„Erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 10:33 Formaður félagsins segir að húmor hafi vakið fyrir Þorbirningum frekar en pólitísk hugmyndafræði. Vísir/Samsett Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir félagið ekki lýsa yfir stuðningi við Donald Trump Bandaríkjaforseta með umdeildum derhúfum sem það setti í sölu í gær. Staðgengill upplýsingafulltrúa Landsbjargar segir að einingar innan félagsins séu sjálfstæðar en að málið verði skoðað. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að félagsmenn hafi tekið upp á því að láta gera derhúfurnar fyrir landsþing björgunarsveitarmanna. Það sé hefð fyrir því að samræma klæðaburð. Hann segir að húfurnar hafi vakið mikla eftirtekt þeirra sem þingið sóttu og Grindvíkinga sérstaklega. Ákveðið var að hefja sölu á derhúfunum. „Við skelltum okkur í það og þá fór allt í bál og brand,“ segir Bogi. Ekki pólitískur boðskapur Hann segir félagið standa við þetta. Það sé stefna allra innfæddra að „gera Grindavík frábæra aftur,“ hvort sem er á íslensku eða ensku. Það vakti ekki síst athygli þegar fréttir af málinu bárust í gær að slagorðið skyldi vera á ensku. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus í íslenskum fræðum og álitsgjafi í málefnum hins ylhýra gerði það meðal annarra að umfjöllunarefni sínu í færslu á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni segir hann að um óvirðingu við íslensku sé að ræða og að það sé ákaflega dapurt að björgunarsveitinni skuli þykja eðlilegt að framleiða húfur með slagorði á ensku. Bogi segir húmor og hópefli hafa vakið fyrir Þorbirningum frekar en hugmyndafræði. „Þetta var ekki ætlað til þess að skjóta á einhvern. Við erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump,“ segir hann. „Mér finnst þetta ekki vera neitt til að biðjast afsökunar fyrir þetta er fyrst og fremst bara derhúfa,“ segir Bogi Adolfsson. Björgunarsveitir sjálfstæðar gagnvart Landsbjörg Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hver eining innan félagsins sé sjálfstæð en að það verði skoðað hvort lög félagsins hafi verið brotin með derhúfusölunni. „Það gefur auga leið hvað er verið að vísa í og auðvitað sem stórt félag með þúsundir félaga þá reynum við að gæta hlutleysis. Stjórn félagsins þarf bara að skoða það hvort þetta stingi í stúf við lög félagsins. Við reynum að hafa jákvæða ímynd. Hver félagseining er sjálfstæð gagnvart félaginu hvað varðar störf og fjármál. Það stendur í lögum,“ segir hann. „Þetta verður skoðað,“ segir Hinrik. Grindavík Björgunarsveitir Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að félagsmenn hafi tekið upp á því að láta gera derhúfurnar fyrir landsþing björgunarsveitarmanna. Það sé hefð fyrir því að samræma klæðaburð. Hann segir að húfurnar hafi vakið mikla eftirtekt þeirra sem þingið sóttu og Grindvíkinga sérstaklega. Ákveðið var að hefja sölu á derhúfunum. „Við skelltum okkur í það og þá fór allt í bál og brand,“ segir Bogi. Ekki pólitískur boðskapur Hann segir félagið standa við þetta. Það sé stefna allra innfæddra að „gera Grindavík frábæra aftur,“ hvort sem er á íslensku eða ensku. Það vakti ekki síst athygli þegar fréttir af málinu bárust í gær að slagorðið skyldi vera á ensku. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus í íslenskum fræðum og álitsgjafi í málefnum hins ylhýra gerði það meðal annarra að umfjöllunarefni sínu í færslu á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni segir hann að um óvirðingu við íslensku sé að ræða og að það sé ákaflega dapurt að björgunarsveitinni skuli þykja eðlilegt að framleiða húfur með slagorði á ensku. Bogi segir húmor og hópefli hafa vakið fyrir Þorbirningum frekar en hugmyndafræði. „Þetta var ekki ætlað til þess að skjóta á einhvern. Við erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump,“ segir hann. „Mér finnst þetta ekki vera neitt til að biðjast afsökunar fyrir þetta er fyrst og fremst bara derhúfa,“ segir Bogi Adolfsson. Björgunarsveitir sjálfstæðar gagnvart Landsbjörg Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hver eining innan félagsins sé sjálfstæð en að það verði skoðað hvort lög félagsins hafi verið brotin með derhúfusölunni. „Það gefur auga leið hvað er verið að vísa í og auðvitað sem stórt félag með þúsundir félaga þá reynum við að gæta hlutleysis. Stjórn félagsins þarf bara að skoða það hvort þetta stingi í stúf við lög félagsins. Við reynum að hafa jákvæða ímynd. Hver félagseining er sjálfstæð gagnvart félaginu hvað varðar störf og fjármál. Það stendur í lögum,“ segir hann. „Þetta verður skoðað,“ segir Hinrik.
Grindavík Björgunarsveitir Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira