Stofnandi Viðreisnar segir Daða seilast í vasa almennings Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2025 14:31 Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar. vísir/sigurjón Stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir eignir ellilífeyrisþega færðar í vasa öryrkja með nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar snerti mest þá sem fá minnstu tekjurnar og vinna erfiðustu störfin. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, segir frumvarpið verulega vanhugsað og gagnrýnisvert. Benedikt skilaði á dögunum sex blaðsíðna umsögn um frumvarpið þar sem hann fullyrðir að um eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sé að ræða. „Ég hef nú orðað það þannig að þetta er óviljandi aðför gegn samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Það er færður peningur frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðunum. Þetta eru ekki peningar sem ríkið ræður yfir. Það er ákveðinn sjóður og ef það er einn hópur sem fær meira úr sjóðnum þá þurfum við að taka það frá hinum sem eru þarna. Það er í raun verið að seilast í vasa alls almennings því það er allur almenningur sem á lífeyrissjóðina,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. Varðar mest þá sem hafa minnstar tekjurnar Fyrirhuguð breyting bitni hvað verst á ellilífeyrisþegum og munu áhrif breytinganna gera vart við sig um leið. „Síðan eru þessu óbeinu áhrif sem munu hafa langtíma áhrif. En allt hefur þetta áhrif í sömu átt sem er að draga úr getu sjóðanna að borga ellilífeyri.“ Benedikt leggur frekar til að ríkið finni aðrar leiðir og nefndir sem dæmi að ríkissjóður greiði öllum öryrkjum ákveðna fjárhæð og lífeyrissjóðirnir tryggi þá það sem verður eftir umfram þá upphæð. Betra væri að halda núverandi kerfi. „Þetta lífeyriskerfi okkar er með þeim bestu í öllum heiminum og hefur fengið viðurkenningu fyrir það. Við eigum að standa vörð um það og ekki skemma það. Þetta varðar mest þá sem minnstar tekjurnar hafa og eru að vinna erfiðustu störfin. Þetta kemur lítið við þá sem hafa mjög há laun.“ Komi á óvart að sjá fjármálaráðherra leggja þetta til Benedikt segir umrædda breytingu brjóta gegn grundvallarreglu um að enginn skuli betur settur fjárhagslega eftir örorku. Það hafi letjandi áhrif. „Þetta er mjög vont því lög sem er nú búið að samþykkja áttu einmitt að efla atvinnuþátttöku öryrkja en þetta vinnur alveg þvert á móti því. Þegar það er orðinn svona mikill munur á því að vera á bótum og vera í vinnu þá er það ekki hvetjandi.“ Kemur það þér á óvart að fjármálaráðherra Viðreisnar leggi fram þetta frumvarp? „Ég held það komi bara á óvart að sjá einhvern fjármálaráðherra leggja þetta fram. Ég held að menn hafi verið komnir í tímaþröng þegar var farið að huga að lausnum í málunum. Ég held að það snúi ekkert að því í hvaða flokki ráðherrann er að hverju sinni.“ Benedikt tekur fram að fyrirhugaðar breytingar bitni verst á sjóðum verkafólks þar sem örorkubyrðin er þyngri. Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, segir frumvarpið verulega vanhugsað og gagnrýnisvert. Benedikt skilaði á dögunum sex blaðsíðna umsögn um frumvarpið þar sem hann fullyrðir að um eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sé að ræða. „Ég hef nú orðað það þannig að þetta er óviljandi aðför gegn samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Það er færður peningur frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðunum. Þetta eru ekki peningar sem ríkið ræður yfir. Það er ákveðinn sjóður og ef það er einn hópur sem fær meira úr sjóðnum þá þurfum við að taka það frá hinum sem eru þarna. Það er í raun verið að seilast í vasa alls almennings því það er allur almenningur sem á lífeyrissjóðina,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. Varðar mest þá sem hafa minnstar tekjurnar Fyrirhuguð breyting bitni hvað verst á ellilífeyrisþegum og munu áhrif breytinganna gera vart við sig um leið. „Síðan eru þessu óbeinu áhrif sem munu hafa langtíma áhrif. En allt hefur þetta áhrif í sömu átt sem er að draga úr getu sjóðanna að borga ellilífeyri.“ Benedikt leggur frekar til að ríkið finni aðrar leiðir og nefndir sem dæmi að ríkissjóður greiði öllum öryrkjum ákveðna fjárhæð og lífeyrissjóðirnir tryggi þá það sem verður eftir umfram þá upphæð. Betra væri að halda núverandi kerfi. „Þetta lífeyriskerfi okkar er með þeim bestu í öllum heiminum og hefur fengið viðurkenningu fyrir það. Við eigum að standa vörð um það og ekki skemma það. Þetta varðar mest þá sem minnstar tekjurnar hafa og eru að vinna erfiðustu störfin. Þetta kemur lítið við þá sem hafa mjög há laun.“ Komi á óvart að sjá fjármálaráðherra leggja þetta til Benedikt segir umrædda breytingu brjóta gegn grundvallarreglu um að enginn skuli betur settur fjárhagslega eftir örorku. Það hafi letjandi áhrif. „Þetta er mjög vont því lög sem er nú búið að samþykkja áttu einmitt að efla atvinnuþátttöku öryrkja en þetta vinnur alveg þvert á móti því. Þegar það er orðinn svona mikill munur á því að vera á bótum og vera í vinnu þá er það ekki hvetjandi.“ Kemur það þér á óvart að fjármálaráðherra Viðreisnar leggi fram þetta frumvarp? „Ég held það komi bara á óvart að sjá einhvern fjármálaráðherra leggja þetta fram. Ég held að menn hafi verið komnir í tímaþröng þegar var farið að huga að lausnum í málunum. Ég held að það snúi ekkert að því í hvaða flokki ráðherrann er að hverju sinni.“ Benedikt tekur fram að fyrirhugaðar breytingar bitni verst á sjóðum verkafólks þar sem örorkubyrðin er þyngri.
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira