Tjaldsungi klaktist út eftir tæpar tvær vikur á ofninum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2025 14:30 Tjaldurinn Kenny í góðu yfirlæti ásamt hundinum Rocky. Jóhanna Bjarndís Hundurinn Rocky og tjaldsunginn Kenny sem búa saman á Patreksfirði eru orðnir mestu mátar. Sambúð þeirra hófst eftir að hundurinn fann yfirgefið egg á göngu með eiganda sínum og eigandinn ákvað að taka eggið með heim. Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir íbúi á Patreksfirði var á göngu með hundinum Rocky á Þúfneyri nærri Patreksfirði þegar hundurinn hnaut um óþekktan hlut. Hlaupa saman um gólfið „Ég hélt að hann væri búinn að finna fiskhaus sem er mjög algengt á þessum stað, en þá var hann búinn að finna þetta egg,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. „Ég sá ekkert í kring, engan tjald. Það voru bara mávar. Ég fann að eggið var volgt og ákvað að taka það. Það var vont veður og alveg að koma kuldakast.“ Hún hafi farið heim með það á Patreksfjörð og komið því fyrir á ofni heima hjá sér. Tæplega tveimur vikum síðar fór svo að draga til tíðinda. „Allt í einu kom ungi, hann Kenny. Hann er algjör dásemd. Hann hleypur um gólfið með hundinum og fær að fara með okkur út, það er ekkert mál.“ segir Jóhanna, sem bjóst ekki við að eggið myndi klekjast út. Í ágúst hyggst Jóhanna láta á það reyna að koma fuglinum út úr húsi og sjá hvernig hann spjarar sig. Ef hann gerir það ekki segist hún viðbúin að gera Kenny að fjölskyldumeðlimi til langs tíma. Hún fékk þær upplýsingar frá Náttúrustofu Vestfjarða að umrædd tegund geti orðið allt að 35 ára gömul. Ekki virðist væsa um Kenny sem fær að sögn Jóhönnu mjölorma og ánamaðka að éta. Þá nýtur hann félagsskapar hundsins á heimilinu. Dýr Fuglar Vesturbyggð Hundar Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir íbúi á Patreksfirði var á göngu með hundinum Rocky á Þúfneyri nærri Patreksfirði þegar hundurinn hnaut um óþekktan hlut. Hlaupa saman um gólfið „Ég hélt að hann væri búinn að finna fiskhaus sem er mjög algengt á þessum stað, en þá var hann búinn að finna þetta egg,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. „Ég sá ekkert í kring, engan tjald. Það voru bara mávar. Ég fann að eggið var volgt og ákvað að taka það. Það var vont veður og alveg að koma kuldakast.“ Hún hafi farið heim með það á Patreksfjörð og komið því fyrir á ofni heima hjá sér. Tæplega tveimur vikum síðar fór svo að draga til tíðinda. „Allt í einu kom ungi, hann Kenny. Hann er algjör dásemd. Hann hleypur um gólfið með hundinum og fær að fara með okkur út, það er ekkert mál.“ segir Jóhanna, sem bjóst ekki við að eggið myndi klekjast út. Í ágúst hyggst Jóhanna láta á það reyna að koma fuglinum út úr húsi og sjá hvernig hann spjarar sig. Ef hann gerir það ekki segist hún viðbúin að gera Kenny að fjölskyldumeðlimi til langs tíma. Hún fékk þær upplýsingar frá Náttúrustofu Vestfjarða að umrædd tegund geti orðið allt að 35 ára gömul. Ekki virðist væsa um Kenny sem fær að sögn Jóhönnu mjölorma og ánamaðka að éta. Þá nýtur hann félagsskapar hundsins á heimilinu.
Dýr Fuglar Vesturbyggð Hundar Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira