Íbúar leiti réttar síns vegna flautsins: „Þetta er lýðheilsuógn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2025 11:42 Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir blístrið á svipaðri tíðni og barnsgrátur. Vísir Umtalað „djöflablístur“ eða „draugahljóð“ virðist leika íbúa fleiri hverfa en Laugarneshverfis grátt. Hljóðverkfræðingur segir hljóðið lýðheilsuógn og hvetur íbúasamtök til að leita réttar síns. Þreyttir foreldrar í Urriðaholti íhuga að gera nákvæmlega það. Fljótlega eftir að Anna Kristín Árnadóttir flutti í glænýja íbúð við Maríu í Urriðaholti fyrir rúmu ári varð hún vör við sams konar flauthljóð og heyra má á Hallgerðargötu þegar vindur blæs úr norðanátt. Hún segir sömu sögu og íbúar Laugarneshverfis um að hljóðið haldi fyrir henni vöku og sé hreint út sagt ærandi. Verktakinn lofi öllu fögru „Ég hefði viljað vera búin að taka eftir þessu þegar ég flutti inn því þá hefði ég neitað að greiða ÞG verk lokagreiðsluna,“ segir Anna. Blístrið líkist því sem heyrist í Laugarnesinu, líkt og heyra má hér að neðan. Verktakinn ÞG verk hefur séð um byggingu íbúða við Maríugötu og Vinastræti í Urriðaholti í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Hermannssyni gæðafulltrúa ÞG verks hefur verktakafyrirtækið fengið ábendingar um hljóðið. Ekki sé víst hvar upptökin séu en unnið sé í leiðum til úrbóta í samstarfi við hljóðverkfræðinga og íbúa. „Það er ágætis samtal á milli okkar,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Anna segir málið aftur á móti ekki svo einfalt. „Þeir lofa okkur öllu fögru og segja okkur að það sé að koma verkfræðingur að kíkja á þetta. Segja okkur svo að til þess að hægt sé að laga þetta þá þurfum við að vita hvaðan þetta berst,“ segir Anna. Það liggi þó í augum uppi hvaðan hljóðið komi, svalahandriði í blokk við Maríugötu 15. Þegar hvessir úr norðanátt ómi um götuna. Ekkert í lagi ef svefninn er það ekki Anna og fjölskylda íhugar að fá lögfræðing með sér í lið og leita réttar síns. „Okkur langar bara að flytja en við erum ekki enn búið að finna neitt annað. En svo er maður hræddur af því að ef ég hefði keypt þessa íbúð af annarri manneskju sem hefði búið þarna og vitað af þessu, þá hefði ég farið í mál við hana.“ Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir hljóðið á tíðnisviði þar sem mannseyrað er hrikalega næmt. Hann segir tíðnina á sömu tíðni og barnsgrát. Í Reykjavík síðdegis í gær sagðist hann fyrst hafa heyrt hljóð af þessu tagi á nýrri brú yfir Breiðholtsbraut. „Þetta er lýðheilsuógn. Þannig að hverfasamtökin þurfa að taka þetta upp á sína arma, hafa samband við þessa íbúa og þeir verða að sækja rétt sinn gagnvart þeim sem seldu þeim þessar íbúðir. Ég hef reynt það sjálfur, ef svefninn er ekki í lagi þá er ekkert í lagi.“ Reykjavík Garðabær Húsnæðismál Tengdar fréttir „Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05 Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Fljótlega eftir að Anna Kristín Árnadóttir flutti í glænýja íbúð við Maríu í Urriðaholti fyrir rúmu ári varð hún vör við sams konar flauthljóð og heyra má á Hallgerðargötu þegar vindur blæs úr norðanátt. Hún segir sömu sögu og íbúar Laugarneshverfis um að hljóðið haldi fyrir henni vöku og sé hreint út sagt ærandi. Verktakinn lofi öllu fögru „Ég hefði viljað vera búin að taka eftir þessu þegar ég flutti inn því þá hefði ég neitað að greiða ÞG verk lokagreiðsluna,“ segir Anna. Blístrið líkist því sem heyrist í Laugarnesinu, líkt og heyra má hér að neðan. Verktakinn ÞG verk hefur séð um byggingu íbúða við Maríugötu og Vinastræti í Urriðaholti í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Hermannssyni gæðafulltrúa ÞG verks hefur verktakafyrirtækið fengið ábendingar um hljóðið. Ekki sé víst hvar upptökin séu en unnið sé í leiðum til úrbóta í samstarfi við hljóðverkfræðinga og íbúa. „Það er ágætis samtal á milli okkar,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Anna segir málið aftur á móti ekki svo einfalt. „Þeir lofa okkur öllu fögru og segja okkur að það sé að koma verkfræðingur að kíkja á þetta. Segja okkur svo að til þess að hægt sé að laga þetta þá þurfum við að vita hvaðan þetta berst,“ segir Anna. Það liggi þó í augum uppi hvaðan hljóðið komi, svalahandriði í blokk við Maríugötu 15. Þegar hvessir úr norðanátt ómi um götuna. Ekkert í lagi ef svefninn er það ekki Anna og fjölskylda íhugar að fá lögfræðing með sér í lið og leita réttar síns. „Okkur langar bara að flytja en við erum ekki enn búið að finna neitt annað. En svo er maður hræddur af því að ef ég hefði keypt þessa íbúð af annarri manneskju sem hefði búið þarna og vitað af þessu, þá hefði ég farið í mál við hana.“ Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir hljóðið á tíðnisviði þar sem mannseyrað er hrikalega næmt. Hann segir tíðnina á sömu tíðni og barnsgrát. Í Reykjavík síðdegis í gær sagðist hann fyrst hafa heyrt hljóð af þessu tagi á nýrri brú yfir Breiðholtsbraut. „Þetta er lýðheilsuógn. Þannig að hverfasamtökin þurfa að taka þetta upp á sína arma, hafa samband við þessa íbúa og þeir verða að sækja rétt sinn gagnvart þeim sem seldu þeim þessar íbúðir. Ég hef reynt það sjálfur, ef svefninn er ekki í lagi þá er ekkert í lagi.“
Reykjavík Garðabær Húsnæðismál Tengdar fréttir „Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05 Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05
Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02