. „Það er ágætis samtal á milli okkar,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Anna segir málið aftur á móti ekki svo einfalt. „Þeir lofa okkur öllu fögru og segja okkur að það sé að koma verkfræðingur að kíkja á þetta. Segja okkur svo að til þess að hægt sé að laga þetta þá þurfum við að vita hvaðan þetta berst,“ segir Anna. Það liggi þó í augum uppi hvaðan hljóðið komi, svalahandriði í blokk við Maríugötu 15. Þegar hvessir úr norðanátt ómi um götuna. Ekkert í lagi ef svefninn er það ekki Anna og fjölskylda íhugar að fá lögfræðing með sér í lið og leita réttar síns. „Okkur langar bara að flytja en við erum ekki enn búið að finna neitt annað. En svo er maður hræddur af því að ef ég hefði keypt þessa íbúð af annarri manneskju sem hefði búið þarna og vitað af þessu, þá hefði ég farið í mál við hana.“ Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir hljóðið á tíðnisviði þar sem mannseyrað er hrikalega næmt. Hann segir tíðnina á sömu tíðni og barnsgrát. Í Reykjavík síðdegis í gær sagðist hann fyrst hafa heyrt hljóð af þessu tagi á nýrri brú yfir Breiðholtsbraut. „Þetta er lýðheilsuógn. Þannig að hverfasamtökin þurfa að taka þetta upp á sína arma, hafa samband við þessa íbúa og þeir verða að sækja rétt sinn gagnvart þeim sem seldu þeim þessar íbúðir. Ég hef reynt það sjálfur, ef svefninn er ekki í lagi þá er ekkert í lagi.“
Reykjavík Garðabær Húsnæðismál Tengdar fréttir „Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05 Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05
Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02