Ný og glæsileg heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2025 21:03 Nýja heilsugæslustöðin er staðsett í Sandgerði, sem er hluti af Suðurnesjabæ en alls eru íbúar bæjarfélagsins um 4.700. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar Suðurnesjabæjar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því það var verið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð í Sandgerði en þar munu heilbrigðisstarfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinna skjólstæðingum nýju stöðvarinnar. Að sjálfsögðu var klippt á borð við opnun nýju heilsugæslustöðvarinnar nýlega og nokkrar ræður voru líka fluttar og svo gafst gestum kostur á að skoða nýju stöðina. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa hingað til þurft að sækja heilbrigðisþjónustu til Keflavíkur en eiga nú ekki að þurfa þess lengur. Nýja heilsugæslustöðin er í húsi, sem heitir Varðan en þar eru bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar meðal annars líka til húsa. „Hér hefur ekki verið heilbrigðisþjónusta en full þörf á því miðað við fjölda íbúa. Þannig að þetta er frábær áfangi og bara virkilega vona að íbúar nýti sér þjónustuna þeir, sem þurfa á henni að halda,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bætir við. „Við ætlum að byrja að því núna í sumar að hafa opið tvo daga vikunnar og síðan opnum við bara eftir því sem eftirspurnin eykst.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar ræður sér vart yfir kæti vegna nýju heilsugæslustöðvarinnar. „Já, þetta er sko stór áfangi fyrir íbúana hér í sveitarfélaginu. Við erum búin að vera að vinna í því í mörg ár að fá þessa þjónustu til okkar, þetta var mikill gleðidagur þegar stöðin var opnuð“. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Þetta náttúrulega bætir aðgengi íbúanna að heilsugæslu í heimabyggð og ég vona svo sannarlega að fólk nýti sér það,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson, Alma D. Möller og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir fengu það hlutverk að klippa á borða þegar nýja heilsugæslustöðin var opnuð í Sandgerði á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sveitarfélagið hafa séð um að gera húsnæði nýju heilsugæslustöðvarinnar klárt og það hafi kostað á bilinu 50 til 60 milljónir króna en svo greiði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leigu fyrir notkun húsnæðisins. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra er mjög ánægð með nýju heilsugæslustöðina. „Mér líst gríðarlega vel á þetta. Við erum hér að opna nýja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ fyrir 4.700 íbúa og færa þjónustuna nær fólkinu,” segir Alma. Og Alma leggur áherslu á starfsemi heilsugæslustöðva út um allt land. „Já þær eru auðvitað grunnstoð heilbrigðisþjónustu og eiga að vera fyrsti viðkomustaður, sem flestra þannig að það er mikilvægt að aðgengi að heilsugæslu sé gott,” segir Alma. Varðan heitir húsnæðið þar sem nýja heilsugæslan er ,en þar eru meðal annars líka bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Suðurnesjabæjar Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Að sjálfsögðu var klippt á borð við opnun nýju heilsugæslustöðvarinnar nýlega og nokkrar ræður voru líka fluttar og svo gafst gestum kostur á að skoða nýju stöðina. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa hingað til þurft að sækja heilbrigðisþjónustu til Keflavíkur en eiga nú ekki að þurfa þess lengur. Nýja heilsugæslustöðin er í húsi, sem heitir Varðan en þar eru bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar meðal annars líka til húsa. „Hér hefur ekki verið heilbrigðisþjónusta en full þörf á því miðað við fjölda íbúa. Þannig að þetta er frábær áfangi og bara virkilega vona að íbúar nýti sér þjónustuna þeir, sem þurfa á henni að halda,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bætir við. „Við ætlum að byrja að því núna í sumar að hafa opið tvo daga vikunnar og síðan opnum við bara eftir því sem eftirspurnin eykst.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar ræður sér vart yfir kæti vegna nýju heilsugæslustöðvarinnar. „Já, þetta er sko stór áfangi fyrir íbúana hér í sveitarfélaginu. Við erum búin að vera að vinna í því í mörg ár að fá þessa þjónustu til okkar, þetta var mikill gleðidagur þegar stöðin var opnuð“. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Þetta náttúrulega bætir aðgengi íbúanna að heilsugæslu í heimabyggð og ég vona svo sannarlega að fólk nýti sér það,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson, Alma D. Möller og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir fengu það hlutverk að klippa á borða þegar nýja heilsugæslustöðin var opnuð í Sandgerði á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sveitarfélagið hafa séð um að gera húsnæði nýju heilsugæslustöðvarinnar klárt og það hafi kostað á bilinu 50 til 60 milljónir króna en svo greiði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leigu fyrir notkun húsnæðisins. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra er mjög ánægð með nýju heilsugæslustöðina. „Mér líst gríðarlega vel á þetta. Við erum hér að opna nýja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ fyrir 4.700 íbúa og færa þjónustuna nær fólkinu,” segir Alma. Og Alma leggur áherslu á starfsemi heilsugæslustöðva út um allt land. „Já þær eru auðvitað grunnstoð heilbrigðisþjónustu og eiga að vera fyrsti viðkomustaður, sem flestra þannig að það er mikilvægt að aðgengi að heilsugæslu sé gott,” segir Alma. Varðan heitir húsnæðið þar sem nýja heilsugæslan er ,en þar eru meðal annars líka bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Suðurnesjabæjar
Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira